Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 36

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 36
36 F Á L K I N N °ts !&sdki\fksdksi&&JksdksdkrJk»iÉtsi>jkx&rJktdksa3t* SAMGÖNGUMÁL ÍSLANDS. Það er álit fróðra manna, að Islendingar hafi í lok landnáms- aldar átt tim eða yfir hundrað kaupskip (knerri), sem sjófær voru til utanlandssiglinga. Má segja, að í þá daga hafi þeir að mestu getað annast samgöngur við útlönd sjálfir. En smámsam- an fóru þeir að gerast heimakær- ari. Norðmönnum fjölgaði í sigl- ingum en skip Islendinga fúnuðu niður og ný komu ekki i staðinn. Um það leyti, sem íslendingar gengu Noregskonungi á hönd mun islenskur skipastóll um það bil hafa verið liorfinn úr sögunni. Siglingar og sjálfstæði fylgdust að í dvalann. Og skiplaus varð íslensk þjóð síðan alt fram á þessa öld. Til- raunir voru gerðar til þess að eignast skip til þess að skerða of- urlítið einveldi erlendra manna í samgöngumálum, en þær mistók- ust flestar. Má þar minnast á skipakaup Guðhrands Hólabisk- ups. Erlendir kaupmenn, flestir með einokunarbrjef upp á vas- ann önnuðust sigiingar til lands- ins í margar aldir, á sama hátt og stórveldi annast siglingar lág- stæðra þjóðflokka. Sjaldnast var spurt að því, hvað þjóðinni væri fyrir bestu, heldur sat hagur kaupmannanna og þægindi fyrir. Þjóðin var eins og skipbrots- maður á eyðiskeri og svelti þeg- ar kaupmanninum þóknaðist. Island er afskekt land. Fjar- lægð Reykjavíkur frá Bergen er 855 sjómílur, frá Niðarósi 995, frá Leith 920, frá Liverpool 865, frá Hamborg 1255 og frá Kaup- mannahöfn 1536 sjómilur. Is- lands álar voru breiðari en svo að örmagna þjóð gæti brúað þá. En að íslensk brú til útlanda yrði nauðsynlega að vera til sáu allir, sem dirfðust að hugsa um velferðarmál Islands. Jón Sig- úrðsson gleymdi ekki þessu og gerði tilraun til að stofna fjelag, sem ræki siglingar með liag Is- lands fyrir augum og f jekk Norð- menn í lið með sjer. Og þjóðin öll lærði að skilja það og sýndi þetta í verki með stofnun Eim- skipafjelags íslands, sem nú á 6 skip og rekur siglingarnar með hag þjóðarinnar fyrir augum og sækir lieim þær hafnir, sem út- lendu fjelögin vilja ekki líta við, vegna þess að ekki er gróði að því, að koma þar við. Eftir að verslunin var orðin frjáls að nafninu voru það nálega Danir einir sem hjeldu uppi sigl- ingum hingað lengi vel. Frá 1776 til miðrar síðustu aldar kom eitt póstskip til landsins á ári. Fyrsta gufuskipið kom hingað til lands 1858 en 1875 var svo langt kom- ið að eitt eimskip kom liingað sjö ferðir á ári. Sameinaða fje- lagið í Kaupmannahöfn hefir lengst af haft siglingar með höndum á síðustu áratugum síð- an 1876, og var eitt um hituna þangað til Thorefjelagið var stofnað í Kaupmannaliöfn 1903 fyrir forgöngu Tlior E. Tulinius stórkaupmanns; breyttust sigl- ingar hæði við útlönd og innan- lands mjög til batnaðar við starf- semi þess, en því miður varð þetta fjelag, sem tvímælalaust hefir unnið landinu stórgagn, að hætta starfsemi sinni. — Þá kom Bergenske Dampskibsselskab til sögunnar árið 1908 og liefir liald- ið uppi siglingum síðan, að und- anteknum ófriðarárunum. Sam- einaða og Bergenske halda enn- þá uppi samgöngum liingað, hið fyrra með þremur skipum og hið síðara með tveimur. Ber- genske stofnaði fyrst allra fje- fjelaga til