Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 32

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 32
32 F A I- K I N N o -"iiiiiii” o -"iiiur o -"miin- o -":an." o -"imiu- o -"iiiiu.- -"imu.- o -"niin." o.-"iiun.- o -"uiin..- o -"uiiu.- o -"iiiiu." o ! r ! J Sagnaritun Islendinga. J o o f Eftir Guðna Jónsson, mag. art. f o o -miiit"' o -«iiiiu." o -"iiiiiu' o -«niiu." ó o ss O •‘"Hlliii'' o O •"Ofin- O •••tlHlii'' O ‘,,tHltlll,• o •‘*!!!!T>*', Sagnaritun íslendinga ó 12. og 13. öld er það menntaafrek, seni þeir hafa jafnan fengið mcst og óskiflast lof fyrir bæði hjá innlendum og er- lendum fræðimönnum á síðari tím- um. Menn hafa jafnvel ekki getað gert sjer grein fyrir j)vi, hvernig skýra ætti og slcilja, að jafn-fámenn og landfræðilega afskekt ]>jóð, sem íslendingar, skyldi geta afkastað svo miklu og góðu verki, sem raun er ó, og verið öndvegisþjóð germanskr- ar menningar um fullar tvær aldir, þegar þjóðleg mcnning annarsstað- ar á Norðurlöndum var á mjög lágu stigi. Þess vegna hafa sumir crlend- ir fræðimenn viljað halda jivi fram, að fslcndingar hafi lærl af öðrum l)jóðum að rita sögur sinar og vilja j)akka ])að erlendum áhrifum, að ís- lendingar hófu sina merkilegu ritöhl. Þessi skýring er þó engan veginn full- nægjandi og hún nægir aldrei til l)ess að gera það skiijamegt, tivers vegna íslendingar rituðu svo vel sem þeir gerðu, hversvegna orðsnildin og frásagnarlistin náði svo háu þroska- stigi hjá þeim, sem raun varð á. Hún skýrir ekki heldur, hvernig á því stóð, að sagnalist og áhugi á ýms- um öðrum fræðigreinum gat orðið jafn almennur, sem hann virðist hafa vcrið. Það var ekki aðeins í sagna- rituninni, sem íslendingar stóðu framar frændþjóðum sinum á þessu tímabíli, lieldur í ýmsum öðrum greinum. Þannig má segja, að frá þvi um aldamótin 1000 og lil loka 13. aldar yrki íslendingar einir það, sem ort var af þjóðlegum kveðskap á Norðurlöndum. Á 12. og 13. öld eru íslendingar langt á undan öðr- um í málfræði og bragfræði (höf- undur 1. málfræðisritgerðarinnar, Þóroddur rúnameistari, Snorri Sturlu- son) og skara fram úr í stjörnufræði og rúntfræði (Stjörnu-Oddi); jafn- vel landafræði mætti enn nefna. Vjer sjáum af þessu, að til þess að skýra, livernig fslendingar gátu skapað hók- mentir sitiar á 12. og 13. öld, er engan veginn nóg að taka sagna- ritunina út úr og segja, að hún sje til orðin fyrir erlend áhrif. Því það er sama hvert litið er á þessu tíma- bili meðal íslendinga: alstaðar blasir við skapandi menning og blómlegt andlegt líf; þjóðin öll er cins og í „ekstase“; hún ræður yfir svo miklu lifsmagni og það er svo mikil gró- andi í þjóðllfinu, að uppskeran verð- ur miklu meiri en þjóðin sjálf þarf að nota; hún hefir efni á þvi að miðla öðrum í ríkunt mæli; ekkert mannlegt verður lienni óviðkomandi. Hún verður merkisberi þeirrar menn- ingar, sem hinn norræni kynstofn hafði tileinkað sjer og verið að skapa öldum santan. Hún verður öndvegis- þjóð, sem nýtur • hvarvetna trausts og virðingar erlendis fyrir fræðistörf sín og frábæra kosti. Þegar enski rit- höfundurinn Giraldus Cambrensis á 12. öld segir, að á íslandi búi „stutt- orð og sannorð þjóð“, þá er þar i einni stuttri setningu lýst þeim þjóð- areinkennum íslendinga á þessu tima- bili, er m. a. sköpuðu hin innri skil- yrði fyrir „klassiska“ sagnaritun. Það er ekki ætlunin með grein þessari að rekja orsakirnar til þess, að íslendingar urðu forysluþjóð nor- rænnar menningar á 12. o- 13. öld. Til þess þarf