Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Page 85

Fálkinn - 21.06.1930, Page 85
F Á L I< I N N 85 Hlutafjelagið Kveldúlfur. Hinn 19. janúar 1912, bættist við bann fáskipaða togaraflota, sem þá var bjer í Reykjavík, nýtt skip, sem „Skallagrímur“ hjet. Hann hafði ver- ið keyptur frá Englandi, þar sem hann hafði verið smíðaður árið 1905, handa einum mesta dugnaðar-skip- stjóra og fiskimanni enslca togara- flolans. Má telja, að „Skallagrimur“ þessi hafi verið eitt fullkoninasta skip togaraflotans enska á þeirri tíð. Kaupendurnir hjer voru þeir feðg- ar Thor Jensen og Richard Thors, sem á árinu 1911 höfðu stofnað nýtt fiskiveiðafjelag, hlutafjelagið Kveid- úlf ,ásamt þremur yngri sonum Thor Jensens, þeim Kjartani, ólafi og Hauk. -Tlior Jensen hafði átt frum- kvæðið að stofnun hins elsta togara- fjelags á íslandi, Alliance-fjelagsins, árið 1905, ásamt nokkrum öðrum mönnum, sem enn eru aðaleigendur þess fjelags, og var því einn aðal- brautryðjandi þeirra útgerðar, sem nú kveður mest að í landinu og vald- ið hefir meiri straumhvörfum i at- vinnulífi þjóðarinnar, en nokkuð annað. Árið 1913 keypti Kveldúlfur Móa- kotslóð svonefnda, inn með sjó, vest- anvert við Vatnsstíg og byrjaði þegar á næsta ári að reisa þar stórhýsi þau, sem nú eru aðalsetur fjelagsins. Lóð- in var 4000 fermetrar og er nú al- hygð. Neðra aðalliúsið var bygt árin 1914—15. Er það 47V2 meter á lengd en 25 á breidd, alt tvílyft. Efra húsið á lóðinni var fullgert árið 1916. Það er 54.4 metrar á lengd og 10.75 metr- ar á breidd. I. Skipastóllinn. Togararanir. „Skallagrímur“ var eins og áður er sagt, fyrsti togari fjelagsins. En árið 1915 bættist við „Snorri goði“ og sama árið „Snorri Sturluson“. Ekkert þessara skipa er eign fjelagsins nú. En í mars 1919 bættist nýtt skip í hópinn: „Egill Skallagrimsson“. Hafði fjelagið látið smíða hann í Englandi og var hann fullgerður 191G, hið vandaðasta skip, bygður eftir fyrirsögn fjelagsins sjálfs, með ýmsum þeim umbótum, sem þeir eigendurnir töldu til bóta i smiði togara. En breska stjórnin agði hald á þetta skip undir eins °g það var fullgert, vopnaði það og hotaði til ófriðar þarfa þar til strið- inu lauk. Þau 11 ár, sem Egill hefir verið gerður út af Kveldúlfi, hefir liann jafnan verið fengsælt skip og þótt prýði togaraflotans íslenska. Er hann nú elsta skip Kveldúlfs. Árið eftir að „Egill“ kom til ís- lands. 1920, Ijet Ivveldúlfur enn smíða i E.iglandi skipin „Skallagrím" og ,ÞóróIf“, stærstu skipin, sem þá höfðu verið smíðuð fyrir íslendinga. Eru þeir 150 feta langir, um 400 smál. að stærð og báðir með 800 liestafla vjelum. Stærðin og liin mikla vjelaorka, gerir þesum skip- um fært að toga þó að misjafnt veð- ur sje. Þessi skip eru enn eign fje- lagsins. Sama ár keypti Kveldúlfur enn þriðja skipið, „Snorra Sturlu- son“, en seldi hann til Englands aft- ur tvpimur árum síðar. Loks bættust við, árið 1924 „Snorri goði“, bygður i Tönsberg og keyptur áður en smíði var lokið og í árslok sama árs „Ar- inbjörn hersir", bygður i Englandi. Flutningaskipin. Á stríðsárunum var afar erfitt að fá skip til vöru- flutninga. Til þess, að tryggja sjer að geta komið afurðum sínum á mark- að og náð í nauðsynlegustu vörur til útgcrðar, keypti fjelagið því segl- skipið „Muninn“ frá Boston, áriðl916. Iíafði skipið verið bygt árið 1911 til íshafsferða og var afar sterkt. Kom „Muninn" hingað 1916, en