Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 6
6 F Á L Iv I N N VIÐMOTSBLIÐAN ER UFIÐ HALFT i EFTIR INGEBORG MARIA SICK. í í St. Valentin auf der Haide er pósthús. Þjóðvegurinn liggur þar fram hjá, hlemm sljettur og breiður. En hinum megin vegarins er vatnið, sem hvítir tindar Órtelfjallanna spegla sig i, og sjást þeir úr pósthúsgluggunum. Póstvagninn kemur þar tvisvar á dag. Og ekki ber það sjaldan við, að ferðamenn segi skilið við vagninn, til að dvelja þar um stundar sakir. Og þá iðrar þess ekki. Það helir sem sje hið besta orð á sjer frá gömlum tímum, pósthúsið í St. Valentínþorpinu. Póstmeistarinn — hinn fyrverandi — átli aðeins eina dóttur barna. En hún var á við margar. Hún hændi gesti að garði, því að engin var jafn fögur, hlíðlynd og kát, sem hún. Þegaf hún var í veitingastofunni, fór enginn þangað erindis- leysu. Einum gaf hún spaugsyrði, öðrum hros, og kinkaði kolli til hins þriðja. „Það virðist nú ætla að fara að verða nóg af því góða“, sagði bróðursonur póstmeistarans, sem átti heima þar í húsinu. „Það mætti lielst ætla, að þeir væru alúðarvinir þínir, allir þessir slæp- ingjar, sem hingað koma“. Hún hló, svo að skein í fannhvítar tennurnar. „Það er ofur út- látalaust, að vera vingjarnlegur í viðmóti“, svaraði hún. „Hvers vegna ætti þá að spara það! Littu á sólina, hvernig hún skín öll- um jafnt!“ — Einu sinni kom þangað gamall maður göngumóður. Hann hafði ekki efni á að nota póstvagninn, og enn átti hann langa leið fyrir höndum, vestur um fjöllin háu. Mal einn lítinn hafði hann að bera — en margar áhyggjur. Og þær þyngja. Dóttir póstmeistarans kom honum fyrir á beklc í hesta horni veitingastofunnar, gekk honum fyrir beina, eins og hann væri faðir hennar, fekk hann til að skýra frá þvi, sem að honum amaði, og sat hjá honum og hlustaði á hann, með társtokknum augum. Hún feklc póstekilinn til að taka hann með sjer til næstu stöðvar. Og þegar hann lagði af stað, mælti hún: „Góða ferð! Og gleymdu mjer nú ekki alveg“. Og hann svaraði: „Nei, hvernig ætti jeg að geta það! Viðmóts- blíðan er lifið hálft“. Bróðursonurinn heyrði þelta álengdar — og hann samsinti því í huganum. Hann hafði lesið sitt af hverju, en var vanur að fara u □ □ 0 □ □ □ □ □ □ 13 13 E3 13 □ □ 0 S3 E3 E3 □ □ □ □ □ E3 □ □ □ E3 □ E3 □ □ E3 □ 1W sameina fegurð og þægindi en eru endingargóð og auðveld að hirða. Góð húsgögn auka heimilisánægjuna. Hú sg'agnaverslun Hverflsgötu 4. Sími 1166. Pósthólf 966. u E3 13 E3 □ □ E3 □ □ E3 E3 E3 □ E3 □ □ E3 □ □ E3 □ E3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 hljótt með hugsanir sínar. Hann sá það þegar, að öldungurinn liafði rjett að mæla. Samúðin eykur lífsgildið um lielming! Það er hverju orði sannara. Hún stóð þarna og veitti á báðar hendur •— liðlangan daginn, og öllum sem nutu, fanst lífið hálfu bjartara. Bróðursonurinn fekk og sinn skerf, sem aðrir, enginn fór synjandi, er til hennar kom; en honum nægði það ekki. Þvt að haiin hafði sem sje unnað henni frá því er hún var á barnsaldri — en á laun og án þess að játa það fyrir sjálfum sjer, enda var sú blekking orðin honum að hyrði. Aldrei hafði hann lálið þetta í Ijós, hvorki í orði nje viðmóti, var öllu fremur önugur henni og stuttur í spuna. Því að hann leit svo á, að sá, sem væri öllum svo örlátur, gæti ekki gefið sjálfan sig neinum einum. Og fyrr en henni lærðist það, vildi hann ekki tjá sig fyrir henni. Svo dó póstmeistarinn, snögglega og alveg óvænt. Og bróður- sonurinn átti að taka við búsforráðum. Eftir því hafði hann reynd- ar heðið, frá því er hann fyrst kom þangað, og búið sig undir það með mikilli kostgæfni. Og þá var eins og sjálfgefið tækifæri til að leita ]iess við hana, hvort hún vildi vera þar áfram - - og giftast honum. Hún var enn svo hrygg eftir föðurmissinn, að henni brá ekki neitt við þessa spurningu. Það var henni öllu fremur hugfró, að þurfa ekki að hverfa frá gamla heimkynninu — burtu lír föður- garðinum, sem allar minningar glaðværu æskuáranna voru við tengdar. Hún gat nú verið þarna kyr hjá honum, sem verið hafði vinur hennar öll þessi ár, staðið fyrir húsýslu, eins og áður, gengið um húsið með lyklalcippuna sína stóru, og kinkað kolli til allra kunningjanna. Hún tók boði hans jafn eðlilega og með sama þakklæti, eins og hún hefði tekið við brauðbita úr hendi hans, ef hún hefði verið svöng, eða stuðningi, ef hún hefði verið þreytt. Svo giftust þau; og bjartsýnni, blíðari og elskulegri konu hefði hann ekki getað hugsað sjer. — En hún brosti og hún kinkaði kolli og hló við öllum hinum, alveg eins og áður. Og enn sem fyr var það honum ógeðfelt. En það fekk hún með engu móti skilið. Og þegar hann ympr- aði eitthvað á því við hana, leit hún á hann stórum augum og sagði: „Minstu þess, sem gamli maðurinn sagði um viðmótsblíð- una! Ætti jeg að vera hjer og ónýta helminginn af lífsgleði þeirra, sem jeg umgengst! Og mundir þú vera nokkuð ánægðari fyrir það —- hvað heldurðu?“ I raun rjettri var hann sjálfum sjer gramur fyrir þetta, að geta eklci unnað öðrum molanna af því borði, þar sem hann sat sjálfur í öndvegi, — að geta ekki verið ánægður með að eiga unga og friða konu, sem hafði lag á að láta bera virðingu fyrir sjer og leyfði I. Brynjólfsson & Rvaran.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.