Fálkinn - 21.06.1930, Síða 48
48
F A L K I N N
Sjávarútvegurinn.
Vjelbáturinn ,,Skírnir“ aflaði á næstsíðustu vertíð í Sandgerði 988 skip-
pund og varð hlutur háseta 3168 kr.
„Þeir Flóki sigldu vestur yfir
Breiðafjörð, ok tóku þar land,
sem heitir Vatnsfjörðr, við
Barðaströnd. Þá var fjörðurinn
fullr af veiðiskap, ok gáðu þeir
eigi fyrir veiðum at fá heyjanna,
og dó alt kvikf je þeirra um vetr-
inn..
Þetta er upphaf íslenskrar
fiskveiðasögu. Og lengstum hef-
ir fiskveiðum Islendinga verið
svo varið, að sömu mennirnir
stunduðu veiðiskap og gættu hey-
anna, — liöfðu lífsuppeldi sitt
bæði af sjó og landi. Landnáms-
menn liafa flestir kunnað vel til
fiskveiða frá Noregi og þegar
hingað kom reyndist hafið mun
auðugra en þeir höfðu átt að
venjast, því að lijer liefir fiski-
gengdin verið afar mikil við hið
ónumda land. Hinsvegar liafa
menn tæpast talið sjer fært, að
byggja vonir sinar á sjónum ein-
göngu; til þess voru veiðitæki og
skipakostur hvorugt nógu full-
komið. Þeir, sem við sjóinn
bjuggu hafa notað liann sem
varasjóð, einkum þá tíma árs,
sem búskaparannir voru minstar,
og snemma mun það hafa orðið
siður, að senda menn til sjóróðra
frá þeim bæjum, sem ekki lágu
að sjó.
I fornum sögum og annálum
má víða finna ýmiskonar fróð-
leik um aflabrögð Islendinga fyr
á öldum. Allar líkur eru til, að
skreið og lýsi hafi verið flutt úr
landi þegar í lok 14. aldar og þá
lielst til Noregs. Og útflutningur
fisks ýtti vitanlega undir auknar
sjósóknir, því að mikils virði var
að framleiða alt það, sem hægt
var að selja fyrir útlenda vöru.
Efnaðir bændur gerðu út skip,
fleiri en eitt og keyptu sjer mann-
afla á þau, ef fleiri þurfti en
heimilismennina. Og góð sönnun
þess, að fiskveiðar hafi verið
arðberandi lijer á landi fyrir siða-
skifti er það, að biskuparnir og
ríkir klerkar lögðu stund á út-
gerð, hjeldu úti skipum og náðu
afnotarjetti af ýmsum bestufiski-
verum landsins og leigðu aftur
sjómönnum gegn afgjaldi, sem
greitt var í fiski. Að fiskurinn
hafi snemma orðið verslunarvara
innanlands má marka af því, að
fiskurinn var verðeining í marg-
ar aldir og jafngiltu tveir fiskar
einni alin vaðmála.
Um sama leyti, sem talið er að
útflutningur fisks liafi byrjað
hjeðan af landi, hefjast fiskveið-
ar útlendinga lijer, þ. e. í lok 14.
aldar. Voru það einkum Hollend-
ingar, Bretar og Þjóðverjar, sem
liingað sóttu. Og alla 16. öld
höfðu Englendingar leyfi kon-
ungs til þess að veiða lijer ó-
liindraðir og reka verslun við
landsmenn og hjelst þetta þangað
til einokunin skall á, í byrjun 17.