langt mál. Hjer verðum vjer aðeins að muna það, að íslend- ingar voru forystuþjóð á þessum tima og þjóðlíf þeirra og menning óvenju- lega merkileg. Um þetta sannfærast menn að því skapi betur sem þeir hafa kynt sjer rœkilegar sögu og bókmentir þjóðarinnar á þessum öld- um. Hinni fornu sagnaritun má skifta í tvo aðalflokka, annars vegar sögur um útlend cfni og ber þar inest á kónungasögunum, en liins vegar sög- ur og fræðiril um innlend efni og ber þar hæst sögur þær, sem í þrengri merkingu eru nefndar ís- lendingasögur. Þessar tvær greinir sagnaritunarinnar þróast nokkurn- veginn jafnhlið) og ná hámarki sínu um likt leyti þó þannig, að konunga- söaurnar cru heldur á undan þegar i upphafi. Það _er svo að sjá, sem fs- lendingar hafi byrjað sagnaritun sina á því, að skrifa um Noregskon- unga (Sænnindur fróði), en brátt hafi þeir beint athygli sinni inn á við og tekið að færa í letur ísleiiskar sögur og sagnir, er geymst höfðu á vörum þjóðarinnar frá þvi á land- námsöld og söguöld (Ari fróði o. s. frv). Sú stefna, sem er algerlega ráð- andi í elstu sagnaritun íslendinga, er vísindastefnan, sem svo má knlla, en hún er því fólgin að segja ekk- ert nema sannleikann og scgja liann í stuttu máli án allra útúrdúra, það er m. ö. o. að vera „stuttorður og sannorður“. Ágætasta verk af þessu tagi og jafnframt hið elsta, sem vjer eigum, er íslendingabók Ara fróða, þar sem saga þjóðarinnar er sögð eftir bestu og áreiðanlegustu heim- ildum á fáeinum blaðsíðum, en þó svo ljóst og skýrt, að vjer söknum í rauninni engra aðalatriða. Hið mikla gildi Ara í íslenskum bók- mentum liggur ekki eins mikið í þvi að hann er fyrsti rithöfundurinn, sem skrifar um innlend efni, heldur miklu fremur í hinu að hann mark- aði stefnuna þeim, er á eftir komu á tvennan hátt; annarsvegar var hann brautryðjandi vísindastefnunnar í sagnarituninni og hinsvegar skrifaði hann fyrstur manna sögurit á ís- landi „at norrænu máli“ eins og Snorri Sturluson fekur fram í for- mála Heimskringlu. Þetta veldur því, að Ari hefir oft verið nefndur „fað- ir hinnar íslensku sagnaritunar“ og er það sannnefni og eins hitt, að faðernið er hið ágætasta. Það verð- ur seint ofþakkað, að Ari slcyldi faka þann sið upp að rita á móður- máli sinu, þrátt fyrir þá örðugleika, sem það hefir haft í för með sjer í fyrstu. Með því að stíga það merki- lega spor var úr þvi skorið, livort íslendingar skyldu eignast þjóðlegar bókmentir á sínu eigin máli eða lalneskar klerkabókmentir, sem al- þýða manna hafði cngan aðgang að. Það, sem ritað er á 12. öldinni eft- laust miklu minna að vöxtum, en alment liefir ætlað verið. Það, sem þá var fært í letur, mun einkum hafa verið ættvísi (Ölfusingakyn, Breið- firðingakynslóð, Ivolskeggur fróði o. fl.). Þá hefir efniviðnum i Land- námabók verið safnað og margar af ættartölum fslendinga sagnanna ver- ið skrifaðar. Hins vegar hafa mjög fáar og jafnvel engar Islendinga sögur verið skrifaðar fyrir 1200, eins og komið hefir ineðal annars í Ijós við rannsókn mína á Landnámu og samanburði sagnanna við hana. En á þessum tíma, síðara hluta 12. ald- ar, skrifa íslendingar allmikið af konunga sögum (Hryggjarstykki, Á- grip, Ólafssaga Odds muiiks o. fl.) og kennir þar auk vísindastefnunnar annarar stefnu, er miðar að því að gera sögurnar skemtilegri aflestrar, krydda efnið með smásögum og ganini. Um 1200 má þegar greina ljóslega milli þessara tveggja stefna, vísindanna og skemiunarinnar, en þó er ekki hægt að benda á neitt rit frá