Fálkinn - 21.06.1930, Síða 45
F Á L K I N N
45
Jakob Hálfdánarson.
Pjetur Jónsson.
Hallgrimur Kristinsson.
Jónas Jónsson.
SigurÖur Jónsson.
Torfi Djarnason.
ir króna. Sjóðir Sambandsins
eru um 1.200.000 kr., en sjóðir
þess og fjelaganna samanlagðir
yfir 5.000.000 króna.
Tilgangur fjelaganna hefir frá
öndverðu verið sá, að leitast við
að tryggja fjelagsmönnum sann-
virði á erlendri vöru, vanda sem
mest og ná sem hæstu vcrði fyr-
ir framleiðsluvörur landsmanna
og safna veltuf jársjóðum, til þess
að vinna bug á skuldaverslun-
inni, scm hcfir jafnan vcrið þrá-
látur fylgifiskur íslenskra stað-
liátta. — Hin uppeldislega við-
leitni liefir linigið að þvi, að auka
tiltrú, fjelagsþroska og skilvísi.
Fyrstu verkanir samtakanna
urðu þær, að verð á erlendri vöru
lækkaði um 25% í vörslum f je-
laganna frá því sem hafði verið
i verslunum selstöðukaupmann-
anna dönsku. Með starfsemi fje-
laganna var fyrst unninn veru-
legur hugur á yfirgangi og okri
erlendra verslunardrotna. — Síð-
ar risu upp við hlið fjelaganna
ýmsir ötulir kaupmcnn innlend-
ir, sem tóku þátt í baráttunni um
að draga verslunarumráðin í
hendur landsmönnum sjálfum.
Einn merkasti þáttur í starf-
semi fjelaganna var hætt með-
fcrð á framleiðsluvörum bænda.
En á henni liafði verið cinna
mestur misbrestur í fari liinna
erlendu verslana og er þá langt
jafnað. Kaupfjelag Þingeyinga
hóf snemma umhætur á verkun
og flokkun ullar. Slátrunarliús
risu upp á vegum fjelaganna,
smjörhúin o. fl.
Samvinnufjelögin íslensku áttu
í fyrstu mjög örðugt uppdráttar
fyrir margra hluta sakir. Al-
menn fátækt, alger skortur á
veltufje og innlendum lánsstofn-
unum orsakaði það, að verslun
fjelaganna bygðist að miklu á
skuklaskiftum við erlenda lán-
ardrotna. Urðu slíkar búsifjar
eins og fjötur uin fót samtak-
anna. Þessar staðreyndir voru og
jafnframt orsök þess, að fjelags-
mennirnir og fjelögin sín á milli
urðu að hindast sameiginlegri á-
byrgð. Enginn önnur tryggingvar
tekin gild af erlendum lánar-
drotnum.
I öðru lagi hlutu fjelögin þeg-
ar i öndverðu mcgna andstöðu
hinna erlendu kaupmanna, sem
tóku hrátt að ofsækja þau með
ýmislegum ráðum. Eigi síst fyr-
ir atbeina þeirra, var beitt þung-
um skattaálögum á fjelögin. Var
það upphaf langrar haráttu fje-
laganna í misjafnri sambúð við
keppinauta og þrálátrar og sein-
virkrar haráttu þeirra að öðlast
rjettarvernd að íslenskum lögum.
Áttu fjelögin í stöðugum mála-
fcrlum út af skattaálögum. Var
þeim málum um skeið svo kom-
ið, að forráðainenn Sambands-
ins ráðgerðu flótta til annars rik-
is með höfuðstöðvar Sambands-
ins.
Árið 1920 var nefnd skipuð, til
þess að undirbúa og heitast fjn-
ir löggjöf um samvinnufjelög og
voru til þess kjörnir Jónas Jóns-
son núverandi dómsmálaráð-
herra, Ólafur fjrrv. alþm. Briem
frá Álfgeirsvöllum og Þórólfur
Sigurðsson hóndi í Baldursheimi.
Var starf þeirrar nefndar bæði
mikið og röggsamlegt. Jafnframt
sótti Jónas Jónsson málið á vett-
vangi almenningsálitsins og rit-
aði um það fjölda greina í Tím-
ann og tímarit fjelaganna. Var
sóknin studd af rannsókn erhann
hafði framkvæmt á samskonar
löggjöf erlendis. Fjekk málið
happasæl úrslit með samþykki
inikils meiri liluta þingsins og
voru árið 1921 sett lög, er trygðu
samvinnulögum lijer á landi
rjettarvernd til jafns við sams-
konar fjelög í nágrannalöndun-
um.
Samvinnufjelögin íslensku
hafa lilotið tvö áföll á vaxtar-
skeiði sínu. Hið fyrra var er Bret-
ar heftu innflutning lifandi sauð-
fjenaðar til Englands. Höfðu
sauðir á fæti verið aðalútflutn-
ingsvara fjelaganna um nokkurt
skeið. — Síðara var hið mikla
verðhrun á innlendum fram-
leiðsluvörum árin 1920—1921,
samfara gífurlegum tilkostnaði
vegna yfirvofandi fjárfellis vorið
1920, gífurlegra vinnulauna og
hámarks dýrtíðar um erlent
vöruverð. Komust fjelögin þá i
miklar skuldir eins og fleiri
stofnanir landsmanna.
