Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 19

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 19
F A L K I N N 19 lil. —■ Það er dálítill munur á því, Jeeves, að syngja „Sonny Bov“ inni- lokaður í baðherbergi sínu og syngja ]>að fyrir húsfylli af appelsínusölum og afkvæmum ]>eirra —■ mikill munur. — Bertie, sagði frænka, — ]>ú syng- nr ]>að og hefir ánægju af. — Nei, fjandinn liafi ]>að. — Bertie, .... — Ekkert gæti fengið mig .... —■ Bertie, sagði frænka, ákveðin. Nú syngur þú „Sonny Boy“ á þriðjudag- inn kemur, ellegar skal bölvun frænku ]>innar .... — Mjer dettur ]>að ekki í liug. — Mundu eftir lienni Angelu. —■ Skítt með Angelu. —- Bertie, .... — Nei, jeg geri það ekki. — Ekki ]>að? — Nei, ekki að tala um. — Svo það er þitt síðasta orð? — Það er það. Jeg get sagt þjer í ■eilt skifti fyrir öll, að ekkert gæti fengið mig til að reka upp eitt ein- asta bops. En á eftir sendi jeg skeyti með borguðu svari til feita Bingham og bauð fram þjónustu mína, og sama kvöldið var alt klappað og klárt. Jeg átti að koma fram næstfyrstur eftir hljeið. Þar á eftir kom Tuppy. Og á eftir honum kom Cora BeBinger, hin velþekta óperu-sópran-söngkona. En hvernig þetta komst alt í kring, er mjer ráðgáta. Sennilega er það af göfugmensku Woostersættarinnar. —- Jeeves, sagði jeg um kvöldið — og sagði það kuldarlega — þú gætir kanske gert svo vel að skjótast í næstu nótnabúð og fá eitt eintak af „Sonny Boy“. Mjer mun ekki veit af að læra bæði vísuna og viðkvæðið. Tauga- áreynsluna sem því verður samfara, ætla jeg ekki að minnast á. — Sjálfsagt, herra. —- IJn það eitt vil jeg segja .... —■ Mjer veitir ekki af að flýta mjer áður en búðinni verður lokað, herra. — Ha? sagði jeg. Og þetta Ila átti að gera hann orð- lausan. Þótt jeg liefði hert upp liugann fyrir eldraunina sem fyrir mjer lá, og l'arið af stað uppfyltur af þessu ró- lcga og liæga liugrekki, sem kemur mönnum til að gera ofdirfskuverk, án þess að þeim sjái bregða, þá verð jeg að játa, að á því augnabliki, sem jeg kom inn í salinn í Bermondsey East og rendi augunum yfir mannskapinn, sem þar var saman kominn, ]>á var ]>að ekkert annað en ljónsliugrekki AVoostersættarinnar, sem hjelt mjer frá því að kalla á leiguvagn og flýta mjer aftur til siðmenningarinnar. Ivvöldskemtunin var i fullum gangi, er jeg kom inn, og einhver, sem hefði getað verið útfarastjóri, eftir útlitinu að dæma, var að lesa upp hið fræga kvæði „Gunga Din“. Og þótt kanske ekki væri liægt að segja, að álieyrend- ur gerðu óspektir, var svipur þeirra ]>annig, að mjer líkaði hann ekki. Mjer leið eitthvað álíka eins og hinum ]>rem vinum Daníels spámanns hlýtur að hafa liðið áður en þeir spásseruðu inn í eldsofninn glóandi. Þegar jeg leit á söfnuðinn, fanst mjer einna helst hann vera að koma sjer niður á því, hvernig talca skyldi þeim, er skemtu. Mjer leist ekki meir en svo á áheyrendurnar og fór að kvíða fyrir afdrifum mínum og „Sonny Boy“. — Agæt aðsókn, lierra, var sagt fyr- ir aftan mig. Það var Jeeves, sem tal- aði. — Þú lijerna, Jeeves? sagði jeg kuldalega. — Já, herra. Jeg hefi verið lijer síðan þetta byrjaði. — Hefir nokkuð skeð enn? —- Hvað meinið þjer, herra? —• Þú veist hvað jeg meina, Jeeves, sagði jeg alvarlega, — og vertu ekki að láta sem þú skiljir það ekki. Jeg meina livort nokkur hafi verið æptur niður ennþá. —- Nei, herra. — Svo jeg á þá að verða sá fyrsti, heldurðu ekki? — Nei, herra. Jeg sje enga ástæðu til að búast við slíku