Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Page 29

Fálkinn - 17.12.1954, Page 29
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 vatn, en eftir 20.000 ár liafi hann étiS undan sér brúnina og verði kominn alla leið inn í Erievatn. Þar sem fljót- ið rennur út i Ontariovatn núna er dýpið niiklu meira allt í einu, eða 168 metrar. Nú er fjarlægðin milli Ontariovatns og fossanna orðin 11 kílómetrar. Fyrir 3000 árum voru fossarnir þar sem járnbrautarbrúin er yfir fljótið núna, 2 km. fyrir neðan fossana. Á 85 áruiri; frá 1842 til 1927 hefir fossinn færst til um einn metra á ári. Innsta bugðan í miðjum Skeifufossi, þar sem elgurinn er mestur, hefir étið burt 30 metra á 33 árum, 1842—1875, en á næstu ellefu árum nagaðist helm- ingi meira. Skeifumyndin sem valdið hefir nafni fossins, er sem óðast að breytast í „V“. í Ameríkufossi er aðeins 6% af vatnsmagni Niagarafossanna. Þessi foss hefir þvi ekki færst eins mikið aftur og aðalfossinn, en grjótlirun varð mikið í þessum fossi árið 1931. Hvað er það sem veldur þessu „sliti“ á fossberginu? Er það eingöngu það að „dropinn holar steininn“ eða veðr- un, frost eða það að bergið er.meyrt? Svarið er þetta: Niagarafljótið er mjög hrein á, ber ekki með sér sand, aur og grjót nema sáralitið, því að aurinn er botnfelldur í Erievatni. Fljótið er að sínu leyti eins og Sogið og Laxá í Þingeyjar- sýslu. Botninn í farvegi fljótsins, bæði ofan og neðan við fossinn er hörð hella. En undir efri hellunni er laus sambreyskingur, sem drekkur i sig vatn, það frýs og molnar og hrynur, svo að -skúti myndast undir hörðu hellunni í fossbrúninni. Og þegar liellubrúnin hefir misst undirstöðuna brotnar hún undan þunga og átökum vatnsins. En fossinn felhir lóðrétt vegna þess að efsta lagið er harðast. Fossinn er 58 metra hár, en hylur- inn fyrir neðan hann er dýpri en fossliæðin, en neðar i álnum er grynnra, ]>ví að þar hefir grjótið sem molnað hefir úr fossbrúninni safnast fyrir. Eins og fyrr er getið eru aðeins 6% af vatnsmagni Niagara-fossanna i Ameríkufossunuin, en þó eru þeir tignarlegir og manni finnst vatns- magnið gífurlegt. Hvað mundi þá um Skeifufoss, þar sem vatnsmagnið er 16 sinnum meira? Niagarafljót er afrennsli fjögurra vatna, sem samtals eru talsvert meira cn tvöfalt stærri en ísland, eða 230. 000 ferkm. En úrkomusvæði þessa fljóts er kringum 600.000 ferkm. Ónot- að vatnsafl í Niagarafossunum er feiknamikið, en sjötti hluti vatns- ins fyrir ofan fossana liefir ver- ið virkjaður, bæði Bandaríkja- og Kanadamegin. Skemmtiferðafólkið og Niagarafossar. Niagarafossar eru sterkasta „ferða- fólksseguístál“ sem Norður-Ameríka á. Margfalt fleiri vilja sjá þá en hverina í Yellowstone Park. Um tvær milljónir og 250 þúsund manns skoða Niagara á ári hverju og vitanlega er allt gert sem í mannlegu valdi stendur til þess að nota þá sem best og sýna þeim fossana frá sem flestum liliðum, en allt kostar það peninga. Skemmtigarð- ar liafa verið gerðir kringum fossana og bílvegir þvert og endilangt til að sjá fossana frá sem flestum stöðum, gangstígir höggnir í bergið og gígur fyrir lyftu, sem hægt er að fara i ofan frá fossbrún og niður að hylnuni neð- an við fossinn, en þar sést litið nema úði og boðaföll. Á kvöldin eru foss- arnir í einu ljóshafi frá alla vega litum kastljósum, sem varpa frá sér ljósmagni á við hálft annað þúsund milljón kertaljós. Þá eru fossarnir glitrandi í ljósi en balc við er diinmur veggur af myrkri. „Maid of tjie Mist“ er hún kölluð Indiánastúlkan Lelewala, sem fórnað var fossgoðinu. Það er andi hennar sem svífur þarna yfir vötnunum. En eftir henni hafa verið skírðir tveir gufubátar, sem flytja farþega eftir álnum fyrir neðan fossana. Sá sem vill fara með þessum bátum verður að fá sér olíuföt og sjóhatt og svo er haldið upp cftir álnum, og inn i úðann, svo langt sem fært þykir. Félagið sem rekur þessa báta hefir starfað siðan 1885 en