Fálkinn - 21.06.1930, Síða 23
F A L K T N N
23
unum cða tilteknum stöðum, scm
sje í Lögrjettu, í dómstólunum
og aö Lögbergi. Öll fóru þing-
störfin að jafnaði fram undir
beru lofti og í heyranda bljóði
og við mikla atbygli alls alménn-
ings.
Lögrjettu var svo fjrrirkomið,
samkvæmt ákvæðum Grágásar,
að umhverfis bana voru þrír pall-
ar eða bekkir og sátu 48 þing-
menn i hverjum, goðarnir á mið-
bekk, en umráðamenn þeirra
fyrir framan þá og aftan. Lög-
sögumaður sat einnig á miðpalli
og báðir biskuparnir eftir að
biskupsstólar voru settir. Störf
Lögrjettu voru þessi: Hún kaus
lögsögumann til 3ja ára í senn
og mátti endurkjósa hann eftir
vild, hún setti allsherjarríkinu
ný lög eða breytti gömlum (það
var kallað að r jetta lögin, þar af
nafnið) og bafði hver Lögrjettu-
maður rjett til þess að bera fram
laganýmæli, en Lögrjetta þurfti
að vcra fullskipuð til þess að
taka ákvörðun um þau, en mið-
pallsmenn einir áttu atkvæðis-
rjett. Ennfremur skyldi Lögrjetta
sjálf skera úr því, hver lög væru
í landinu, ef slíkum lögmáls-
þrætum var til hennar skotið af
borgurunum. Hver maður scm
var bafði rjett til þess að heimta
slíkan úrskurð, með kröfu að
Lögbcrgi og voru þingmenn þá
skyldir að ganga til Lögrjetlu að
viðlagðri rcfsingu, og fella úr-
skurð í málið með atkvæða-
grciðslu. Loks skyldi leita i Lög-
rjettu ýmsra leyfa eða afbrigða
um dómsefni og fleira og gat
Lögrjetta veitt þessi leyfi þótt
hún væri ekki fullskipuð, cf mið-
pallur var það. Að þessu lcyti má
segja, að Lögrjetta hafi cinnig
haí't nokkurt framkvæmdavald,
á nútímavisu, því slikar lcyfaveit-
ingar eru nú í höndum fram-
kvæmdavaldsins. Að síðustu er
svo þess að geta, að Lögrjettan
var fulltrúi rikisins út á við, eða
í fyrirsvari fyrir það, þegar á
slíku þurfti að balda, einsog fyr-
ir kom t. d. þegar Noregskon-
ungar vildu scilast til yfirráða
eða áhrifa í landinu, en voru
gerðir afturrelca af Lögrjettu.
Lög þau, sem Lögrjetta sam-
þykti skyldi tilkynna öllum al-
menningi á sjerslökum stað á
þinginu, s. s. að Lögbergi. Þar
skyldi einnig birta stefnur og
fleira það, sem allur þingheimur
átli að fá vitneskju um. Þar sagði
lögsögumaður einnig upp lögin,
Lögberg var því einhver hinn
merkasti og fjölsóttasti staður
þingsins og háður yfirráðum lög-
sögumanns. Þessi slaður var á
bergi (þar af nafnið) í lægra
barmi Almannagjár, og áheyr-
endur sátu eða stóðu um g'jána
fyrir ncðan, en hár og þverhnípt-
ur hamraveggurinn í hinum gjár-
barminum tók við hljóðinu og
kastaði því aftur út yfir gjána
og er þarna prýðilega hljóðbært
eins og enn má lieyra.
Deilur hafa annars staðið um
það meðal fræðimanna hvar
hinn rjetti Lögbergsstaður væri.
En fornar frásagnir um þetta
eru óljósar. Til skamms tíma var
oftast talið svo, að Lögberg liefði
verið á rimanum milli Flosagjár
og Nikulásargjár. En þetta getur
ekki verið rjett og eru fræði-
menn því löngu horfnir frá
þeirri skoðun, en lcom samt lengi
vel ekki saman um það, hver
annar staður væri rjettari. Sá
Lögbergsstaður, sem ákveðinn
liefir verið í sambandi við þús-
und ára liátíðina er settur sam-
kvæmt skoðun Eggerts Briems
frá Viðey.
