Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 26
26 F A L K I N N ® o o o o o o®o oooocjoooooooooooooooooo(ý)ooooooooooooocnooo®ooooo O0O O O O U o °ooo° DROTNINGIN FIMTUG 0«oooooQoooooo0ooooooooooooooooooQoooooooooooooooooo0ooooooQoooooo( 00000000000000000(^)00000000000000000 MAUD DROTNING Það þykir gott að eiga at'inæl- isdag á hátíðisdegi þjóðarinnar. Og hjer er mynd af einn slíku afmælisbarni, tignustu konu þjóð- arinnar, Alexandrínu Ágústu, — drotningu íslands og Danmerkur. Hún verður fimtug á aðfanga- daginn. Alexandrína drotning giftist konungi vorum fyrir nær 31 ári, eða 26. apríl 1898 og fluttist þá til Danmerkur. Fyrstu 8 árin var hún prinsessa af Danmörku, næstu 6 árin krónprinsessa Danmerkur en varð drotning í Danmörku vorið 1912. Þó fædd væri hún og uppalin í Þýska- landi, sem hertogadóttir frá Mecklenburg - Schwerin, kyntist hún furðu fljótt dönskum stað- háttum og dönsku þjóðerni, og var til þess tekið, hve fljótlega henni tamdist að nema danska tungu til fullnustu. Fyrir rúmum ellefu árum var ísland viðurkent sjerstakt kon- ungsríki, og Danakonungur varð jafnframt konungur íslands, og tók heiti landsins upp í titil sinn. — Atvikaðist það svo, að drotning hins fyrsta Danakon- ungs, sem jafnframt var konung- ur yfir sjálfstæðu íslensku ríki, varð fyrst allra drotninga til þess, að heimsækja ísland, er þau konungshjónin komu hingað ár- ið 1921. Áður höfðu tvær kon- ungsheimsóknir verið gerðar hjer, af Kristjáni níunda, árið 1874 og af Friðrik áttunda, árið 1907. En hvorugur þeirra hafði haft drotninguna með sjer. Alexandrína drotning varð vin- sæl hjer á landi við i'yrstu við- kynning, og hefir hlotið ástúð og vinarhug allra þeirra, sem höfðu spurnir af framkomu hennar hjer á landi. Hún var híspurs- laus í framkomu og laus við að vilja vera drotning, í þeirri merk- ingu, að slík staða leyfði ekki umgengni við almenning, hún fór um bæinn, eins og óbreytt kona væri, fór í búðir og verslaði, tal- aði við börn á gotunni þegar færi gafst til, og því um líkt. Er það eigi of sagt, að hún hafi heilað alla ineð ljúfmensku sinni og lílillæti. í annað skifti kom Aiexand- rina hingað til lands árið 1926, í skemtiför ásamt konunginum. Djotningin þekkir meira til ís- lands en marga grunar. Hún les alt það, sein hún kemst yfir af bókum um ísland, og hefir lagt slund á að nema íslenska tungu, og hefir orðið vel ágengt í því, enda er hún hneigð fyrir mál. — Myndin hjer að ol'an er eftir málverki dönsku listakonunnar Berthu Wegmann, sem látin er fyrir tveimur árum. Þess iná geta, að myndir eru til af drotning- unni, víðsvegar í erlendum blöð- um, í skautbúningi þeim, sem ís- lenskar konur gáfu henni, er hún kom hingað til lands i fyrra skiftið, og notar drotningin þann búning stundum við hátíðlegar móttökur við konungshirðina. Maud drotning Norðmanna varð sextug 26. nóvember. Er hún systir Georgs Englakonungs, dótt- ir Játvarðar sjöunda og heitir fullu nafni Maud Karlotta María Viktoría. Hún kvæntisl 22. júlí 1896 þáverandi Danaprins, Krist- jáni Friðrik Karl Georg Valdi- mar Axel, öðrum syni Kristjáns konungs tíunda. Var Kristján ní- undi um eitt skeið kallaður „Afi Evrópu“ vegna þess, að ai'kom- endur hans voru svo viða til vegs komnir: Dagmar Kristjánsdóttir hafði verið drotning i Rússlandi, Alexandra dóttir hans (kona Ját- varðar sjöunda) drotning i Eng- landi og Konstantín sonur hans hafist til ltonungsdóms á Grikk- landi. Mun það sönnu næst, að engin konungsætt hafi átt rikj- andi útarfa í svo mörgum rikjum og miklum, sem ætt Kristjáns níunda. Þegar þau Carl prins og Maud prinsessa giftust, datt víst engum í hug, að þau mundu Fjögur heilræði. Varastu að liítitja of lengi i rúm- inu eftir að ]iú ert vaknaður. Vcndu ]>ig á að fara á fætur undir eins og ])ú ert vaknaður, — og þú finnur ]>á aldrei til iöngunar til ])ess að „sofa bara í fimm minútur enn“. Varastu að skilja alt eftir í róti í herberginu þegar ])ú ferð að iiátta. bað er óskemtilegt að þurfa að byrja daginn með því að ltoma öllu í sóma- samlegt lag. Sparaðu tíma þinn á nokkurntíma verða „konungur og drotning í ríki sínu“. En svo varð þó. Eftir aðskilnað Noregs og Svíþjóðar vorið 1905 varð það úr, að Noregur yrði konungsríki en ekki lýðveldi, og var þá ein- róina ákveðið, að leita til Dan- merkur um konungsefni. Og það varð úr, að Carl prins tókst á hendur að verða við kallinu, og fluttust þau hjónin þangað haust- ið sama árs, með einkasón sinn, þriggja ára gamalan. Carl prins tók norskt kon- ungsheiti og nefndist Hákon sjö- undi, en sonur þeirra hjóna var nefndur Ólafur, en þessi tvö kon- unganöfn voru frægust í forn- sögu Norðmanna. Ólafur krón- jn-ins er nýlega kvæntur Mörtu, dóttur Carls Svínaprins af Vest- ur-Gautlandi, en kona hans er Ingibjörg, dóttir Friðriks átt- unda; eru þau þannig systkyna- börni, Ólafur erfðaprins og Marta drotningarefni. morgnana með ]>ví að koma öllu á sinn stað í iierberginu áður en þú iiáttar. Varastu að vanrækja að staga i sokkinn þinn (eða láta gera það) þó gatið sje ekki nema örlitið. Gatið stækkar óður og áður en þú vcisl af, cr sokkurinn eyðilagður. Varastu að temja þjer leti og ó- inensku, en ]iað gerir þú ef ])ú Iiregð- ur út af þessum fyrnefndu góðu iífs- rcglum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.