Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Side 22

Fálkinn - 17.12.1954, Side 22
INN 18. september 1955 verður Greta Garbo fimm- tug. Og i ár eru 13 ár síðan hún lék í síðustu kvik- mynd sinni til þessa: „Léttúðugi tvi- l)iirinn“. Þetta er iangur tími, en þó er ekki farið að fyrnast yfir nafnið enn. Flestir aðrir mundu gleymast á þeim tíma. Greta kom fram á sjónarsviðið með líkum hætti og sagt er um gyðjur Forn-Grikkja. Og henni tókst að hafa á sér dularfullan hjúp, eins og gvðj- urnar, hjúp frægðar og dulrúnar. Út á við. En allir sem þekkja hana og liafa haft eitthvað saman við hana að sælda, eru sammála um að eiginlega sé ekkert dularfullt við hana. Það sem þeir leggja einkum áherslu á er persóna Greta Gustafsson í fermingarkjólnum — 15 ára og undurfalleg. hennar og óvenjuleg leikgáfa. Og allir tala um hve blátt áfram hún er og hugdetturík. Þeim þótti vænt um hana félögum hennar í kvikmyndaleikskól- anum í Rásunda, ekki síst fyrir það hve glaðvær hún var og orðheppin. — Greta Garbo, eða Gustafsson eins og hún hét forðum, fæddist í Blekinge- gatan á Södermalm í Stokkhólmi. Húsið er enn til. Faðir hennar, Carl Gustafsson, starfaði við götuhreinsun- ina í borginni. Hann og kona hans, Anna Lovisa Karlsson, voru bæði komin af fátæku tómthúsmannafólki í Smálöndum. Þau kusu að freista gæf- unnar i Stokkhólmi og giftust 1898. Faðirinn var hár og þrekinn, Ijós- hærður, kallaður „stilig". Greta átti tvö systkini, bróðurinn Svein, sem var fimm árum eldri en hún, og systur sem Alva hét, þrem árum eldri. Fjölskyldan átti erfitt uppdráttar i Stokkhólmi. Faðirinn undi ávallt illa götusóparastarfinu. Vafalaust liafa heimilisástæðurnar liaft varanleg á- hrif á Gretu. Hún þráði heitt eitthvað betra og fegurra.'og líklega hefir hana verið farið að dreyma um leikhús i bernsku. Þegar hún var 5—6 ára sást það ótvírætt að hún mundi verða mjög fríð. Og varla er til mynd af fallcgra ferm- ingarbarni en henni i nokkru mynda- albúmi í Sviþjóð, hvort heldur leitað er hjá háum eða lágum. En hún óx ekki upp við hollar myndahúsin nýbyrjuð að sýna stuttar áukamyndir á undan aðalmyndinni, og þetta voru að jafnaði auglýsingá- myndir. Það var Lars Ring kapteinn, sem átti upptökin að þessu. Hann sneri sér m. a. til P. U. Bergströms og bauðst til að gera auglýsingakvikmynd fyrir hann. Helst vildi hann láta eitthvað gerast í myndinni og hafa „almenni- lega“ leikara í aðalhlutverkunum, en að öðru leyli átti starfsfólk vöruhúss- ins að leika. Bergström gekk að þessu og Ring fór um deildirnar og valdi fólkið úr. Því miður tók hann ekki eftir Gretu fyrr en skipað hafði verið í öll hlutverkin. En þegar Ring var byrjaður á myndinni sá hann fram á að hún mundi verða hundleiðinleg. Hann varð að breyta áætlun og koma einliverju gamni að. Og það var i gamanhlutverki, sem hann bætti við, að Greta steig fyrsla skrefið í þeirri listagrein, sem síðar gerði hana heims- fræga. Hún kom fram sem sýningarstúlka í reiðfötum. En engan veginn fallegum reiðfötum. Nei, hún átti fyrst og fremst að vera hlægileg, og i fötum sem alls ckki hæfðu henni en voru nokkrum númerum of stór. Flestum AFGREIÐSLA í VÖRUHÚSI. Vorið 1920 lauk hún prófi í Katar- ina-skólanum. Og nú var næst fyrir að leita sér að betri alvinnu en hún hafði á rakarastofunni. í rauninni byrjaði ævintýri hennar í stórverslun Paul U. Bergström (PUB) á Hötorget, þá ekki fullra 15 ára. Greta skoðaði sig vandlega i speglin- um. Hún var há og þrekin svo að hún þóttist örugg er lnin svaraði spurn- ingu ráðandans: hvort hún væri orðin 15 ára? En þó vildi svo til