Fálkinn - 21.06.1930, Síða 81
F A L K I N N
81
r
Asgeir G. Gunnlaugsson & Co.
Fyrir 23 árum var mjög ólikt
umhorfs hjer í Reykjavík því,
sem það er nú. Er glöggt dæmi
þess það, að í Austurstræti, sem
þá eins og nú var aðalgatan í
bænum, voru aðeins fáar sölu-
búðir, þar á meðal nýlenduvöru-
verslun Edinborgar, en hún var
þar sem versl. Egill Jacobsen er
núna, og verslun Miljónafjelags-
ins, sem var á horninu við Póst-
hússtræti, þar sem nú er Reykja-
víkurapotek. En í Austurstræti
var um þetta leyti engin vefn-
aðarvörubúð, og erþaðþeimmun
einkennilegra, sem nú eru óvíða
í bænum samankomnar á einn
stað fleiri verslanir af því tægi.
1. júní 1907 stofnuðu þrír ung-
ir og framtakssamir Reykvík-
ingar fyrstu vefnaðarvöruversl-
unina við Austurstræti, undir
nafninu Ásgeir G. Gunnlaugs-
son & Co. Menn þessir voru Guð-
mundur útgerðarmaður Guð-
mundsson frá Ráðagerði, Kristó-
fer járnsmiður Egilsson og Ás-
geir G. Gunnlaugsson. Ásgeir tók
að sjer forstöðu verslunarinnar
og hafði alla afgreiðslu á hendi
fyrst framan af með aðstoð einn-
ar stúlku. Verslunin hafði á boð-
stólum allskonar fatnað, karl-
manna og unglinga, og aðrar
vefnaðarvörur. Náði hann þeg-
ar í stað góðum samböndum
við útlend firmu um lcaup á til-
búnurn fatnaði, og hefir ætíð
staðið mjög framarlega í þeirri
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiH
AKTIESELSKABET
NORDISKE KABGL- OG TRAADFABRIKER
K0BENHAVN
AKTIEKAPITAL KR. 10.000.000
Telegram-Adresse:
KABELFABRIK
KABELVÆRK
KABLER OG LEDNINGER AF ENHVER ART
FOR LYS OG KRAFTOVERF0RING
TELEGRAFI OG TELEFONI
TRAADVÆRK
BLANK OG GALV. TRAAD AF JERN OG
STAAL. S0M, HESTESKOS0M,
KÆDER, M0BELFJEDRE, PIGTRAAD.
VALSEVÆRK
KOBBER, MESSING, BRONCE, TIN,
ALUMINIUM SAMT SPECIALLEGERINGER
I PLADER, STÆNGER, R0R,
TRAAD, PROFILER E.T.C.
■iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiS
verslunargrein. Nokkru eftir að
rekstur verslunarinnar var kom-
inn í fast horf, rjeðist Þórður
Gunnlaugsson, bróðir Ásgeirs,
þangað og hefir liann starfað þar
síðan
Verslunin aflaði sjer fljótt
mikilla vinsælda og hafa þær æ-
tíð farið vaxandi með hverju ári,
sem liðið hefir. Vörur sínar lief-
ir verslunin að langmestu leyti
keypt beint frá útlöndum. Hefir
þelta gert sitt til að lialda verð-
inu lágu og viðskiftavinunum á-
nægðum. Hefir verslunin nú bein
sambönd við verslunarhús í Eng-
landi, Þýskalandi, Hollandi,
Frakklandi og um öll Norður-
lönd.
Saga verslunarinnar er ekki
viðburðarík á venjulegan liátt.
Hún hefir verið á hinum sama
stað, Austurstræti 1, í þau 23 ár,
sem hún hefir starfað. Árið 1915
andaðist Guðmundur frá Ráða-
gerði, og keypti Ásgeir G. Gunn-
laugson þá hans hluta í verslun-
inni. Árið 1923 gekk Iíristófer
Egilsson út úr firmanu og var
Ásgeir þá orðinn einn eigandi
þess.
Ásgeir G. Gunnlaugsson er
fæddur 7. nóv. 1879 hjer í
Reykjavík. Er hann ósvikinn
Reykvíkingur, komiun af einni
af helstu og þektustu ættum
bæjarins. Stundaði faðir hans
útveg hjer við Reykjavík i rúm-
lega 40 ár, lengst af sem formað-
ur á opnum bát. — Seytján ára
gamall, vorið 1897, rjeðist Ás-
geir til Björns Kristjánssonar
kaupmanns og starfaði i vefn-
aðarvörubúð hans. Þessu starfi
lijelt hann til 1907, er liann stofn-
aði verslun sína, eins og að
framan er getið.
Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugs-
sonar hefir aldrei borist mikið
á, en kappkostað með öðru en
ytra glysi að fullnægja kröfum
viðskiftavina sinna. Hefir liún
aukist jafnt og þjett, svo sem sjá
má af því að nú starfa að stað-
aldri við verslunina 5 manns,
auk Ásgeirs, sem ætíð stjórnar
henni.
I
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiina
BENNETTS REISEBUREAU 1
ETABL. 1850
HOVEDKONTOR: OSLO (KRISTIANIA).
Filialkontorer i de större byer i Norge og udlandet.
Reisebilletter udstedes.
s
Sovepladser, sittepladser, dampskibsköier, auto-
mobilpladser og skyds etc. reserveres.
Sanatorie- og hotelophold ordnes.
Hotelkupongs utstedes. Reiseruter utarbeides.
Assurance. — Pengeveksling.
■lliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiua