Fálkinn - 21.06.1930, Síða 59
F Á L K I N N
59
Jón Halldórsson & Co.
Um aldamótin síðustu leituðu
ýmsir efnilegir menn út trje-
smíðastjett til útlanda, til þess að
öðlast sjermentun í iðn sinni. Var
Jón Halldórsson einn þeirra.
Hafði hann farið utan ungur og
framast í iðn sinni og einkum
húsgagnágerð í Noregi, Dan-
mörku og Þýskalandi. Þegar
heim kom gerði hann fjelag við
nokkra menn, árið 1905, er starfa
skyldi einkum að liúsgagnasmíði
og varð nafn fjelagsins' það, sem
yfir þessum línum stendur.
Aðalstofnendur fyrirtækisins
urðu fjórir, nfl. auk Jóns þeir
Bjarni Jónsson, nú forstjóri Nýja
Bíó, Jón Ólafsson og Kolbeinn
heitinn Þorsteinsson. Síðan hús-
gagnagerð þeirra tók til starfa
hafa íslendingar jafnan getað
sagt, að til sje i landinu að minsta
kosti eitt iðnfyrirtæki í þessari
grein, sem standi erlendum fyrir-
tækjum sömu tegundar fyllilega
á sporði. Vann fyrirtækið brátt
tiltrú almennings fyrir vandaðar
og smekklegar vörur og var með
stofnun þess stigið nýtt spor í ís-
lenskum iðnaði.
Fjelagið varð brátt að auka
við húsrúm það, sem það hafði
keypt í upphafi og hygði þá hús-
ið við Skólavörðustíg 6 B í
Beykjavik, sem það enn liefir
hækistöð sína í. Var það í þá daga
talið stórhýsi, en hefir þó orðið
svo þröngt, að byggja varð við
það árið 1922. Sjesl húsið á tcikn-
ingunni hjer að ofan, nema nýja
viðbótin, sem bygð var úr steini
vestan við það, en fram við göl-
una til vinstri er annað hús fje-
lagsins, sem nú er notað til vöru-
sýningar. Á neðri myndinni sjást
menn við vinnu sína í aðaltrje-
smíðasal fjelagsins.
Jón Halldórsson & Co smíðar
aðallega húsgögn öll, hverju
nafni, sem nefnast, hvort heldi.tr-
er í svefnlierbergi, borðstofur
eða dagstofur. Var þessi iðnaður
nýr hjer í landinu þegar þeir
byrjuðu, því að þá voru naumast
önnur húsgögn gerð hjer en þau,
sem vandaminst var að smíða,
og þá fyrst og fremst svefnstofu-
liúsgögn úr ódýru efni. Öll vand-
aðri húsgögn varð að jafnaði að
sækja til útlanda, en til þess
höfðu fáir kringumstæður. Með
stofnun þessa innlenda fyrirtæk-
is opnaðist fólki nýr möguleiki
til að eignast smekkleg húsa-
kynni, það gat farið í innlenda
verslun og látið smíða húsgögn-
in eftir sínum geðþótta. Og þó nú
kveði mikið að innflutningi smið-
aðra húsgagna frá útlöndum, má
með sanni segja, að Jón Hall-
dórsson & Co hafi átt mikinn þáll
í því að auka híbýlaprýði fólks,
ekki síst í Reykjavik, með verk-
um sínum.
Þess má geta, að fyrrum varð
oftast nær að fá erlenda menn
til aðstoðar við herbergjafrágang
liúsa ef vanda skyldi til þeirra
umfram það venjulega, enda cvu
hin eldri stórhýsi þessa lands
flest erlendra manna verk. Þegar
Safnaliúsið var bygt hjer — und-
ir stjórn erlends húsameistara,
— gafst hinu, þá nýstofnaða lje-
lagi færi á að sýna, að það var
vandasömu starfi vaxið, þvi að
því var falið, að annast innri l lá-
gang lestrarsalsins og smíða nús-
gögnin í liann. Er þar enn að sja
ein af elstu handaverkum þeirra
f jelaga. Næst má minnast á Eim-
skipaf jelagshúsið; frágangur . af-
greiðslusalsins þar er verk Jóns
Halldórssonar & Co. Og enn mi
minnast Landsbankans, þar hef-
ir sama fjelag sjeð um alt hið
vandasama trjevirki þar innan-
húss. Þessi þrjú dæmi eru tekin,
sem dæmi þeirra verlca fyrirtæk-
isins, sem almenningur liefir
tækfæri til að skoða. Geta má
þess, að fjelagið hefir einu sinni
ráðist út fyrir verksvið sitt; er
það tók að sjer að byggja Stóra-
Núpskirkju.
Jón Halldórsson & Co hefir
talið það fyrsta hlutverk sitt að
efla innlendan iðnað með starfi
sínu. Þessvegna hefir það lítið
fengist við innflutning erlendra
húsgagna, fyr en litilsháttar síð-
asta ár, af húsgagnategundum
sem ekki eru framleiddar hjer.
En rjett er að geta annars
i samhandi við þetta. Þegar
fjelagið tók til starfa var það
flestum ókunnugt að hægt var
með sjerkunnáttu að gera göm-
ul húsgögn sem ný. Hjá fjölda
manns má finna gömul húsgögn
og vönduð, sem timans tönn hef-
ir unnið á og gert óásjáleg.
Sumt af þessu liafa verið gripir,
sem gengið liafa í ættir mann
fram af manni og trygðin við ætt-
argripinn oft valdið þvi, að hon-
um var ekki útskúfað fyrir
löngu. Þegar þessir gripir koma
í hendur Jóni Halldórssyni & Co.
kasta þeir ellibelgnum og verða
besta stofuprýðin á heimilinu
þegar þeir koma aftur úr „hreins-
unaréldinum“.
Þegar hygt var við aðalhús f je-
lagsins voru jafnframt keyptar
nýjar vjelar til iðjunnar, af full-
komnustu gerð sem þá þektist,
og hafa því vitanlega aukið stór-
lega afköst þessa iðnfyrirtækis.
Vinna við það 17 manns að stað-
aldri og jafnan nóg að gera, þrátt
fyrir allar vjelarnar.
Af hinum upprunalegu eigend-
um fjelagsins eru nú aðeins tveir
starfandi í því, nefnilega þeir
nafnarnir Jón Ólafsson og Hall-
dórsson, sem nú eru einkaeigend-
ur þess og stjórnendur. Bjarni
Jónsson gekk úr fjelaginu í sept-
ember 1923 vegna starfs síns við
hið núverapdi fyrirtæki sitt og
Kolbeinn Þorsteinsson andaðist á
öndverðu árinu 1928.