annað skip nýtt, sem „Huginn“ hjet og keyptur var sama ár frá Ameriku, kom hing- að snemma á næsta ári. Voru skip þessi mjög lík útlits og liin fegurstu. Þau sigldu einkum til Spánar með fisk og voru ótrúlega fljót i förum, enda voru þau ógæt siglingaskip. Ár- ið 1916 keypti Kveldúlfur líka eim- skipið „Mjölni“, 650 smálestir, en seldi hann sama ár og árið eftir keypti hann „Borg“, 1000 smál., sem ríkisstjórnin keypti af fjelaginu skömmu siðar. Fyrsta vjelbátinn eignaðist Kveld- úlfur 1916, er fjekk nafnið „Þórir“. Er hann enn eign fjelagsins. Sama ár- ið var „Ölver“ keyptur en árið eftir „Geir goði“, „Gissur hvíti“ og „Högni“. Voru þetta alt 30—40 smál. skip, og var haldið út til síldveiða á sumrum, en ekki gerðir út á vetr- arvertíð. Árið 1926 keypti Kveldúlf- ur línuveiðaskipin „Golu“ og „Gunn- ar“, en seldi þau aftur 1929. 1 jafnstórum atvinnurekstri og lijer er um að ræða, fer það að lik- um, að eigi þurfi smáræðis útbún- að á landi, til þess að verka afla skipastólsins. Kveldúlfur notar jöfn- um höndum báðar þær aðferðir, sem tíðkanlegar eru við fiskþurkun: úti- þurkun og húsþurkun og liefir fje- lagið fiskverkunarstöðvar í Reykja- vík, Melshúsum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. II. Síldveiðarnar. Sumarið 1912 var „Skallagrimur" gerður út á síld til Norðurlands og hefst síldarútgerð fjelagsins með því. Lagði hann upp afla sinn á Akureyri, ýmist til söltunar eða bræðslu. En sumarið eftir leigði Ivveldúlfur síld- arstöð á Hjalteyri, tvimælalaust bestu, sem þar var að fá, og gerði á henni miklar umbælur, meðal annars voru bygðar þar finnn hafskipabryggjur á næstu árum. En árið 1924 keypti fje- lagið alla Hjalteyrina. Jafnframt síldveiðinni rak fjelagið þar fisk- verkun og rekur enn, því að það kaupir jafnan mikið af fiski við Eyjafjörð og á Siglufirði. Á Siglufirði byrjaði fjelagið að leggja upp síld 1916, og var leigt þar pláss, gerðar þrjár hafskipa- hry'ggjur og sildarplan, bygð liús lianda starfsfólki og því um líkt. Það voru togararnir, sem einkum tó.ku þátt í síldveiðunum, auk mó- lorbáta fjelagsins. Hesteyri. í árslok 1926 keypti Kveldúlfur einliverja fullkomnustu síldarbræðslustöð á íslandi, verksmiðj- una „Heklu“ við Hesteyrarfjörð. Hef- ir fjelagið síðan stundað síldveiði þaðan, með togaraflota sínum og einnig keypt síld af 3—4 öðrum tog- urum. Á fyrsta starfsári verksmiðj- unnar, 1927 vann liún alls úr 65.500 síldarmálum og úr 75.000 málum ár- ið eftir og loks siðastliðið ár úr 84.000 málum. III. Útflutningur og verslun. Fjelagið hefir að staðaldri keypt sjálft helstu vörur til útgerðar sinnar, milliliðalaust, bæði efni og áhöld til skipa og svo kol og salt. Síðastnefndu vörurnar liefir það oft keypt í stærri mæli en til eigin notkunar, og selt öðrum. En þó verður eigi annað sagt, en að innflutningsverslunin sje algjörlega aukaatriði, í samanburði við útflutningsverslunina. Kveldúlfur hefir jafnan verið einn stærsti framleiðandi landsins. Hefir fiskifloti Kveldúlfs jafnan verið af- kastamikill og framleiðslan mikil i hlutfalli við skipastól og mannfjölda. En jafnframt útgerðinni hefir Kveldúlfur keypt afarmikið af fiski til útflutnings, svo að fjelagið er ekki aðeins mesti útflytjandi landsins, heldur sennilega mesli saltfisks- útflytjandi í heimi. Að minsta kosti eru engir úflytjendur honum nánda

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.