Fálkinn - 21.06.1930, Síða 83
FÁLKINN
83
tgs=3l =11 —II —II -HE .. ,'-3BBggaBE-" ,'-JE U=r^ rHF=-liZlSa=^== E=^S)
Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar.
Þessi bókaverslun; sem nú er hin
elsta forlagsbókáverslun i landinu
og áratugum saman liefir lifað í með-
vitund þjóðarinnar fyrir útgáfu ýmsra
bóka, sem mestum vinsœldum bafa
náð lijer á landi, er stofnuð árið
árið 1883 af Sigurði Kristjánssyni.
Sigurður er fæddur 23. september
1854 óg flultist til Reykjavíkur árið
1875 og gerðist prentari, en hinn
20. október 1883 stofnaði hann bólca-
verslun sína í húsinu í Bankastræti
3, sem liann keypti þá sama árið af
Sigmundi Guðmundssyni prentsmiðju-
stjóra. Hefir verslunin verið þar alla
tíð síðan á sama stað. Húsið bygði
Sigmundur heitinn árið 1880, og er
það þvi rjettra 50 ára. Var það bygt
úr höggnum grásteini og stendur að
mesíu leyti óbreytt enn i dag og var
ó sínum tima eitt hið myndarlegasta
hús bæjarins. Þar var ísafoidar-
prentsmiðja á árunum 1880 til 1886,
að Landbanki íslands flutti í liúsið,
1. júlí það ór.
Sigurður Iíristjánsson var brátt
athafnarmikill um útgáfustarfsemi.
Hann var þjóðlegur maður í hugsun
og vildi styðja að því, að koma á
prent bókum, sem allur almenningur
hefði gott af að lesa, eins og sjá má
af bókum þeim er hann valdi til að
gefa út fyrstu árin.
En árið 1891 byrjar hann útgáfu
þeirra bóka, sem jafnan munu vera
taldar þarfasla verk forlagsins. Það
ár kom út Landnáma og íslendinga-
bók, i handhægri útgáfu og svo ó-
dýrri, að almenningi varð kleyft
að eignast íslendingasögurnar. í
þá daga var engin samfeld útgáfa
til af íslendingasögum, og þessi
mikli fjársjóður íslenskra bókmenta
mátti lieita falinn öllum almenningi.
Þótti í mikið ráðist, er Sigurður
byrjaði þessa útgáfu og spáðu menn
misjafnlega fyrir. En árin liðu og
jafnan bættust nýjar og nýjar sögur
í safnið og þegar útgófu 38 íslend-
inga saga var lokið bættust við 40
íslendingaþættir, Eddurnar báðar og
loks Sturlunga. Hefir ekkert safn bóka
náð meiri vinsældum hjer á landi og
fyrir 15 árum voru sumar sögurnar
uppseldar og var þá hvað eftir gef-
in út ný útgáfa. Um útgáfuna af sög-
unum liafa ýmsir sjeð, framan af
einkum þeir Valdimar Ásmundsson
ritstjóri og síra Þorleifur Jónsson en
s!ðar einkum Benedikt Sveinsson. Út-
gáfa þessa verks mun lengi halda á
lofti minningu Sigurðar Kristjánsson-
ar, þó margar sjeu þær fleiri góðu
bækurnar, sem liann hefir komið á
framfæri. Skal hjer aðeins getið nokk-
urra þeirra helstu: Ljóðasöfn Einars
Benediktssonar, Sögusöfn Guðm. Frið-
jónssonar, bækur Jóns sagnfræðings:
íslenskt þjóðerni, Gullöld íslendinga
og Skúla fógeta, sögur Gunnars Gunn-
arssonar, kvæði Jóns Thoroddsens,
Stgr. Thorsteinsson, orðabækur Geirs
Zoega o. fl. o. fl. En vitanlega yrði
það of langt mál að telja upp svo
margar, að það gæti gefið rjetta liug-
mynd um, hve mikið liefir kveðið að
bókaútgáfunni.