reglubundinna áætlun- arférða milli Bergen og Reykja- víkur og hefir liraðferðir tvisvar í mánuði á sama vikudegi alt ár- ið og hið sama hefir Sameinaða gert síðustu árin og bygt ný skip til ferðanna milli Reykjavikur og Islands („Island“ og „Dronning Alexandrine“) en þriðja skipið, „Botnia“ er mestpart í förum milli Reykjavíkur og Leith. Skip Bérgenske eru „Lyra“, sem ann- ast hraðferðirnar og „Nova“, sem fjelagið ljet smíða til ferð- anna kringum land. — Um Eim- skipafjelag íslands vísast til sjer- stakrar greinar, sem birt er í þessu blaði á 55 blaðsíðu. Strandferðirnar hafa lengi ver- ið sá þáttur samgangnanna á sjó, sem erfiðast hefir verið að rækja. Utanlandssamgöngurnar mátti reka með liagnaði en hitt hlaut á- valt að verða bundið beinum út- gjöldum, að sigla á hinar smærri hafnir kringum landið. En með því að samgöngur á landi voru litlar milli landsfjórðunganna varð ekki komist hjá strandferð- um. En svo bágar voru þær fram yfir miðja öldina sem leið og enda fram á síðustu áratugihenn- ar, að þess eru dæmi, að menn sem fluttu búferlum milli Rvikur ogNorður-og Austurlands urðu að taka á sig krók til Kaupmanna- hafnar til þess að komast þessa leið. — Fyrir nær 30 árum reyndi landsstjórnin að taka skip á leigu til strandferðanna og sá rekstur varð svo dýr, að hann hlaut að hætta. Var þá Sameinaða fjeag- inu falið að laka að sjer ferðirn- ar gegn ríflegu framlagi úr land- sjóði og bygði fjelagið tvo skip, „Hóla“ og „Skálholt“ til ferð- anna og hjelt þeim uppi í allmörg ár, þangað til Thorefjelagið tók þær að sjer og bygði til þeirra skipin „Austra“ og „Vestra“; hafði fjelagið aulc þess slcipið „Pervie“ í strandferðum að nokkru leyti. Síðan 1917 liafa strandferðirnar verið reknar af ríkissjóði, fyrst með „Sterling“, er keypt var til þeirra ferða 1917 og síðan með skipinu „Esja“, sem var bygt til þeirra, en Eim- skipafjelagið annaðist stjórn þeirrar útgerðar til síðustu ára- móta, að ríkið skipaði sjerstak- an útgerðarstjóra. Á þessu ári liefir annað skip verið keypt til strandferðanna í viðbót við „Esju“. II. Fram undir lok síðustu aldar mátti Island heita vegalaust land. Hesturinn og mannsfæturnir höfðu verið liin einu samgöngu- tæki landsbúa alt frá öndverðu, þjóðbrautirnar voru hlykkjóttir götuslóðar hestanna, brýr voru engar en vötn riðin á vöðum, þar sem til botn náðist en annarsferj- að og hestarnir sundlagðir. Hinar fyrstu tilraunir til vegalagninga hjer báru lítinn árangur. En á síðasta fjórðungi siðustu aldar liefir þó eflaust verið unnið meira að vegagerð og brúa, en samtals áður frá því að land bygðist. Norski verkfræðingurinn Hovde- nak var sá, sem kom skipulagi á íslenska vegagerð og fyrir alda- mótin síðustu var suðurlands- brautin, sem enn er lengsti ak- vegur Islands komin austur yfir Þjórsá og hinar fyrstu stórbrýr á landinu komnar á Ölfusá og Þjórsá. Vegalagningunni miðaði ekki hratt áfram, en þegar litið er á fjárframlögin til veganna verður ekki annað sagt, en að mikið hafi fengist fyrir pening- ana. Rjett fyrir ofan Lækjar- botna stendur steinn við suður- landsbrautina, með ártalinu 1887. Hann segir til um, hvað brautin hafi verið orðin löng það ár. En síðan hefir verið unnið vel, þó mikið eða mest sje enn ógert. Framlög ríkisins til brúa og vegalagninga hefir aukist ár frá ári það sem af er