að ráðingin gekk ekki í gildi fyrr en á afmælis- daginn hennar er hún varð 15 ára, 18. sept. 1920. Þá byrjaði hún að vinna í kvenfatnaðardeildinni. En eftir skamma stund var hún flutt í hattadeildina. Og þó þetta virðist ekki skipta miklu máli þá réð það samt miklu um framtíð hennar. Það atvikaðist svo að auglýsingastjóranum datt í hug að liafa myndir af væntan- legri hattatisku i auglýsingaskrá vöru- Lars Hanson og Greta, sem Gösta Bgrling og Elisabet Dohna. GRETA ER „UPPGÖTVUГ. Það var þessi litla auglýsingamynd, sem vakti löngun Gretu í leiklistina. Og aukaborgunin fyrir þess háttar var lika vel þegin, því að kaupið hjá Bergström var ekki nema 125 krónur ó mónuði. Og nú sólti Greta um stat- istastarf hjá sænska kvikmyndafélag- inu i Rásunda. Hún sótti líka fyrir systur sína, og í myndinni „Lukku- riddarinn" voru þær báðar. Og þar liafði Greta meira að segja ofurlítið hlutverk, liún lék ofurlítið atriði móti sjálfri hetju myndarinnar, — Gösta Ekman. Þó að hún fengi með limanum ýmis smáhlutverk þorði hún ekki að segja upp stöðunni hjá Bergström. Ekki fyrr en leikstjórinn Erik Petsch- ler fór að ráða ungar stúlkur í gam- anleikinn „Loffar-Petter“. Petschler „uppgötvaði“ Gretu einn 3-rœgasla lcikkona sinnar hðar. Foreldrar Gretu: Carl Gustafsson og Anna Lovisa Karlsson frá Smálönd- um. Hann var götusópari í Stokkhólmi. Engin leiklcona hefir verið dáð eins og hún. Og engin eins milúl ráð- gáta og hún. En hún er öðruvísi en flest. Hún er maúnafælin og hundleið á frægðinni. Og nú er hún horfin af sjónarsviðinu, hannske fyrir fullt og allt. Það er dregið í efa hvort hún hafi verið gœfusöm. En œvi hennar hefir verið viðburðarikari en flestra. — Þcirri ævi verður lýst hér, ævintýrinu mikla, sem hún hefir verið söguhetjan í síðustú 35 árin. myndir af Gretu með hattana til að nota í skrána. Það var nýmæli þá að láta andlit fylgja með hattamýndum. Vorið 1921 voru auglýsingaskrár með myndum af Gretu sendar uin alla Sví- þjóð. — Vegna hattanna! FYRSTA KVIKMYND GRETU. Um þetta leyti voru sænsku kvik- ungum stúlkum hefði ekki verið um þetta, en Greta Gustafsson var ekki þannig. Hún fór i stóru fötin og gekk upp í hlutverkinu af lifi og sál og lék af miklu fjöri. Það var eins og hún gjörbreyttist undir eins og hún stóð fyrir framan myndavélina. Feimnin og óframfærnin, sem annars éinkenndi hana, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Allir sem þekkja Gretu Garbo hafa tekið eftir þessari breytingu, bæði á sál og líkama. Hún varð önnur mann- eskja undir eins og hún fór að leika. kringumstæður. Blekingegatan og ná- grenni var alræmt tæringarbæli. Bæði systkin Gretu voru veikluð í uppvext- inum og Alva dó kornung. Það kom í hlut móðurinnar að halda lieimilinu við. Hún vann hjá öðrum sem hreingerningakona til að drýgja tekjurnar. Og vitanlega varð ekki um aðra menntun að ræða handa börnun- um en barnaskólann. Greta, eða Kata, sem hún kallaði sjálfa sig, varð að fara að vinna fyrir sér undir eins og skól- anum lauk. Kunningi hjónanna átti rakarastofu í Götgatan 5 og þangað hljóp Greta alltaf eftir skólatíma og sápaði viðskiptavinina. hússins. Hann lét sýna sér hatta- módelin og Iét afgreiðslustúlkuna sem næst var, selja hattana upp. Það var Greta. Hún setti upp hvern hattinn eftir annan. Auglýsingastjórinn varð meira en hrifinn, ekki af höttunum heldur andlitinu sem undir þeim var. Líklega var hann fyrsti maðurinn sem gerði sér Ijóst hve undurfalleg Gretá var þá. Að minnsta kosti lét hann taka FRAMHALDSGREIN. 1. GRETA GARBO

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.