Sigurður er nú orðinn maður yfir
hálf' áttrætt og tekinn að lýjast. Seldi
hann því fyrir hálf öðru ári forlags-
bókaverslun sína og húseign Herbert
M. Signmndssyni framkvæmdarstjóra
ísafoldarprentsniiðju, sem tók við
bókaversluninni 1. jan. 1928 og nú
rekur hana. Voru þvi liðin 45 ár frá
þvi, að Sigurður keypti húseign Sig-
mundar Guðmundssonar, til þess að
hann seldi liana aftur syni bans. Her-
bert ljet þegar i stað gera nokkrar
breytingar á bókaversluninni, breyta
frógangi hennar, setja sýningarglugga
og nýja innanstokksmuni í búðina,
svo að hún er nú með smekklegustu
bókaverslunum bæjarins. Jafnframt
jók liann mjög úrval ritfangaversl-
Unarinnar og hefir sambönd við hin
fullkomnustu verslunarhús erlend i
þeim greinum. Verslunin selur auk
ritfanganna eingöngu innlendar bæk-
ur enn sem komið er, og þá vitan-
lega fyrst og fremst sínar eigin for-
lagsbækur. Hefir hún jafnan notið
mikilla vinsælda fyrir áreiðanleik í
viðskiftum og fljóta afgreiðslu á
liverjum hlut. Sölu íslenskra bóka til
útlanda hefir hún jafnan mikla.
Bókgverslun Sigurðar Kristjánsson-
ar stendur á gömlum og góðum merg
og má segja, að nafn hennar sje fast
í meðvitund allra læsra íslendinga.
Með útgáfu sinni hefir hún skapað
sjer þann öndvegissess, sem henni
ber með rjettu, fyrir að liafa komið
ýmsu af bestu bókum íslendinga inn
á hin afskektustu heimili, landshorn-
anna á milli.
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Prentsmiðja Herberts M. Sigmunds-
sonar er hin yngsta á landinu og
tók til starfa 14. september siðast-
liðinn. En æskan er prensmiðjum
góð meðmæli, því að á hverju óri
verða einliverjar þær nýjungar í
prentlist og prentvjelum, sem gott er
að geta notfært sjer. Þegar ný prent-
smiðja því er sett á stofn af fag-
manni, sem hefir framsýni til að bera,
er hún jafnan búin einhverjum þeim
yfirburðum, sem eldri prentsmiðjurn-
ar hafa ekki. Og svo er um prent-
stofu Herberts Sigmundssonar, eins
og síðar skal vikið að.
Stofnandi og eigandi prentsmiðj-
unnar er Herbert M. Sigmundsson,
áður prentsmiðjustjóri og síðar fram-
kvæmdastjóri ísafoldarprentsmiðju,
eftir að hún varð lilutafjelag. Má
segja að prentlistin liggi Herbert í
hlóðinu. Hannn er fæddur 20. júní
1883, sonur Sigmundar heitins Guð-
nnmdssonar, sem talinn var einn
færasti og smekkbesti maður islenskr-
ar prentlistar á siiini síð. Herbert
var elcki nema 13 ára gamall þegar
hann byrjaði að vinna í prentsmiðju;
•’jeðist hann þá til Björns lieitins
Jónssonar i ísafoldarprentsmiðju og
yar þar siðan starfsmaður samfleytt
1 35 ár, að undanteknum árunum
1902—04 er hann dvaldi erlendis til
þess að fullkomna sig í prentlist. Kom
hann aftur heim í ársbyrjun 1905 og
gerðist þá yfirprentari í ísafold en
prentsmiðjustjóri sömu prentsmiðju
yarð hann árið 1916. Eftir fráfall
Olafs heitins . Björnssonar keypti
prentsmiðjuna lilutafjelag það, sem
rekur hana siðan og varð Ilerbert
Pá framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
árið 1919.
