Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Síða 23

Fálkinn - 17.12.1954, Síða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 4lHi‘ Greta Garbo í „Gösta Berlings saga“, sem Elisabet Dohna. T. v. Greta Gustafsson í fyrstu kvikmynd sinni, „Loffar Petter“. góöan veðurdag i Vasagötu, er hann nam staðar við skóbúðarglugga. Þá brá mynd af Gretu fyrir í spegli í glugg- anum. Petschler tók fyrst og fremst eftir hve fögur hún var á vangann, og sárlangaði til að ávarpa hana en þorði það ekki. En þegar hann kom til Bergströms til að kaupa fatnað í kvikmynd var hann heppnari, þvi að þar sá hann Gretu fyrir innan diskinn. Og nú var hann ekki seinn á sér að spyrja hvort liún væri fáanleg til að leika. Greta svaraði játandi og um leið afréð liún að segja upp búðarstarfinu. Hún fann að hún slóð á vegamótum. „Loffar-Petter“ varð engin merkis- mynd, það var hversdagslegur gaman- leikur um sól og sumar og fallegar stelpur. Greta lék hnellna hafmey, sams konar hlutverk og Gloria Swan- son byrjaði í. Þess má geta að í síðustu myndinni sinni, „Léttúðugi tvíbur- inn“, leikur Greta líka í baðfötum. Vitanlega vildi Petschlcr eiga sóm- ann af því að hafa „uppgötvað" Gretu. En honum verður að nægja að hafa verið fyrsti leikstjóri hennar, þvi að hann sá minnst af þvi sem i henni bjó. Hann var meira að segja ekki svo ánægður með hana að liann byði henni fleiri lilutverk. En annars hafði Greta ekki hug á fleiri kvikmyndum um þessar mundir. Nei, liún vildi komast að leikhúsi — Verða „almennileg" leikkona. STILLER VÍSAR HENNI FRÁ. Til þess að gera sér von um að kom- ast á leikskóla Dramatiska Teatern varð hún að fá sér einkatima lijá leilc- ara fyrst, en til þess þurfti peninga. Hún reyndi að verða sér úti um vinnu, leitaði nokkrum sinnum til Petschiers, sem hvorki gat né viidi gera annað fyrir hana en ráðleggja henni að fara lil leikarans Frans Enwall, sem rak skóla. En það eru fleiri leikstjórar til en Petschler, liugsaði Greta með sér. Hún hafði heyrt talað um Mauritz Stiller. Dugnaður hans var viðurkenndur, en það fór lika orð af þvi að liann væri geðvondur og uppstökkur. Eyrsta til- raun hennar til að ná tali af honum mistókst. Hortug vinnukona rak liana út og sagði henni að Stiller væri sof- andi og vildi ekki láta ónáða sig. Og litlu belur gekk í næsta skiptið. Stiller var að fara út og var í sérstaklega slæmu skapi: — Burt með yður, ég hefi engan tíma, var það eina sem hann sagði við Gretu. Það verður að segja honum lil máls- bóta að hann hafði aldrei frið fyrir ungum stúlkum, sem fyrir hvern mun vildu komast að kvikmyndum, kvölds og morgna og miðjan dag. En svona urðu fyrstu samfundir hennar og mannsins, sem síðar hafði úrslitaþýð- ingu fyrir frama hennar og tilfinn- ingalíf. Haustið 1922 gekk hún undir inn- tökupróf i leikskóla Dramatens. Henni tókst að ljúka prófinu og hafði valið sér hlutverk „Madame Sans Gene“, hinnar drífandi og kjaftforu þvotta- konu Napoleons. Þetta val á hlutverki var að mörgu leyti hyggilegt, því að hún gat túlkað það á mállýskunni sem töluð var á Södermalm. Eiginlega voru þrjú hlutverk áskilin til inntöku- prófs en Greta hafði ekki nema þetta eina. Fimmtíu ungar stúlkur gengu undir prófið en aðeins sex stóðust það, þar á meðal hún. Tvær liinna, sem stóðust prófið, kannast margir við: Mona Mártensson og Mimi Pollak. Tore Svennberg, hinn kunni skap- gerðarleikari, var þá forstöðumaður skólans