En þrátt fyrir áföll og erfið-
leika hefir stefnan lialdið velli
og færir nú út starfsgreinir sin-
ar til nokkurra muna. Takist
þjóðinni að skapa jafnvægi at-
vinnuveganna og rjettlát skifti
horgaranna, munu slíkir sigrar
verða í framtíðinni eigi hvað síst
þakkaðir þeirri f jelagsmálahreyf-
ingu, scm fyrir nálega fimtíu ár-
um siðan reisti hændur af knjám
frá búðarborði danskra selstöðu-
kaupmanna og hóf innlenda har-
áttu fyrir efnahagslegri viðreisn,
rjettulátum skiftum og fjelags-
menningu íslendinga..
Þiófurinn handalausi.
í Milano kom fyrir gimsteinaþjófn-
aður fyrir skömmu. Er slíkt ekkert
óvenjulegt um hinn „siðaða“ heim,
en þessi þjófnaður er dálítið einstak-
ur í sinni röð af þvi livc hann er
slælega framinn.
í stuttu máli sagt skeði það þannig:
Skrautlegum híl var fyrir skömmu
ekið upp að cinni stærstu gimsteina-
versluninni í Milano. Við stýrið sat
þjónn í einkennisbúningi. Stökk liann
út úr bílnum um leið og hann nam
staðar og hjálpaði manni út, sem
setið hafði inn i bilnum. Maður þcssi
var ákaflega vel búinn og alveg sam-
kvæmt nýjustu tísku. En hann vant-
aði auðsjáanlega báðar hendurnar.
Gimsteinasalinn tók sjálfur á móti
þesum fina gesti og spurði hvað hon-
um þóknaðist. Hann kvaðst heita
Cavalcanti greifi, vera ítalskur að-
alsmaður af göfugum ættum, mjög
ríkum, en hefði mist báðar hendurn-
ar í stríðinu.
Greifinn kvaðst ætla að lita á
skrautgripi handa konu sinni og þeg-
ar liann var lniinn að þinga langa
lengi um hlutina og fá mikinn afslátt
keypti hann að siðustu vandað perlu-
hálsband, sem átti að kosta 100.000
lírur.
Bað hann siðan gimsteinasalann að
ná i vasabók sína, sem hann liefði
í brjóstvasanum og sjá hve mikið i
lienni væri.
Glaður i bragði yfir liinni miklu
virðingu, sem honum var sýnd tók
hann bókina og fann í henni 30.000
lírur. Það var auðvitað ekki nóg til
þess að greiða með festina. Og greif-
inn bað þessvegna bílstjórann að
hringja heim til konu sinnar og biðja
hana að senda sjer meiri peninga. Því
miður var hún ekki hcima og gim-
steinasalinn flýtti sjer auðvitað að
bjóða greifanum að skrifa lijá honum
upphæðina þangað til seinna, hann
gæti altaf borgað hana þegar hann
ætti leið um. En grcifinn vildi ekki
skulda neinum neitt, það var vani
hans að greiða alt út í liönd. Þá datt
honum alt i cinu ágæt ráð i hug:
— Það er satt konan mín talaði um
að fara í lieimsókn. Ef jeg sendi bíl-
stjórann minn með nokkur orð til
hennar, getur hann samstundis kom-
ið aftur með peningana. — ICannske
þjer viljið nú gera svo vel og skrifa
nokkur orð fyrir mig. Því sjálfur get
jeg ekki skrifað eins og þjer sjáið
sagði hann um leið og hann tók til
stúfunum.
Gimsteinasalinn náði sjer nú i
blek og penna og fór að skrifa eft-
ir fyrirsögn grcifans:
,— Kona góð, mig langar til’ að
kaupa skartgrip, mjög fagran, en
hefi ekki nægilcga peninga á mjer.
Scndu mjer 70.000 líra með mannin-
um, sem kemur með þetta brjef.
Þinn Enrico.
— Nú, grcifinn heitir þá sama
nafni og jeg, sagði gimsteinasalinn
brosandi, um Icið og liann skrifaði
undir brjefið.
Bilstjórinn tók við brjefinu og ók
af stað. Að tíu mínútum liðnum kom
hann aflur með 70.000 lírur. Caval-
canti grcifi greiddi festina, stje inn
i hinn skrautlega vagn með festina
i vasanum og er fyrst um sinn úr
sögunni.
En gleði gimsteinasalans og góða
skap fór heldur en ekki út um þúf-
ur, þegar kona hans kom skömmu
seinna inn í búðina og spurði:
— Enrico, þú hefir vonandi feng-
ið 70.000 lírana, sem þú sendir eftir?
Hvaða maður var það annars, sem
þú sendir? Jeg liefi aldrci sjeð hann
áður.
Og nú leitar lögreglan um alla
ftaliu eftir hinum fina greifa, sem
eins og gefur að skilja ekki var
neitt skyhlur Cavalcanti fjölskyld-
unni.
X-