Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Side 28

Fálkinn - 17.12.1954, Side 28
20 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 'SSSSSSSSSSS/fSSSSSSSSSSSSSSSVSSSSSSSSSSSSSr'SSSSSSSSSSSSSí I NIAGARA | — eru £rægu§tn fo§§ar lieini§in§ J: og; ratna§væði þeirra §exfalt I §tærra en í§lanil. KKI er það hæðin, sem hefir gert Niagarafoss- ana fræga. Hér á landi eru margir fossar hærri. ' En “vatnsmagnið er gíf- urlegt. Fram af brún fossanna steyp- ast um 7000 tonn af vatni á hverri sekúndu og það er þetta gífurlega vatnsmagn, þessi jötunorka, sem legg- ur fólk í læðing og gerir það agndofa. Og fossarnir hafa öðlast aukið að- dráttarafl fyrir tilraunir ýmissa ofur- huga, sem lagt hafa lífið í sölurnar til þess að fleyta sér niður þá eða ganga á streng yfir þá. Elsta saga um fossinn segir frá stúlku, sem Lelewala hét. Hún var Indiáni, dóttir höfðingj- ans Arnarauga. Var henni fórnað til að blíðka guð fossins. Vera má að þessi saga hafi ýtt yndir ýmsa að freista þess að komast lifandi niður úr fossinum, en það hafa margir reynt, ýmist í tunnum, stálhylkjuin eða gúmmíbelgjum, síðan hvítur mað- ur sá þessa fossa fyrst, en það var grá- munkurinn Louis Hennepin, árið 1678. Enginn veit hve margir hafa farist í fossunum síðan, en aðeins einn maður, Iíed Hill, sem sjálfur hefir glímt við fossinn, liefir slætt meira en hálft annað liundrað lík upp úr svelgnum fyrir neðan hann. Og þó liefir hann bjargað enn fleirum frá drukknun. Fyrsta manneskjan sem reyndi að komast niður Niagara í tunnu var kennslukona og hét Annie Taylor. Hún gerði þetta 1901 og komst iífs af. Nokkrum árum seinna reyndi Eng- lendingurinn Bobby Leach þetta, hann braut kjálkana og báðar hnéskeljarn- ar. Þegar liann var kominn á ról aftur rann hann á bananahýði og varð það hans bani. En frú Anna Taylor var ekki fyrsti ofurhuginn sem Niagara hafði séð framan í. Áður en hún fæddist lék Blondini sér á streng yfir Skeifufossi og bakaði sér pönnukökur yfir foss- inum og í annað skipti staulaðist hann yfir fossinn með hnappheldu á fót- unum. Árið eftir þegar prinsinn af Wales, síðar Edward VII. kom til Niagara gekk Blondini yfir fossinn og hafði auglýsingastjórann sinn sem eins konar knapa á bakinu á sér. Þessi maður er liingað til sá eini sem hefir farið „ríðandi“ yfir Niagara! Fólk hefir líka steypt sér í fossinn, synt inn í hringiðurnar undir honum og í bernsku fiugsins þótti það afrck að fljúga undir brúna fyrir neðan hann. Fjöldi lifsleiðra manna hefir kosið að gera út af við sig í Niagara. Niagarafljótið fellur úr Erievatni við horgina Buffalo og stefnir í vestur þangað til kemur að fossinum, en fyrir neðan þá liggur vatnsrennslið i norður, til Ontariovatns. Hæðarmun- ur Erie- og Ontariovatns er ekki nema hundrað metrar, og fallhæð Niagara rúrnur helmingur af því. Þrátt fyrir hin gífurlegu iðuköst og jötunafl vatnsins sem steypist fram af Efst: Jaðarinn á Skeifufossi, Kanadamegin. hergbrúninni, liefir vatnsflaumurinn sefandi álirif á taugarnar. Gangi menn nokkur skref frá brúninni við Ame- ríkufossinn heyra menn ekki annað en gjálpina í vatni sem rennur ójafnan Niagarafossarnir. Neðst sést Regnbogabrú, þá Ameríkufoss og öll Geitarey, en efst t. h. Skeifufoss. Ljósm.: K. Eiríksson. farveg. Vatnið iiverfur sjónum, eins og það sé hætt að renna, þó að menn sjái að hreyfing er á árrennslinu. Menn sjá aðeins skýstrók þar sem vatnið hverfur sjónum, og annan miklu stærri i fjarlægð yfir Skeifufossi, sem er hulinn undir þessum vatnsmekki. En gangi menn út á brúnina og halli sér yfir handriðið heyra menn allt i einu ferlegar drunur neðan úr djúp- inu, þar sem vatnsflaumurinn brotnar á urðinni niðri í hylnum. Og úðinn leikur kaldur og svalandi um andlit manna, ef vindurinn er á réttri átt. Og nú sjá menn livað hefir orðið af ánni. Og menn fyllast lotningu. Charles Dickens lýsti þessu svona: „Þá fann ég hve nærri ég stóð skapara mínum. Fyrsta og varanlega kenndin, augna- bliksins og líðandi stundar, var frið- ur. Friður i huganum, ró, hugleiðing um þá dánu, tilhugsunin um eilífa hvíld og gæfu, enginn liarmur eða ógnakennd. Niagara mótaðist í cinu vetfangi í hjarta mitt sem mynd feg- urðar, eilíflega óbreytanlegrar og ævarandi, uns æðaslag fossins hættir allt í einu fyrir fullt og allt.“ Niagara flytur sig. Þessi „æðaslög" hætta ekki fyrr en eftir 20.000 ár. Og ef miðað er við mannsævina verður fossinn sjötugur — en er nú orðinn fimmtugur. Frægir jarðfræðingar lialda því fram að fyrir fimmtíu þúsund árum liafi fljótið fall- ið af klettabrún beint ofan í Ontario-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.