aldar. Framan af þeirri öld virð-
ast íslendingar hafa stundað út-
veg af talsverðu kappi og mun
sú skýring á, að harðfiskurinn
hafi verið besta varan, sem þeir
gátu boðið einokunarkaupmönn-
unum. En brátt hnignaði þessu
eins og öðru, við fjötra verslun-
arkúgunarinnar og hefir ástand-
ið verið aumt i þessum efnum
um miðja 18. öld, er Skúli
Magnússon skrifaði konungi og
telur fiskiveiðarnar komnar í
kalda kol, sökum veiðarfæra-
skorts landsmanna og ónýtra
báta, sem vart mátti hætta sjer
á út úr fjarðarmynnunum. Hamp
í færi ljet verslunin vanta, svo
að menn urðu stundum að not-
ast við færi spunnin úr ull. Kon-
ungurinn tók vel í tilmæli land-
fógeta og lagði fram fje til um-
bóta, sendi hingað þilskip tvö og
menn til þess að kenna íslend-
ingum bátasmíðar og á seinni
hluta 18. aldar voru verðlaun
veitt þeim, sem gerðu út skip til
veiða. Líka voru þá net send til
landsins, sem vel höfðu reynst í
Noregi, en hjer hafði nær ein-
göngu verið veitt á færi. En ekk-
ert dugði, menn voru liuglausir
og duglausir og skorti alla getu
til framfara. Fiskurinn var nær
eingöngu fluttur út hertur á
þessu tímabili og nam útflutn-
ingurinn 5000—6000 skippund-
um á ári. En vert er að veita því
athygli, að frá árinu 1743 vex út-
flutningur saltfisks úr tæpum 300
skippundum upp í nær 2600 skip-
pund á næstu fjörutíu árum. Má
segja, að þá hafi byrjað útflutn-
ingur þeirrar vöru, sem nú gerir
garðinn frægastan.
Fyrir 127 árum var gert út
fyrsta þilskipið á fiskveiðar, sem
var íslendings eign og fjölgaði
þeim svo fram á miðja öldina,
að þau voru orðin 25 þá. En lang-
mestur hluti skipastólsins var
opnir róðrabátar. Er talið að ár-
ið 1823 hafi 2175 fiskiskip (bát-
ar) verið til í landinu, 3500 árið
1853 en 3200 árið 1876, auk 58
þilskipa. Fiskútflutningurinn óx
mjög á 19. öld; að vísu var liarð-
fisksútflutningurinn ekki nema
tæpur helmingur að jafnaði við
það, sem verið hafði næstu öld
á undan, en saltfisksútflulning-
urinn, sem verið hafði rúm 2000
skippund árið 1806 var orðinn
nær 14.000 skippund 1840 og
21.000 skp. árið 1855 og fór smá-
vaxandi áfram undir lok aldar-
innar.
Þá hefst nýtt tímabil í fiski-
veiðasögunni, tímabil, sem lieita
má að sje undir lok liðið nú þeg-
ar. Þá fara menn að kaupa kútt-
erana ensku og gera þá út. Skip
þessi voru yfirleitt góð og miklu
stærri en fiskiskip þau, sem
menn höfðu átt að venjast og
þótti þetta hin mesta framför.
Af Reykvíkingum er einkum Geir
heitinn Zoega kendur við þetta
nýmæli og á ísafirði Ásgeir heit-
inn Ásgeirsson. Fjölgaði skipum
þesum óðfluga og voru smærri
og stærri þilskip orðin um 150
alls um aldamót. En þá linign-
aði þessum útveg skyndilega aft-
ur og á fáum árum hurfu þessi
skip nær gjörsamlega úr sög-
unni. Voru þau flest sekl til Fær-
eyja og hefir verið lialdið til ís-
landsveiða og eigi allfá borið
beinin við strendur þessa lands.
Sum þeirra halda ennþá islensku
nafni og eru eins og rödd frá lið-
inni tið þegar þau koma hingað
á liöfn lil þes að selja afla sinn.
Næst gerast þau tíðindi, að
vjelaorlcan er telcin í þágu fiski-
veiðanna og hefir þetta valdið
meiri breytingu en nokkuð ann-
að, sem skeð hefir frá uppliafi
íslenskrar fiskiveiðasögu. Árið
1903 kemur fyrsti vjelbáturinn
til landsins og þó að vjelbátarn-
ir væru dýrir, var þó kleift að
eignast þá, án þess að stofna um
þá fjelagsskap. Árið 1914 var
vjelabátaflotinn orðinn yfir 400,
en af því voru aðeins 23 yfir 12
íslenskur togari að veiðurn. Nýtisku diesel-togari, gfir 1000 smálestir að stœrð.