Því starfi gegndi hann til 1. júlí
síðasta ór, er hann rjeðist i að setja
upp prentsmiðju þá, er hann rekur
nú, í húseign þeirri, sem hann liafði
keypt árið áður af Sigurði Kristjáns-
syni. Bakliúsi því, sem óður hafði
verið við húseignina og notað var til
geymslu á forlagsbókum verslunar-
innar, breytti hann
og bygði við og setti
þar upp prentsmiðju
þá, sem starfað hef-
ir þar síðan. Prent-
smiðjan er ekki stór,
en að því er vjelar
og umbúnað allan
snertir mun hún tví-
mælalaust vera full-
komnasta prent-
smiðja landsins.
Linotype - setjaravjel
prentsmiðjunnar er
af allra nýjustu gerð,
og hefir það umfram
aðrar vjelar i land-
inu að með henni
má setja úr fjórum
letursöfnum samtím-
is og er því hægt að
tiafa mjög mismun-
andi leturgerðir
settu máli; kemur
þetta sjer mjög vel
við setningu ýmsra
bóka, þar sem
margra leturbreyt-
inga verður krafist i sömu lesmáls-
linu, t. d. orðabóka. — Bókaprent-
vjel hefir prentsmiðjan frá hinu
lieimsfræga firma Albert & Cie í
Frankenthal, slðustu gerð merkisins
„Evropa“. Er prentvjel þessi cinstök
í sinni röð hjer á landi, með sjálf-
virkum ílagningarútbúnaði og nær-
felt helmingi hraðari gangi en venju-
legar prentvjelar, því hún prentar
að jafnaði 2800 arkir á klukkustund.
Tvær aðrar vjelar liefir prentsmiðj-
an fyrir smærri prentanir, báðar hin-
ar fullkomnustu. Eru prentvjelar
þessar, svo og mest af letrum og
áhöldum prentsmiðjunnar seld henni
af Harry Löhr í Kaupmannahöfn. —
Letur prentsmiðjunnar eru öll ný
og af nýjustu gerðum, mjög smekk-
lega valin, enda hafa verk hinnar
nýju prentsmiðju vakið atliygli fyrir
það, hve smekklega og snyrtilega þau
eru af hendi leyst.
Herbert Sigmundsson hefir lengi
haft orð á sjer fyrir ágæta þekkingu
og góðan smekk hvað prentlist snert-
ir, enda hefir hann nú verið í þjón-
ustu þessarar listar í þrjár tylftir óra.
Nvtur hin nýja prentsmiðja hans af-
ar ipikilla vinsælda og liefir jafnan
verið svo mikið að gera þar, sem
frekast varð komist yfir. Prentsmiðj-
an leggur mikla áherslu á það, að
fullnægja kröfum viðskiftavina sinna
og hefir sýnt, að hún er fær um,
að leysa af hendi prentun, sem marg-
ir mundu halda, að ekki væri hægt
að framkvæma hjer á landi.
Jafnframt prentsmiðjunni rekur
Ilerbert vinnustofu til innheftingar
og blokkunar ó því, sem prentað er.
Á siðasta mannsaldri hefir margt
breyst hjer á landi, ekki síst prent-
smiðjurnar. Þegar Herbert byrjaði að
starfa að prentiðn koin faðir lians
með nýja prentvjel til ísafoldarprent-
smiðju og steinolíumótor til þess að
snúa vjelinni. Gat hún þá prentað ca.
1090 eintök ó klukkutíma, þegar hann
var í lagi (hreyflar voru ekki jafn
fullkomnir þá og nú), en annars varð
að snúa henni með handafli og voru
þá afköstin ekki meiri en 600 eintök.
En þegar hann sjálfur setur á stofn
prentsmiðju sína nægir lionum ekki
vjel, sem geti prentað minna en 2800
eintök á klukkustund. Breytingin, sem
hann hefir upplifað sjálfur, þó enn
sje hann á besta aldri, er ekkert smá-
ræði.