Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 46
46
FÁLKINN
r
Landbúnaður Islendinga.
Úr gróðrarstöðinni í Rcijkjavík.
Svo mikil hefir vanafestan ver-
ið í búnaðarháttum Islendinga,
að í byrjun þessarar aldar má
heita, að búskapurinn liafi verið
rekinn með líku sniði og á land-
námsöld. Þau þúsund ár, sem lið-
ið liöfðu frá uppliafi íslensks
sveitahúskapar, hafði sama sag-
an endurtekið sig þúsund sinn-
um: bændur heyjuðu völl og
mýri og ljetu skepnur sínar
kroppa hagana, en gáfu skauti
jarðar ekkert í staðinn. Skuld ís-
lensku þjóðarinnar við jarðveg-
inn, sem hún lifir á, var orðin liá
og landinu liafði hnignað við
hina óaflátanlegu rányrkju.
Allan þennan tima hafði ís-
lenskur jarðvegur framfleytt
þjóðinni að mestu leyti. Því að
þó að sjávarföng væru víða til
búsilags og lítill hluti lands-
manna nærðust á sjávarafla, þá
dró hitt mest, sem jörðin gaf.
Og enn er það svo, að mergur-
inn sem í þjóðinni er, drýpur af
stráunum, eins og smjörið forð-
um lijá Þórólfi. Þó fiskiveiðarn-
ar liafi aukist svo á síðari árum,
að útflutningur þeirra afurða yf-
irgnæfi stórum útflutningbænda-
afurðanna, þá má þetta hlutfall
ekki villa mönnum sýn. Þvi að
kaupstaðarbúar nota stórum
meira af bændaafurðum en
bændur af sjávarins framleiðslu
og sveitirnar búa meira að eigin
framleiðslu en kaupstaðirnir.
öld eftir öld er ekkert unnið
að samgöngubótum í hinu við-
lenda landi, engin þúfa sljettuð,
engin tún varin ágangi gripa með
girðingum, en menjar sjást þess,
að eitthvað liafi verið gert að
vatnsveitingum sumstaðar. Sömu
amboðin eru notuð öld eftir öld,
með litilsháttar hreytingum, sami
tunhlétturinn sleginn en ekki
stækkaður og sömu engjarnar
rúnar.. Áburðurinn látinn renna
í svaðið og varla höfð hirða á, að
koma á túnið þvi, sem ekki var
notað í eldinn. Það má heita
merkilegt að Islendingar skyldu
taka upp orfhólka í stað ljábanda
fyrir rúmum liundrað árum,
en þeir hafa sýnt áhuga á því,
að bæta orfin sín, sem nú eru
miklu þægilegri verkfæri en nú-
tímaorf í Noregi, sem vantar efri
hæl og orfliólka Norðmenn binda
ennþá ljáinn með ól, og standa
kengbognir við sláttinn.
Byltingin, sem orðið liefir í
sjávarútvegi þjóðarinnar á þess-
ari öld er með rjettu höfð að ein-
dæmum. Hún lukkaðist og gaf
þjóðinni þor til að trúa á sjálfa
sig og sjóinn. Fólkið sópaðist að
sjónum og jós þaðan afli þeirra
hluta, sem gera skal. En svo fór
henni að skiljast, að hluturinn,
sem gera skyldi var einmitt sá,
að rækta landið. í hyrjun 19. ald-
ar lifðu 85 af liverjum 100 lands-
búa á búskap en þegar síðasta
aðalmanntal var tekið aðeins 44.
En einmitt um sama leyti liefst
landbúnaðurinn til virðinga: þeg-
ar fleiri liöfðu yfirgefið hann en
nokkurntima voru dæmi til áður
í sögu þjóðarinnar.
Þessar fáu þúsundir, sem telj-
ast til bændastjettar hafa nóg
verkefni fyrir höndum. Á Islandi
eru sennilega til 10—12 þúsund
ferkílómetrar af ræktanlegu
landi, en meðalstærð túna á hin-
um 6500 býlum, sem til eru í
landinu mun aðeins fara nokkuð
fram úr þremur hektörum. En
til þess að greiða fyrir framför í
Dráttarvjel dregur herfi.