slysi. Jeg er viss um, að yður verður vel lelcið. Nú datt mjer alt í einu nokkuð i liug. — Þú lieldur, að alt gangi, eins og ætlað er? spurði jeg. — Já, herra. —■ Þar cr jeg ekki á sama máli. Jeg hef orðið var við veilu í þessara dje- skotans ráðagerð. — Veilu? —- Já. Dettur þjer kanske i hug, að þegar Mr. Glossop er búinn að lieyra mig syngja, þá komi liann mínútu á eftir með sama lagið. Nei, taktu nú bet- ur á þinu mannviti, Jecves. Hann verður var við þetta og dregur sig til baka í tæka tíð. Auðvitað hörfar hann út og neitar að halda áfram. — Mr. Glossop lieyrir yður ekki syngja, lierra. Eftir ráðleggingu minni hefir hann gengið út í „Bláu flöskuna“ til þess að fá sjer einn strammara, og ]>ar verður hann alveg þangað til hann á að koma upp á pallinn. — Nú, það er þannig útbúið? — Ef jeg mætti nefna það, herra, þá er annar staður rjett lijer hjá, sem heitir „Geitin og vínberin". Jeg lield, að það gæti verið sterkur leikur að .... —- .... versla þar eitthvað, mein- arðu? — Já, það mundi friða taugarnar, meðan á biðinni stendur. Jeg verð að segja, að jeg hafði ekki verið í neitt sjerlega velviljuðum þönkum gagnvart Jeeves, en við þetta mildaðist jeg óneitanlega talsvert. Því enginn vafi gat á þvi leikið, að þetta var lieillaráð. Ifann liafði rannsakað sálarlíf einstaklingsins og ekki skjátl- ast hjer fremur en endranær. Tiu min- útna seta í „Geitinni og Vínberjunum" var einmitt það, sem jeg þurfti við, á núverandi stigi málsins. Að svolgra þar fáein glös af viskiblöndu, var ekki nema fárra mínútna verk fyrir Bert- ram Wooster. Þetta verkaði á mig eins og undra- meðal. Hvað sett hafði verið í drykk- i»n, auk blásteins, veit jeg ekki svo með vissu, tn nokkuð var um það, að hann gjörbreytti áliti mínu á lífinu. Leiðindatilfinningin hvarf, og jeg fann heldur ekki lengur til máttleysis í hnjánum. Limir minir voru hættir að titra, tungan losnaði úr skrúfþving- unni, sem hún hafði verið i og hrygg- urinn styrktist. Jeg pantaði og gleypti eitt glas til, kvaddi stúlkuna með virktum, kinkaði vingjarnlega til tveggja náunga, sem sáu við drykkju, og mjer leist vel á, og skálmaði sið- an inn í skemtisalinn, fær í allan sjó. Skömmu scinna stóð jeg á pallinum með þúsund glápandi augu fest á mjer. Það var einhver leiðinda suða fj’rir eyrum mínum, en svo heyrðist til liljóðfærisins gegn um suðuna, svo jeg fól mig Guði, dró að mjer andann eins djúpt og jeg gat og tók að belja. Það mátti víst ekki tæpar standa. Hvað fram fór er enn í þoku, en jeg man þó eftir einhverri suðu hjá á- lieyrendum þegar jeg rjeðist á við- kvæðið. Jeg hjelt, meðan á því stóð, að þetta væri tilraun hjá marghöfð- aða skrimslinu til að taka undir í kór, og í augnablikinu ýtti það undir mig. Jeg hvæsti tónunum út úr barkakýlinu með öllum þeim krafti, er jeg hafði yfir að ráða, tók háa c-ið eins og ekk- ert væri um að vera og veik af pallin- um, en fjekkst þó ekki til að koma fram aftur til þess að þakka fyrir lófaklappið. Jeg gekk bara aftur á bak og komst þangað, sem Jeeves beið mín. — Jæja, Jecves, mælti jeg og þurk- aði svitann af enni mínu. — Aldrei var þó gert áhlaup á pallinn. International dráttarvjelar Gæöi International vjelanna, og afburða nothæíi, þekkja allir sem eitt sinn hafa heyrt þeirra getið, en hitt vita færri að International eru ódýrustu dráttarvjelarnar, sem hingað flytjast, miðað við frágang og útbúning. Samband ísl. samvinnufjelaga. n

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.