Auk þeirra starfa, sem nú hafa
verið nefnd hafði Alþingi með
höndum dómstörf. Sjerstakur al-
þingisdómur liefir verið til frá
upphafi, en þegar fram á leið þjóð-
veldistímann, eða eftir 1004 eru
dómsstig þjóðarinnar þrjú. Fyrst
voru dómsstólar heima í hverju
hjeraði eða þingi, þá fjórðungs-
dómarnir á Alþingi og loks„fimt-
ardómurinn“, sem á sínum tíma
varð einskonar hæstirjetlur rík-
isins í tiltelcnum málum. En áð-
ur, eða fram til 1004 voru fjórð-
ungsdómarnir hæstirjettur, sem
ekki varð áfrýjað málum frá, en
jafnframt voru þeir einnig fyrsti
og eini dómstóll í sumuin mál-
um, eins og fimtardómur seinna,
þ. e. a. s. sum mál urðu ekki
rekin nema fyrir einum rjetti.
Ennfremur var svo til í landinu
prestadómur, sem Grágás gerir
ráð fyrir. En ekki er það alveg
víst livenær hann var fyrst sett-
ur, ef lil vill ekki fyr en með
Krislinrjetti hinum forna, eða á
öndverðri 12. öld. Þessi dómur
dæmdi aðeins mál presta út af
brotum gagnvart biskupi og var
skipaður 12 prestum, útnefndum
af biskupi. Annars gætir þess ekki
á íslandi, að kirkjan liafi nein
sjerrjettindi um löggjöf eða
dóma. Ilún var ríkisstofnun og
æði veraldleg og mjög þjóðleg
og þjónar hennar Íiáðir rikis-
valdinu einu og lögum þess jafnt
og aðrir borgarar. En síðar á
Öldum urðu miklar viðsjár út af
sjerstöðu og dómsvaldi kirkjunn-
unnar og höfðu þær mikil álirif
á alt opinbert líf þjóðarinnar.
Af öllum þeim stofnunum Al-
þingis og störfum, sem nú hafa
verið rakin eru miklar sögur og
oft merkilegar I íslenskum lieim-
ildum. Lögsögumannatal verður
rakið óslitið frá upphafi og ár-
settur embættistimi hvers og eins
frá Olfljóti og Hrafni Hængssyni.
Lögsögumennirnir voru 42 (að
Úlfljóti meðtöldum) fram að
1271, en þá er titli þeirra breytt
og þeir nefndir „lögmenn“ og
voru þeir 95 fram að 1800 er hið
nýja skipulag kemst kr eða alls
137. Meðal hinna fornu lögsögu-
manna voru ýmsir helstu og
bestu menn þjóðarinnar, t. d.
Snorri Sturluson hinn frægi
sagnaritari er tvívegis gegndi em-
bættinu. Þeir lögsögumenn, sem
lengst sátu í embættinu voru
Skafti Þóroddson í 27 ár (1004
—1030), Markús Skeggjason í
24 ár (1084—1107) og Gisur
Hallsson i 20 ár (1181—1200)
Þau Alþingisstörf, scm hingað
til hefir verið sagt frá cru ein-
ungis hin svokölluðu alvarlegu
störf. En gildi Alþingis í þjóðlíf-
inu er ekki lýst til fulls með frá-
sögn um löggjafar- og dómsstörf-
in ein. Alþingi var einnig merki-
leg og áhrifamikil miðstöð fyrir
fjelagslíf og samkvæmislíf þjóð-
arinnar. Til Þingvalla kom á
hverju sumri blóminn úr höfð-
ingjalýð landsins, gamlir, lög-
spakir ættarhöfðingjar og fyrir-
mannlegar konur, ungar og fagr-
ar stúlkur og glæsilegir og vaskir
ungir menn, uppvaxandi liöfð-
ingjar i lijeruðum sínum, eða ný-
komnir úr utanförum, oft frá
konungum og jörlum á Norður-
löndum eða i Bretlandi. Á Þing-
völlum mátli þá sumardaga, sem
þingið stóð, sjá mikið fjölmermi
og fjörugt líf, skartmikinn búnað
og skínandi vopn. Þar voru iðk-
aðar ýmsar iþróttir, því Islend-
ingar voru rniklir íþróttamenn og
lögðu ríka áherslu á líkamlegt
uppeldi. Þar fóru fram glímur,
sund, stökk, knattleikar og hesta-
at. Þar var einnig mikið um það,
að sögur væru sagðar af islensk-
um alburðum og erlendum, nýj-
um og gömlum og varð þipgið
því einnig að vissu leyti einskon-
ar fræða- og frjettamiðstöð þjóð-
lífsins.
