Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 5 næturferða upp í kirkjuna, sýnir töluverðan skyldleik við húsaskip- un klaustra. Einkum bendir það ásamt mörgum sérkennum kirkju- sniðsins til áhrifa frá húsagerð Bernharðsmunka. Kirkjugarður Skálholts var nokkrum sinnum notaður til varnar í ófriði, eins og Sturlunga vitnar best. Og eftir Sturlunga- öld hefir Virkishóll verið hlaðinn upp utan kirkjugarðs sem innan- gengt forvirki, er skjóta mætti úr að þeim, sem norðan traðir komu (seinast gert 1548). Miðaldainnsigli mörg (7 inn- sigli alls) hafa fundist og sannað, að kirkjan eða skrúðahús og kap- löngum, sem þarna unnum, hvort umrót manna 1650 við byggingu Brynjólfskirkju, 1801 við rif hennar og ótal sinnum við óút- reiknanleg tækifæri hefði ekki afmáð svo leifarnar frá miðöld- um, að við hefðum þangað vesalt erindi og fengjum fátt stórt að sjá. Við Jökull Jakobsson höfðum grafið upp göngin frá bæ til kirkju og staðnæmst svo rétt við dyr leyndardómanna, sumarið 1952. Nóg var þá vitað til þess, að öllum varð starsýnna á þær lok- uðu dyr en áður. Alþingi veitti fé til að grafa upp kirkjurústirnar Ævaforn legsteinn hjá altarisstaðnum austur af Pálskistu. Brot steinsins liggja eins og að þeim var komið í moldinni, en önnur brot eru týnd. Af hinni listrænu krossfestingarmynd á steininum sést neðri helmingur skýrt og hægri hönd hins krossfesta, negld á krossarm efst á horni steins, en ofan af er brotið. Næst háaltari og kistu er þetta þriðji merkasti fundur Skálholts- graftarins. Ljósmynd: Gísli Gestsson. ellur hennar hafa verið höfð til samninga og skjalaritunar. Mið- aldapeningar sex, sem ákvarðaðir verða, fundust einnig, og var helmingur þeirra enskur. Leifar iistaverka, sem bráðnað hafa í klessu víst í seinni dómkirkju- brunanum (1527), hafa ýmsar fundist og eins mikið af lituðu gleri, oft með andlitum eða út- flúri, sem gefur hugmynd um, hver listaverk sumir kirkju- gluggarnir hafa verið. Rannsókn hinna smágervu leifa margvíslegra, sem fluttar voru nú úr mold Skálholts í Þjóðminja- safnið, hlýtur að taka mörg ár, ef gerva skal að öllu hyggja. Spurning sú brann í hug okkar og fól Skálholtsfélaginu þær fram- kvæmdir, en formaður þess, Sigurbjörn • Einarsson prófessor, hefir um langt skeið verið einna mestur hvatamaður alls, sem þarflegt væri að gera í Skálholti. Forstöðu verksins höfðu Kristj- án Eldjárn þjóðminjavörður og Hákon Christie arkitekt, einhver fremsti sérfræðingur Norðmanna um miðaldakirkjur. Þrátt fyrir það, að til verksins var stofnað með góðu mannavali og þeim fræðilegum undirbúningi, sem tiltækur var, og ber fremst að nefna kirkjubyggingarann- sóknir Magnúsar Más prófessors, var talsverður geigur í okkur sögufróðum mönnum við það að Einn hinna kistulausu. Djúpt undir honum lá köstur af beinum fornra virð- ingamanna, á gólfi stigahúss, sem er ævafornt og hefir verið moldu fyllt á 16. öld eða litlu fyrr. Ljósmynd: Gísli Gestsson. opna þessar dulu dyr, svipta sverð- inum ofan af steinum Skálholts. Það var geigur Galdra-Lofts um, að aldrei næði hann Rauðskinnu. Vinalegustu félagarnir, sem við væntum að finna þarna og fund- um stóran söfnuð af og Jón Steffensen tók til varðveislu um sinn með frábærri alúð, voru beinagrindurnar. Orðlausar voru þær að vísu, en ekkert, sem þær áttu til, vildu þær spara til að fræða okkur. Það þarf ekki að taka fram, að engir eru vinsam- legri við bein og sáttari við þá dauðu en atvinnugrafarar, og hvenær sem okkur grafara dreymdi um eigendur beinanna, voru þeir áhugasamir um það eitt, að Skálholt framtíðar og Ijómi fortiðar yrðu sem stærst. 1 gröfum eru allir jafnir. Þótt það séu ósannindi frá sjónarmiði líkkistna og útfararsiða og stang- ist við hugmyndir sumra um framhaldslífið, verður þessi jafn- aðarkenning kristninnar sönn í kirkjugarði, sem rís og sýnir sig jarðneskra augum. Þetta er ekki sagt til að lítillækka hin tignu bein, rósbleik með nokkurn fíla- beinsgljáa, sem eftir voru af Páli í kistu hans, heldur varp ijóma af hjarnskál hans yfir allan beina- söfnuð kirkjunnar, hann er sem foringi fremstur meðal jafningja Skálholts, hvort sem þeir hafa verið settir þar í mold í nokkurri kistu eða engri. Rétt fyrir innan, þar sem göng- in frá bænum komu undir kirkju, lágu bein fjögurra upp undir kirkjugólfi að kalla, og höfðu þeir verið settir niður kistulausir í föt- um sínum, a. m. k. sumir með skó á fótum. Hafa þeir verið jarðsett- if í drepsótt? Eða eru það smiðir, sém látið hafa lífið við það að Framhald á bls. 35. Grafarhólf Þórðar biskups, leifar framkirkjuveggja og efri gangamunnans. Við munnann, dýpra, felst stigahúsið. Ljósmynd: Gísli Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.