Þegar framsýnir menn fóru að
fást við þúfnasljettun seint á 19.
öld mátti lieyra margt hnjóðs-
yrðið í þeirra garð. Og spekingar
þess tíma sönnuðu, að þúfna-
sljettun væri til bölvunar einnar,
því yfirborðið minkaði við að
þúfurnar hyrfu. Búfræðingarnir
voru ekki í hávegum hafðir í þá
daga og það var orðtak að eng-
um búnaðist lakar en þeim.
Fyrstu sláttu- og rakstrarvjelarn-
ar, sem komu til landsins bil-
uðu og urðu að ryði í teignum,
þvi að ekki þótti borga sig að
koma þeim til bæjar, — þá
mundi ef til vill einhver fara að
reyna að koma þeim af stað aft-
ur, sjálfum sjer til skaða og
skammar. — Þetta eru gamlar
endurminningar, eldgamlar að
manni finst — en þó ekki nema
þrítugar. Barnasjúkdómar og
tanntökuverkir liins nýja siðar í
landbúnaði, sem þjóðin er farin
að trúa á.
þessari grein þarf bæði reynslu,
þekking og fje. Reynslu og þekk-
ingu liafa menn fengið allmikla
bæði af starfi búnaðarskólanna
og gróðrastöðva en fjeð vantar
enn þá, þrátt fyrir það,að landið
hefir á þessu ári eignast búnað-
arbanka. Hinsvegar hefir með
jarðræktarlögunum verið stigið
stórt skref til þess að örfa menn
til jarðabóta og nýbýlalögin
verða eflaust til þess, að greiða
mönnum aðgang að búskap.
Notkun tilbúins áliurðar er svo
til ný i landinu, en gerir mönn-
um kleýft að hraða nýrækt miklu
meira en áður, meðan aðeins var
við húsdýraáburðinn að búa. Og
meðferð lieimafengins áhurðar
hefir stórum batnað víðast hvar.
Að túnaræktin sje að aukast og
túnin að batna, má marka af því,
að töðufengur landsmanna, sem
á árunum 1886—1890 var um
380.000 hestar að meðaltali var
orðinn yfir 600.000 hestar upp úr
aldamótunum og tuttugu árum
síðar um 820 þúsund hestar. Á
sama tíma óx útheysfengurinn
úr 765 upp í 1327 þúsund hest-
burði. Er framförin mikil, ekki
síst er þess er gætt, að þetta gerð-
ist á þeim timum, sem fólkinu er
að fæklca í sveitunum.
Um annan jarðargróður en hey
er varla að ræða, nema kartöflur
og rófur. Kartöfluuppskeran hef-
ir sjöfaldast síðan 1890 en rófu-
uppskeran tvöfaldast. Ræktuðu
íslendingar 42.000 smálestir af
kartöflum árið 1928 en 15.000
smálestir af rófum. Þó er rjett
að geta í þessu sambandi þess
vísis til grænmetisræktar, eink-
um ýmiskonar káltegunda, sem
orðinn er á sumum bæjum og
vermihúsaræktunarinnar, sem
tekin hefir verið upp á nokkrum
hverajörðum. Má gera ráð fyrir,
að eftir svo sem 20 ár, verði þetta
orðinn þáttur, sem um munar í
íslenskum landbúnaði.
Túnaræktin er eins og áður er
sagt það verkefni, sem forvigis-
menn landbúnaðarins leggja
mesta álierslu á. Þeir segja, að
lierfið og plóginn megi ekki
vanta hjá nokkrum þeim manni,
scm vill láta kalla sig bónda. En
jafnframt liafa á síðustu árum
gerst mikil tíðindi í íslenskri
grasrækt, þar sem eru áveiturn-
ar miklu austanfjalls. Er Mikla-
vatnsmýraráveitan elst þeirra,
Dráttárvjel með plóg i eftirdragi.