En Alþingislífið var samt ekki
ávalt eintómt sólskinslíf. Þar
voru einnig oft viðsjár og víga-
ferli og þangað komu fátækir
menn og förulýður. Þangað kom
einnig mikið af kaupsýslumönn-
u mog höfðu verslanir. Enn er
getið um bruggara og ölbúðir
þeirra og um skósmiði (sútara),
sverðslípara (sverðskriða) og
trúða, sem sýndu listir sinar
fyrir fólkið. Sjálfsagt hefir oft
verið sukksamt á þingi.
Alþingi var þannig frjáls sam-
komuslaður þeirra, sem fylgjast
vildu með i þjóðmálum eða fje-
lagslífi og samkvæmislífi. En
sumum mönnum var beinlínis
lögð sú lagaskylda á herðar að
sækja Alþingi. Þannig voru goð-
ar skyldir að sækja þing sjálf-
ir, eða ef þeir voru forfallaðir
gátu þeir sent umboðsmann til
þcss að fara með goðorðið. Goði
gat einnig kvatt með sjer til þing-
reiðar eftir vissum reglum á-
kveðna tölu þingmanna sinna. ní-
unda hvern mann hinna efna-
meiri. Þeir, sem löglega voru
kvaddir til þess að bera kviðu cða
vætti voru cinnig skyldir til þing-
reiðar, svo að sjálfsögðu þeir, er
þar höfðu mál að flytja. Þeir,
scm skyldir voru til þingreiðar
fengu nokkra borgun, svoriefnt
þingfararkaup, og greiddu það
þeir, sem heima sátu eftir viss-
um reglum og eftir því hversu
þeir voru efnum búnir.
Þingið var lialdið síðast i júní
árlega og stóð um hálfsmánaðar-
tíma. Um þingtímann liöfðust
menn við í svonefndum „búðum“
og var liver goði skyldur að sjá
öllum þingmönnum sínum fyrir
búðarrúmi. Búðarveggirnir voru
lilaðnir úr grjóti og torfi, á þann
hátt sem venjulegt var um húsa-
byggingar, en um þingtímann
var tjaldað þaki yfir þær úr vað-
málum og venjulega einnig
breidd innan á veggina vaðinál eð
skrautleg veggtjöld, eftir því
sem hver hafði getu til eða efni
á. Margar búðirnar bjá helstu
liöfðingjunum voru mjög stórar
og glæsilegar á að sjá og sjer
ennþá merki sumra þeirra (t. d.
einkanlega búðartóftir Snorra
goða, sem frá er sagt í Eyr-
byggju).
Flestar tóftir, sem nú má sjá á
Þingvöllum munu að vísu vera
yngri en frá þjóðveldistímanum,
en margar gerðar upp úr fornum
tóftum eða á sömu stöðum. Hið
forna búðaskipulag verður því
ekki fullkomlega sjeð af þeim
tóftum, sem nú eru eftir. En i
gömlum heimildum er oft vikið
að þessu efni en hvergi mjög
nákvæmlega. I Grágás er svo að
orði komist að hver þingmaður
skuli liafa búðarrúm hjá goða
sínum og skyldi hverjum ætlað
sjcrstakt rúm, sem afmarkað
væri með tjöldum um þvera búð.
Margar búðir hafa því þurft að