aldrei orðið slys í ferðunum. En það licfir grætt vel. Allir vilja fara með „Maid og the Mist“ inn undir Skeifufoss og horfa á fossinn neðan frá og heyra drunurnar, sem hvergi eru eins miklar og þar. Flestum sein reynt hafa ber saman um að þetta sé sú endurminningin sem síst gleymist frá Niagara. „Upper rapids“. En Niagara er miklu meira en sjálf- ir fossarnir. Maður verður að sjá bæði upphaf og endi þessa mikla náttúru- undurs. Fljótið rennur liægt og rólega úr Eirevatni niður undir fossana. Við Chippewa er fljótið nærri 5 kin. á breidd og er fært litlum skipum. Síð- ustu tvo kílómetrana ofan við foss- arifl skiptist rcnnslið i tvennt, sinn állinn hvoru megin við Geitarey, sem nær fram á brún og veldur þvi að fossarnir verða tveir. Nú færist far- vegurinn saman og verður hálfur annar kilómetri og enn þrengist liann á fossbrúninni og eru tæpir 500 metr- ar milli bakka við Skeifufoss. Ame- ríkufoss, hinu megin við Geitarey er aðeins 100 metra breiður, og tæplega þó. Siðasti spölurinn fyrir ofan fossana gengur undir nafn- inu „Upper Rapids" — Efri strengir. Þar sem strengirnir byrja er haft í ár- botninum, svo að dýpið minnkar allt í einu úr 50—60 metrum og í sex metra og jafnvel minna. Er því hægt að luigsa sér hvi- likur kraftur er á rennslinu yfir hrygginn Qg fram- hjá klettunum, sem sumir standa upp mtpstw ífRí1- t.'iNiEtrfr wmmmi: . ■( „ '■Mxrxfxskðmi r/i fiteo HJcXTft/u ti£Y»rcMto n%. 'gjm* cr r*t£ rmr * . Wmm, mxrm&t smm: Tiwmm '/HtHLPOOl hmp$ Uppdráttur af Niagara og fljótinu norður til Ontariovatns. úr. Þarna brunar fljótið fram með 50 km. hraða á klukku- stund. Þarna úti í hávöðunum sér í svartan dil; það er pramminn. Þegar verið var að vinna að virkjun við foss- ana 1918 strandaði dráttarbátur með pramnia i togi þarna fyrir ofan. Taugin slitnaði og pramm- ann rak niður í há- vaðana með tvo menn um borð. Það hefði ekki verið við- lit að bjarga þeim úr landi. En þeir luinnu ráð sjálfir og opnuðu bolnventl- ana og pramminn sökk niður á klett og stóð upp úr. án þess að hvolfa, Og mönnunum var bjargað með línu. „Whirpool“ og hylurinn. Fyrir neðan foss- ana er „Wliirlpool Radius" — hring- iðustrengirnir. Þar er fljótið mjóst á allri leiðinni milli vatnanna og liggur i stokk. Strengurinn byrjar undir járnbrautarbrúnni. Stokkurinn er að- eins 120 metra breiður og þrýst- ingurinn ofan að svo mikill að straumurinn verður 65 kilómetra hraður á klukkustund og ]iað er líkast og vatnið sjóði þarna niðri. Þetta er stækkuð mynd af Hvítárgljúfrinu fyrir neðan Gullfoss en svo mjög hefir vatn- ið unnið á berginu að það hefir grafið sér 75 metra djúpan stokk, en í efri strengjunum er dýpið aðeins sex metrar. Þegar úr þrengslunum kemur breikkar farvegurinn og vatnið lendir i hringiðu — „Whirlpool". Þarna er strengbraut yfir fljótið svo að fólk getur farið yfir strengina og horft niður á þá og ofan i hringiðuna. Strengbrautin er 45 nietrum yfir vatnsborðinu. Enginn veit hvað dýpið er mikið í hringiðunni. Á vetrum er Niagara eins og norður- póllinn — fossinn er stirðnuð klaka- hrönn, isjakar og sést varla i vatn. í febrúar 1912 var fljótið undir ís milli járnbrautarbrúarinnar og Skeifufoss. Um fimmtíu manns voru úti á ísnum þegar spöngin sprakk og komst á hreyfingu. En allir björguðust nema ein hjón og drengur. Hann hafði verið kominn að landi en sneri við er hann hann heyrði neyðaróp bak við sig. Lenti liann ásamt hjónunum á litlum jaka er barst á fleygiferð niður i Whirlpool Rapids og hringiðuna. Eina vonin um björgun var að kasta til þeirra linu niður af járnbrautarbrún- inni. Drengurinn náði í spottann en hafði ekki ráðrúm til að binda lionum utan um sig. En hann var loppinn og missti taksins meðan verið var að draga hann upp. En hjónin rak niður hávaðana uns alda reið yfir jakann og skolaði þeim burt. Kláffcrjan yfir Whirlpool Rapids.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.