Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Page 12

Fálkinn - 17.12.1954, Page 12
4 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 ÞAÐ ér ekki á hverju sumri, sem stórkost- legar fornminjar koma úr jörð á fslandi. Það gerist ekki heldur oft á heilli ævi fræði- manns, að víðtæk- ar frumheimildir, sem enginn hefir litið aug- um síðan á miðöldum, komi fyrir augu hon- um, hvað þá að Páll biskup rísi upp með bagal sinn að veldis- sprota til að benda honum yfir jarðgrónar rústir með þessum orð- um: Sagan er upprisa, og hér skulu steinar tala. Þér eruð fyrsta kyn- slóð nýaldar, sem skil- ur þá, og þess vegna gef ég yður þessa rúst. Þér skuluð gera vegg- Skálholtsstaður árið 1772. Dómkirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar. lendis, kusu biskupar timburveggi hér, e. t. v. af ótta við sunn- lenska jarðskjálfta. Þetta var 1153, þegar Klængur hóf kirkju- smið, og 1311, þegar kirkja Árna biskups iclelgasonar reis, sú kirkja sem virðist eiga hinn elsta kirkjugrunn, sem samfellt má rekja nú í grjóti Skálholts. Meðal steinkirkna á hinum smærri biskups- setrum og mörgum klaustrum á Norður- Englandi og Norð- urlöndum má víða finna allnána líking við grunn Skálholtskirkju. Vafalaust er, að fyrir- myndir voru bæði enskar og úr þeim norskum og suður- jSvipmyiHlir úr jSbálboltsgrefti Eftir BJÖRN SIGFÚSSON háskólabókavörð brúnir hennar og háaltari sýni- leg hverjum gesti allan ald- ur, svo að þess verði minnst, hve rúmgóð þessi móðir ís- lenskra kirkna var og hve rúmt um hjarta og hug í þjóðkirkju for- feðra minna og niðja. Heyra má ég hvern boðskap þeirra, er þar striða gegn, en ráðinn er ég að hafa hann að engu um það, sem ég skil, að þeir muni eigi vita betur né vilja en vorir áar, Sæ- mundur inn fróði og synir hans. Og er þér niðjar reisið dómkirkju milli sömu steina, sem ég lagði í leg undir stöpul minn og kirkju ins sæla Þorláks, skal hún verða eins ung og björk, sem vex úr fræi þessa sumars, og í eins ósviknum sifjum við kirkjurnar, er steinþró mína hýstu, eins og bjarkarfræið í sumar er hrein- kynjaður sifji trjánna, sem prýddu Skálaholt á dögum Gizur- ar ins hvíta. V V V Meðal timburkirkna í Evrópu var Skálholtskirkja miðaldanna einstök í sinni röð, nema Hóla- kirkja mun hafa verið mjög eftir henni sniðin. Allar erlendar dóm- kirkjur, svo stórar, höfðu stein- veggi og flestar steinþak, yfir hin- um lágu hliðarskipum sínum, a. m. k. 1 þau tvö skipti, sem mið- aldakirkjan var öll reist í einu af grunni á þeim öldum, sem stein- kirkjur voru sjálfsagðar taldar er- Þannig var hin ógleymanlega sjón, er loki var lyft af kistu Páls biskups. Handfang bagals sést við hægri öxl. Hálfbrunnin bein, sem úr jörð hafa komið við kirkjubruna (1309 að líkindum), eru í hrúgu til fóta. Ljósmynd: Sig. Guðmundsson. sænsku kirkjum, sem sterkust ensk- áhrif sýna á 12.—13. öld. Rómönsk hefir Klængskirkja verið (1153), en gotneskur stíll mun hafa gert vart við sig í stöpli Páls biskups (1198) og orðið alráður, þegar Árnakirkja var smíðuð. Vitanlega hafa þó hinir íslensku smiðir eigi þótst mjög bundnir af erlendum kirkju- sniðum. Þeir hafa í mörgu farið eigin götur, nokkuð í stíl við hý- býlasnið höfðingja þá. Þetta var því sjálfsagðara sem þeir urðu að tryggja timburveggjum sínum nægan styrk, fyrst þeir höfðu ekki steinveggi, — og hin sér- kennilega tækni norsku staf- kirknanna fluttist aldrei nema að litlu leyti hingað. Stafkirkjur til- heyra rómönskum stíl. En hæð þeirra, samanborin við lengd, var óhentug í stórviðrum, nema í tryggu skógarskjóli væri. Og í þær þurfti óhemju af völdu timbri, sem fékkst hér ekki. Miðaldakirkja Skálholts mun vekja athygli og það víðar en um Norðurlönd sökum þess, að hún var steinkirkjutegund, sem öll varð úr timbri, en gaf þó útlend- um systrum sinum ekkert eftir í mikilfengleik. Margt fleira en kirkjurústin opnast með sögulegri fjarsýn við rannsóknir í Skálholti. Húsaskip- un þeirra hýbýla, sem lágu beint suður af kirkju og höfðu göng til

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.