Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 14
14 F A I. K I N N í * o ® # o * o o ♦ o * o í í 0.«H,,.ooO••*«(.• O••'Hl O 'K,,' ©••%«O-'lli^o©•••II...O••'«.«O-Kw •"li,.-0'"l|»-O■•%.■ O "II..-O•"«..• O■•%■■ O •"»«•• O•"llc-O ■•%■■ O -"ll»-.0•"«.-O•"II..-ó Sköpun Þingvalla. Eftir P. lma Hannesson rektor. Alt cr breytingum háð. Vísintlin kenna oss, að enginn lilutur sje að öllu hinn sami i dag og hann var í gœr. Og árin sem líða láta eftir sig drjúg ummérki á öllu, sem er, lönd- um og liröndum. Sumt þroskast, ann- að hrörnar, en alt hreytist, skapast og glatast. Þannig fer mannanna son- um. Þannig fer og um jörðina: fjöll og dali, stein og stál. Á hverju vori velta árnar fram kolmórauðar af sandi og leir, scm þœr hera úr fjöllum frrm og alt út á sæ. Skriður falia. Vindur gnýr fjöll, og hafið sverfur strendur. Römm öfl orka á jörðina og leitast við að rífa hana niður, og ef þau væru ein í leik, mundu þau um s'ðir jafna Iiin hæstu fjöll við sæ, þvi að þó að fjöllin sjeu mikii og traustleg eru þeim þó tak- mörk seít, en tímanum engin. En jarðeldar lilaða upp eldfjöll og veita hrauni á hraun ofan. Löndin lyftast og síga, hrukkast beyglast og brotna fyrir hinum duldu öflum í djúpi jarð- arinnar. Þannig orka tvenn öfl á jörð- ina og eiga í s feldu stríði. Önnur rifa niður. Hin hlaða upp. Önnur „vega upp tindana“. Hin jafna þá við sæ. Landslag og slaðhættir, f,öll og dalir, lönd og álfur, alt er þetta til orðið fyrir starf og slríð þessara afla, og alt er þetta að breytast sífeldlega. Jörðin er ekki fullsköpuð og verður það aldrei. Jörðin er að skapast. í hverju einasta landi jarðarinnar berjast þessi öfl, en hvcrgi sækjast þau fastar en hjer á landi.'Hjer er jörðin að skapast fyrir augum vorum. — Þingvellir og landið umliverfis þá sýnir glögglega þetta mikilfenglega sköpunarstarf náttúrunnar. Náttúr- unnar, sem reisir og rífur, elur og tortímir. Hvernig hefir þetta lista- verk nátiúrunnar orðið til? Lítið á Þingvallavatn og Þingvallahraun, Súlurnar, Skjaldbrcið, Hrafnabjörg, Tindaskaga, Kálfstinda og Hengla- fjöllin. Hvernig og hvenær liefir alt þetta skapast? — Jeg skal nú í örstuttum dráttum segja sögu Þingvalla, eins og fræði- menn ætla að liún sje, eftir þeim meginrúnum, sem náttúran sjálf hef- ir reist á hinum fornhelga stað, en rjett er þess að geta, að margar þeirra rúna eru enn óráðnar og bíða komandi fræðimanna og komandi kynslóða, þeirra sem meira girnast að vita um sögu lands sins en sú sem nú lifir eða lifað hafa frá því að Snorri goði spurði á Alþingi forð- um. „Hvat reidduz goðin þá, er hir hrann hraunit, er nú stöndu vcr á?“ Og saga mín hefst fyrir tugum þús- unda ára, á liinni miklu jökulöld. Yfir öllu landinu liggur bláhvít jökul- hreiða, svo að hvergi sjer á dökkvan d.l, nema í svartar hamrahyrnur út til stranda. Á þessum tíma eru eldgos tíð, einkum inni í landinu. Aska, gjall og hraunslettur berast út á jökulbreið- una, sökkva til botns og lilaðast sam- an undir jökulfarginu. Þannig ætla menn, að hin mikla móbergsbreiða uin mitt landið hafi skapast. Svo líða þúsundir ára. Eldur og ís skapa larid- ið og móta, en enginn kann frá þeim undrum að greina, sem verða í þeirri viðureign. Seint á þessum tiina taka mikil eldfjöll að stinga kollunum upp úr jökulbreiðunni. Þau hlaðast upp og hækka og spúa eldi og eimyrju yfir hinn hvíta jökul. Þannig skap- ast Henglafjöllin, Súlur og Ármanns- fell, Hrafnabjörg, Kálfstindar og Tindaskagi. — Og enn liða ár og ald- ir. — Jökulbreiðan tekur að þverra. Ilægt og liægt víkur jökullinn til baka, og geysimikill skriðjökull liggur fram um Þingvalladalinn, milli eldfjall- anna, sem gnæfa við himinn á báðar hendur. Og loks er landið örísa, og Þingvalladalurinn breiðir faðminn móti hinum fyrstu frjóum, sem sunn- anblærinn ber inn yfir hið frumvaxta, örlöglausa land. Og þannig líða þúsindir ára. Gróð- urinn grær í hinum þöglu, ónumdn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.