og i dómnefndinni voru m. a. leikhúsgagnrýnendurnir Carl G. Laurin og Bo Bergman. Gustaf Mol- ander kenndi í skólanum. Greta eignaðist fljótt vini meðal nemendanna. Þeir segja ýmislegt fal- legt um liana: „Hún var töfrandi", segir einn. „Okkur fannst við verða að kjánum i samanburði við liana“, segir annar. Það er ekki fegurð Gretu fyrst og fremst, sem heillaði, þvi að hún reyndi eftir megni að leyna henni. Hún vand- aði lítt klæðaburð sinn. Kjólarnir fóru henni illa og hún gekk í þykkum ull- arsokkum. Greta hefir alls ekki gert sér ljóst sjálf hve fríð hún var, að minnsta kosti kunni hún ekki að nota sér það. Og hún hafði lag á að greiða hárið þannig að það varð engin höfuð- prýði. Hún vöðlaði það saman í hnút i hnakkagrófinni. En samt liafði hún áhrif á alla. Hún virtist hafin yfir stund og stað. Persónuleiki hennar var svo sterkur og hún var svo innilega kvenleg — laus við allt sem heitir „sex appeal“ — að allt annað gleymdist. METNAÐARGIRNI OG HUGSJÓNIR. Greta átti í ýmsu andstreymi á leik- skólanum, henni fannst hún vera eins og ftækingsfugl i ókunnu landi. Flestir hinir nemendurnir komu úr betra umhverfi. En þó að hún léti þetta ekki ala á óvild og öfund hjá sér, þá oili það þó því að hún varð dul í skapi og mannafælin, og stafar þe.tta vafa- laust frá minnimáttarkennd. En liún átti tvö góð vopn — alþýðlega gaman- semi, sem alltaf var á reiðum höndum, og tilsvör sem hittu. Hún féll aldrei í stafi yfir neinu. í hinni blendnu skapgerð Gretu Garbo bar mikið á ugg og löngun til að láta ekki troða sig um tær. Og þetta varð einkenni á allri leikstarfsemi hennar. Hún hafði heillast af leiklist- inni í bjargfastri trú á eigin hæfileika sina, en jafnframt knúist fram af tak- markalausri girnd í að iáta að sér kveða. En þó var það ástin á listinni en ekki draumurinn um persónulega frægð, sem ríkust var i sál hennar. Hún lék leiksins vegna og hana dreymdi ekki um að sjá nafn sitt með ljósaletri yfir leikhúsdyrunum. Og hún var ekki „leikbrjáiuð" á þann liátt að hún vildi atltaf vera að leika fyrir livaða áhorfendur sem vera skyldi. En hún var afar iðin og ærukær, og þvi erfiðari og stærri sem hlutverkin voru, þvi skemmtilegra þótti lienni að glíma við þau. Það var hennar yndi að fást við lietju- og liarmsögu- hlutverk. Hún var töfrandi sem Tora Parsberg á leikskólanum, heimsdama fram i fingurgóma. Og það stafaði frá henni liálign i „Mariu Stuart". En þegar hún átti að taka þátt i sýningum opinberlega kaus hún sér lítilvægustu hlutverkin, þar sem minnst bar á henni. Þá var allur metn- aður hennar horfinn og hún var hrædd. Hún hafði ekkert á móti því að leika gamlar kerlingarherfur. Það var líkast og hún kynokaði sér við að sýna fólki sitt rétta andlit. Andlitið sem nokkrum árum síðar varð tákn- mynd fegurðarinnar. Á |RIÐ 1924 ákvað Dramatiska Teat- ern að byrja á ný opinberar sýn- ingar ieikskólans, en þær höfðu legið niðri í nokkur ár. Æfingarnar voru stundaðar kappsamlega allan janúar og hálfan febrúar. Frumsýningin var ákveðin 17. febrúar. Þegar hér var komið sögu hafði Greta skipt um nafn og var farin að kalla sig Garbo. Nafnið var auðsjáan- lega stælt eftir nafni liinnar kunnu norsku söngkonu Eriku Darbo. Af gömlum vana hafði liún kosið Framhald á bls. 29. Greta Garbo og Melwyn Douglas í síðustu myndinni, sem hún hcfir leikið í til þessa: „Léttúðugi tvíburinn".

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.