þeim tíma eða eldra, þar sem fullkomið samræmi sje milli þeirra beggja. En vjer sjáum þegar, að þarna er falinn möguleikinn til þess að skapa „klassiska“ sagnaritun, þar sem báðum stefnunum sje gert jafn- liátt undir liöfði og þess gætt, að báð- ar njóti sin í sem fylstu samræmi. Það vantaði aðeins manninn, sem kunni full tök á því að beita þeira í þjónustu sína. Og mennirnir komu og listaverkin sköpuðust. Snorri Sturlu- son kom og ritaði Heimskringlu; ó- þektir snillingar komu og rituðu hin- ar bestu íslendinga sögur, Egils sögu, Ilrafnkels sögu, Laxdælu, Njálu og allar hinar, sem hjer er ckki hægt að nefna. Án skilnings á þróuninni í sagnaritun forfeðra vorra, getum vjer ekki gert oss skynsamlega grein fyrir því, hvers vegna rit eins og Heimskringla, Egils saga, og Njála urðu til, hvers vegna þau bera á sjer enn í dag fyrir sjóiium nútíðarmanna merki ódauðlegrar listar bæði að efni og búningi. Slík rit verða ekki til alt í einu, án þess að jarðveg- urinn sje margplægður fyrir. Lista- verkin hlaupa ekki alvopnuð út úr liöfði Seifs eins og Aþena. Sliake- speare hefði ekki skrifað Hamlet eins og hann gerði, ef liann hefði ekki kynst riti Saxos. Goetlie hefði ekki getað samið Faust eins og hann gerði, ef liann hefði ekki sökt sjer niður í gríska goðafræði og heim- speki. Og lil þess að taka dæmi nær myndi Hallgrímur Pjetursson ekki hafa orkt Passíusálma sina eins og Eintal sálarinnar. Snorri Sturluson gat gert Heimskringlu að snildar- verki vegna þess, að konungasög- urnar áttu sjer langa þroskaleið að baki. Snorri stóð á herðum fyrir- rennara sinna, notaði það, sem þeir höfðu af mörkum lagt, en bætti al- staðar um sjálfur, lagfærði og fór um það meistarahöndum. Þannig verða öll listaverk til og sá, sem best gerir, gerir í rauninni elcki annað en bæta um það, sem aðrir hafa gert á und- an honum. Það var svo margt, sem stuðlaði að þvi, að vekja og glæða áhuga ís- lendinga á sögum og þjóðlegum fræð- um, en af því skal hjer aðeins gct- ið um eitt atriði, Alþingi hið forna. Eins og vjer eigum hinum fornu sagnariturum vorum að þakka flcsta þá vitneskju, sem vjer höfum um al- þingi, þannig eigum vjer Alþingi að þakka framar nokkurri annarri stofn- un í landinu, að sagna-fróðleikur og önnur visindi gátu blómgast Jafn- alment, sen) þau gerðu með þjóðinni. landsfjórðungum, spurðu tíðinda og sögðu hver öðrum það, sem gerðist í sinni sveit og þannig gátu hjeraðs- sagnir og viðburðir orðið eign allra landsmanna. Alkunnugt er dæmið um íslendinginn sögufróða við hirð Har- alds harðráða, er hann varð að segja þar úlfararsögu konungs sjálfs. Þá er konungur spurði hann, hvar hann hefði lært söguna, sagðist hann hafa numið hana smám saman á Alþingi af Halldóri Snorrasyni, er verið hafði með konungj í suðurferðum hans. Þá er ekki síður merkileg frásaga Egils sögu um Egil Skallagrímsson og Ein- ar skálaglamm, er þeir hittust á Al- þingi og fóru að tala um skáldskap og spurði Einar margs af ferðum Eg- ils á yngri árum lians, en sagði hon- um aflur á móti ný tíðindi úr Noregi. Þótti Agli gott að tala við Einar og urðu þeir góðir vinir síðan. Þessi dæmi nægja til þess að sýna, hví- lík miðstöð menningar og fróðleiks alþingi hið forna var. Þegar skrifuð er saga bókmenta vorra í fornöld verður ekki hjá þvi komist að minn- ast alþingis, sem eins af þeim merk- ustu ytri skilyrðum, er sköpuðu hið fjölbreytta og glæsilega mentalif þjóðarinnar á 12. og 13. öld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.