Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Page 17

Fálkinn - 17.12.1954, Page 17
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *>£Á*>t&*>fí&*>i)&*>fÁ*>f&*>[£X 9 þvíer hvítnr fljótar og auðveldar! Rinso í allan þvott hann skrifað áhrifamikla lýsingu, sem var algerlega tónlistarlegs eðlis, og stíllinn varð lofsöngur til þess, sem höfundurinn ann mest: til hafsins og tónlistarinnar. Ingrid drottning lætur sér sér- staklega annt um kvenskátana. Eitt sumarið höfðu stelpurnar tjaldbúðir rétt hjá Graasten, en þar dvöldust konungshjónin þá. Og eitt kvöldið komu tignir gestir í heimsókn. Það gekk illa að láta varðeldana loga, en konungurinn hjálpaði stelpunum og svo varð mikið bál. Stelpurnar sungu eins og þær gátu, til að þakka fyrir hjálpina og heimsóknina — en talsvert falskt. Þá varð drottningu að orði: ,,Hvað ætli maðurinn minn segi um þetta?“ Það gerðist líka á Graasten að hljómsveit, sem ekki var beinlín- is • af venjulega taginu, upplifði sjaldgæfan viðburð. 1 september 1945 varð lögregluhljómsveitin í Odense sú fyrsta í heimi sem gat hrósað sér af því að hafa verið stjórnað af krónprinsi. Hljóm- sveitin hafði haldið hljómleika í bænum, og lögreglan í Graasten spurðist fyrir um hvort sveitin mætti halda hljómleika fyrir krónprinshjónin. Þau sögðu það velkomið, og þegar hljómsveitar- mennirnir höfðu safnast saman spurði stjórnandinn hvort krón- prinsinn væri fáanlegur til að stjórna einu laginu. Friðrik krón- prins spurði hvaða lög væru á skemmtiskránni. Stjórnandinn taldi upp ýmislegt og krónprins- inn spurði: „Hafið þið ekkert eftir Lumbye, elsta telpan mín hefir svo gaman af lögunum hans.“ Svo var „Britta-polki“ Lumbyes tek- inn fram, og krónprinsinn fór úr jakkanum og stjórnaði, Margrethe dóttur sinni til mikillar ánægju. Hún er hrifin af Lumbye ennþá. Það er sagt að þegar yngsta prins- essan hafði verið skírð í Hallar- kirkjunni, hafi konungurinn spurt Margrethe hvernig henni hefði líkað söngurinn. „Hann var falleg- ur,“ svaraði Margrethe, „en ég hefði nú heldur viljað heyra eitt- hvað lag eftir Lumbye.“ H. C. Lumbye var lengi hljóm- sveitarstjóri í Tivoli, og þar er stytta hans í garðinum. Þetta tón- skáld hefir bókstaflega verið endurvakið á síðustu árum, og það er Friðrik konungi að þakka. Georg Höeberg, vinur konungs- ins, var dóttursonur Lumbyes, og það kann að vera að hann hafi vakið athygli konungs á hinu gamla tónskáldi. Margir vand- fýsnir tónlistarmenn gera lítið úr Lumbye. Höfundur hins vinsæla „Champagne-Galop“ var ekki talinn til stóru spámannanna og það var farið að fenna yfir nafn hans. En nú er öldin önnur. Frið- rik konungur hefir oft sagt, að Einn sumardag voru 850 hljóm- sveitameðlimir frá deildum „Fri- villigt Drenge Forbund“ saman- komnir á landsfundi. Friðrik krónprins var verndari mótsins og viðstaddur, og drengirnir gleyma því ekki alla sína ævi er hann steig upp á pallinn í miðjum klíð- um og stjórnaði allri sveitinni. Og i ræðu sinni sagði hann við dreng- ina: „Þakka ykkur fyrir að þið vilduð hafa mig fyrir verndara! Ef eitthvað á að komast í verk, drengir, er um að gera að skapið sé gott — allt gengur vel þegar sungið er og spilað.“ Eftir að drengirnir 850 höfðu leikið lag undir stjórnandanum kom krónprinsinn upp á pallinn og stjórnaði „Chr. IX. Honnör- march“ eftir Lumbye. Hljóm- sveitin hafði ekki leikið hann áð- ur, en krónprinsinn sagði að þeir skyldu skoða þetta sem æfingu. Ef ekki færi vel yrðu þeir að byrja aftur. „Og spilið þið nú ekki of hægt,“ sagði hann áður en hann lyfti taktstokknum. Þegar þeir höfðu leikið lagið nokkrum sinn- enginn sé jafn ósvikinn fulltrúi og túlkandi ekta Kaupmannahafn- argáska og Lumbye var. Og nú heyrast lög hans oft í útvarpinu, í óskalögum, í Tivoli og í veislum konungshjónanna í Kristjáns- borgar-höll. Þegar Friðrik var krónprins var hann verndari „Filharmonisk orkester“ í Fjóns-stifti. Af þeim ástæðum var hann viðstaddur hljómleika í Odense. Áður en hljómleikarnir hófust töluðu þeir stjórnandinn, Georg Höeberg, og form. hljómsveitarinnar, Lund Petersen saman um ýmislegt við- víkjandi hljómleikunum, t. d. hvort Lund Petersen ætti að leggja taktstokkinn á púltið áður en stjórnandinn kæmi inn. Höe- berg taldi það réttast en krón- prinsinn andæfði: „Nei, gerðu það ekki, Georg,“ sagði hann. „Þú skalt stinga honum upp í ermina og láta hann renna fram úr, svo að lítið beri á, um leið og þú heils- ar — eins og ég geri núna!“ Og svo sýndi hann hvernig fara skyldi að, og það var samþykkt. um — hraðinn varð alltaf of lítill, sagði hann: „Einu sinni enn, strák- ar, og nú er það ekki æfing!“ Svona atvik gera konunginn vinsælan. Og vinsæll er hann, ekki síst hjá þeim sem tónunum unna — hvort heldur er hjá vandfýsn- um kammermúsíkfélögum eða al- þýðlegum hljómsveitum, þar sem Lumbye er í hásæti. * JÓLAPÓSTURINN SENDIR. — Það er ekki alltaf hægðarleikur að koma jólakortunum í póstkassann þcgar maður er lítill. Eina bótin er að strák- arnir eru nærri til að hjálpa.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.