þessari öld, enda eru vegalagningar orðar talsverðar á því timabili. Svo mikið hefir unnist á, að nú er farið að tala um auðu kaflana, sem enn sjeu ógerðir á aðal þjóð- vegunum, í stað þess að fram að þessu hafa akvegir landsins ver- ið taldið í spottum út frá kaup- stöðum landsins, og þá helst frá Reykjavík. Akvegurinn austur í sýslur, sem nú nær austur undir Hlíðarenda í Fljótshlíð, með liliðarálmum á Stokkseyri og Eyrarbakka, upp á Skeið og austur í Hreppa, upp Holt, Landsveit og Ásahrepp, mun vera lengsta og kvíslaðasta flutningaæð landsins, þeirra sem bifreiðar geta notað. En frá kaup- stöðunum eru víða komnar all- langar flutningabrautir og frá ýmsum verslunarstöðum. Reykja- vík er þó miðstöð flutninganna á landi eins og sjó; ganga þaðan flutningabrautir til Hafnarfjarð- ar og suður á Reykjanes og norð- ur á bógiiin til Kjalarness og Þingvalla auk þeirra, sem áður eru nefndar. Síðarnefnda leiðin liefir verið farin áfram norður á bóginn j-fir Kaldadal, tvö síðast- liðin sumur, niður hjá Húsafelli og á veganet Borgarfjarðar og þaðan norður Norðurárdal yfir Holtavörðuheiði, til Hvamms- tanga og Blönduóss og áfram alla leið til Akureyrar, en þaðan er verið er verið að leggja veg austur á bóginn. Þó má ekki skilja svo, sem að samfeldur alc- vegur sje á öllum þessum kafla, heldur er vegur ólagður á greið- færustu spottunum og er ekki um bifreiðaakstur að ræða þar, nema þegar vel vorar og sumar er þurt. Vestfirðir eru útundan með vega- kerfi, enda hagar svo til þar, að ilt er að leggja akvegi. Á Austur- landi liefir hinsvegar mikið ver- ið unnið að vegagerð. Það þótti tíðindum sæta, þeg- ar farið var í fyrsta sinn á bifreið milli Reylcjavíkur og Akureyrar. Þegar fyrsta bifreiðin sem til Is- lands kom, og dregin var af liest- um austur á vegum, eða ýtt á- fram af áhorfendum á Reykja- víkurgötum, þegar á þurfti að lialda, hefði fæsta órað fyrir því, að á árinu 1928 væri hægt að komast á landi frá Reykjavík til Akureyrar á vjelknúnu sam- göngutæki. En þetta er nú komið fram og meira að segja eru far- in að gerast dæmi þess, að vjel- knúnir vagnar bjóði byrginn snjó sem tæplega hefir þótt hestum í leggjandi. En þetta gerðist á síð- astliðnum vetri, er snjóbíllinn fjekk að reyna hvað hann gæti. Þær umbætur, sem orðið hafa i samgöngum á landi, hafa ekki gerst án tilfinnanlegra útgjalda fyrir rikissjóð. En reynslan af því, sem gert hefir verið í vega- málum hefir ekki orðið til þess, að draga úr. Hún liefir þvert á móti orðið til þess að auka ágirnd löggjafanna til þess að leggja ak- vegi og brúa ár. Og brúargerð- irnar standa máske lijarta þjóð- arinnar enn nær en vegalagning- arnar. Að aka þurrum fótum yfir ár, sem áður voru liverjum manni til miska, er æfintýri, sem fæstir liefðu getað samið fyrir svo sem 50 árum, hjer á landi. Nú eru flest stærstu vatnsföll landsins brúuð: stórár Suður- lands Ölfusá og Þjórsá og Jök- ulsá, — Lagarfljót, Hjeraðsvötn, Blanda — svo að aðeins sjeu nefnd noklcur. Og nú byggja ís- lendingar brýrnar sjálfir og brúa stórfljót, sem áður þóttu óvið- ráðanleg. Það sem unnið liefir verið í vegamálum sannar, að hægt er að vinna það, sem á vantar til þess að koma málum þessum í rjett horf. Og um það er rnest vert, því að þá verður það gert!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.