Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 22

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 22
22 F Á L K I N N Einar Jónsson er nieð algeng- ustn nöfnum á íslandi. En þó er einn Einar með þessu nafni, sem hefir liafist svo hátt yfir fjöld- ann — og út úr honurn, að hægt er að setja nafnið án frek- ari ummæla yfir grein, án þess að eiga á hættu, að nokkurt skvnjandi mannsbarn á íslandi sje í vafa um við hvern sje átt. Og er þetta því merkilegra, sem Islendingar eiga ýmsa mæta menn undir því nafni, og hafa Einar Jónsson myndhöggvari hefir aldrei verið stjórnmála- maður, litgerðarmaður, stórbóndi eða stórkaupmaður, en samt er hann stór, eða rjettara sagt mik- ill. Þó hjer færi á eftir einskon- ar æfiminning Einars Jónssonar, bóndasonarins frá Galtafelli, sem fyrstur lærði að færa kynja- myndir íslenskrar náttúru í stein, mundi enginn vilja telja hann feigan fyrir það, eða kom- inn að fótum fram. Því Einar Jónsson verður eflaust elstur allra núlifandi manna, bæði vöggubarna og hrumra — í minn- ingunni. Hann verður ófeigastur þeirra, sem nú draga andann í íslensku lofti, — og munu þó margir lifa æfir sínar fram yfir gröfina. Einar Jónsson er ekki ófeigast- ur vegna þess, að hann yrki í stein — enn steinninn þykir ó- sjálfrátt haldbetra efni en bóka- Einar Jónsson. — Bak við sjest á „Brautryðjandann“, sem er á fóistalli likneskis Jóns Sigurðssonar. Einar Jónsson i vinnustofunni. pappír eða Ijereft olíuinálara. Og svo þykir það tryggara um stein- inn, að hann verði ekki fyrir eldsvoða og að honum verði síð- ur stolið til glötunar en sjald- gæfu bókareintaki eða einstæðu málverki. — Einar verður lang- lífastur vegna þess, að hann hefir varðveitt persónuvitund sína gegn um þykt og þunt, og aldrei vikið hársbreidd frá þeim vegi, sem honum sjálfum var hugleik- inn. Hann á e. t. v. á hættu, að Hann á ef til vill á hættu, að ýinsir skíri hann sjervitrings- nafninu fyrir það, og eflaust hafa ýmsir gert það. En vel er það, að hann kaus heldur að bera það uppnefni, en afsala bluta úr sjálfum sjer, og láta dauðlega menn gefa sjer annan í slaðinn. Því Einar Jónsson er vissulega best gerður, eins og hann er frá „náttúrunnar hendi“ og væri nokkur sá maður, sem vildi taka að sjer ábyrgðina á að breyta honum til batnaðar, ef hann gæti það, þá væri gaman, að sjá fram- an í hann. Enginn listamaður gerir sjer leik að því, að halda ti! streitu stefnum og skoðunum ofan í vilja lærifeðra þeii'ra, sem áttu að þroska hann og gera að meiri manni. Aðalkennari Einars Jóns- sonar var mætur maður og mik- ill, norski myndhöggvarinn Stef- an Sinding, sem eflaust hefir gert þau bestu listaverk i stein, sem sköpuð hafa verið á siðasta mannseldri. Og sjálfur telur Ein- ar Jónsson hann mesta lista- mann Skandinavíu, á síðasta mannsaldri i sinni grein. En þrátt fyrir viðurkenning lærisveinsins á hæfileikum meistarans, gat eigi svo farið, að lærisveinninn „gengi I skóla“ hjá meistaranum. Hann lærði af honum, — en hann af- salaði sjer þeim hlunnindum, að taka sjer fyrirmynd heimsfrægs manns og ágæts listamanns. — Hver er ráðningin á þessu? Einar Jónsson afsalaði sjer fyrirmyndinni, til þess að verða sjálfstæður listamaður. Listhugs- un hans hafði þróast við alt aðr- ar aðstæður, en kennarans; hann hafði á barnsaldri sjeð myndir, sem engir aðrir sáu, uppi í klett- unum hjá Galtafelli, og einstakl- ingseðli hans var frábrugðið fjöldans. Skoðun hans á list og hlutverki listarinnar var svo ný, að enginn vildi hlusta á hana. Og hún var þessi: Listastefn- ur og skólar í list eru ekki bind- andi fyrir einstaklinginn. Hver listamaður, sem vera skal, á sjálf- ur rjettinn á, að ákveða, hverj- ar aðferðir hann skuli hafa á gerðum sínum, allar þessar svo- kölluðu „listastefnur“, sem þjóð- in gleypir í sig umsvifaláust, er það versta eitur, sein listamað- urinn sjálfur getur íengið í sín bein, og hættulegast listinni sjálfri. Hver er sinnar listar — sinnar gæfu — smiður, jafnvel þeir, sem svardaga vinna að því báll'a orðtaki, að listin sje til vegna listarinnar sjálfrar —■ orð- taki, sem orðið er til vegna hnignunar í þjóðlífinu. — Hver gerist svo djarfur að ætla sjer að segja fyrir uni, hvernig listin eigi að vera til þess að hæfa al- menningi best? Hinsvegar má i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.