Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Síða 34

Fálkinn - 17.12.1954, Síða 34
26 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 'A k/ "% Raunasaga Piu litlu. Pia litla var 13 ára þegar Ingrid Bergman fór frá henni og föður hennar og giftist Rosselini. °9 síðan hefir Pia átt bágt, segir Anita Hunter í greininni. NGRID BERGMAN, ein af hinum meiri leik- konum vorra daga, hlýddi kalli ástarinnar er hún fór frá fyrri manúi sinum, sænska lækninum Peter Lindström, og giftist ítalska leikstjóranum Roberto Rosselini. Það olli hneyksli er hún átti barn með Rosselini áður en hún hafðí fengið skilnað við Lindström. En það er óþarfi að minnast á hneykslið þegar saga Piu litlu er sögð. Eitt er vist, að hjönaband móð- ur hennar og Rosselini virðist vera hið besta, og þau eiga þrjú falleg börn: Robertino og tvíburana Ingrid og Isabellu. Ingrid hefir unnið mikla sigra í hinu nýja föðurlandi sinu, Ítalíu, en samt er hún ekki hamingjusöm. Oft keníur skuggi á andlitið og raunalegir drættir kringum fallegan munninn. Þá sér liún í huganum myndina af telpu. — Pia, segir hún lágt. — Pia, mér þykir svo vænt um þig! Kannske skilur þú mig ein- hvern tíma, þegar þú veist sjálf hvað ástin er ..... En Pia, eina barn Ingrid af fyrra hjónabandi, er langt í burtu. Hún á heima i Bandaríkjunum hjá föður sínum. Og i gremju sinni og beiskju hefir hann gert sitt til að Pia hati og fyrirliti móður sina. Þetta er harmur Ingrid Bergman og þetta er raun Piu litlu, sem ekki vill láta kalla sig Piu, vegna þess að móðir liennar gaf henni það nafn. Pia Lindström notar nú skírnarnafn sitt, Friedel Elisabeth, en kunningj- arnir kalla hana „Liz“. — Móðir mín kallaði mig Piu og setti nafnið saman úr fyrstu stöf- unum í Peter-Ingrid-Alltaf. En hún hefir ekki lialdið það sem hún lof- aði. Hún fór frá pabba — fyrir fullt og allt. í dag er hún sextán ára og spyr: Hvernig gastu fengið þetta af þér, mamma? Því að Pia getur ekki skilið að nokkur kona geti tekið nokkurn mann fram yfir föður sinn. Föður liennar, sem er svo elskulegur og fal- legur — og svo góður og gerir Piu allt til geðs. — Hvers vegna fórstu frá honum, mannna? VISSI EKKI HVE FRÆG MÓÐIR HENNAR VAR. Pia átti hamingjusöm bernskuár. Hún er fædd í Stokkhólmi en fór tveggja ára með foreldrum sínum til Ameríku. Pia var lifandi eftir- mynd föður síns. — Ekta Lindström, sögðu foreldrarnir lireykin. Ingrid varaðist að Pia lenti í kvik- myndasollinum í Hollywood. — Hún á ekki að verða neitt kvik- myndabarn, sagði hún einbeitt. Og þess vegna vissi Pia ekki, að móðir hennar var fræg kvikmyndaleikkona. Þegar hún var átta ára kom liún einu sinni hlaupandi úr skólanum og kallaði fagnandi til mömmu sinnar: — Mamma, mamma, kennslukonan spurði mig í dag, hvort ég gæti ekki útvegað sér mynd af þér! Hún segir fngrid Bergman og Rosselini með soninn Roberto og tvíburana Ingrid og Isabellu. Pia, eða Fridel Elisabeth og faðir hennar, Peter Lind- ström læknir, á leið til Svíþjóðar. að þú sért fræg, og hún ætlar að biðja þig að skrifa nafnið sitt á myndina. Er það satt að þú sért fræg? Ingrid gramdist þetta og skrifaði kennslukonunni bréf og sagði henni, að sér væri ekki að skapi að hún talaði við Piu litlu um þess háttar. Árum saman var hjónaband þeirra Ingrid og Lindströms talið til fyrir- myndar. Hún barst ekki á og mat mest að vera heima lijá manninum og telpunni þegar hún var ekki að leika. Og heima hjá sér var hún ekki kvikmyndaleikkonan Ingrid Bergman, heldur húsmóðirin Ingrid Lindström. Hann hafði sett á stofn skurðlækningastofu í Hollywood. Þau hjónin sáu ekki sólina fyrir Piu, en ólu hana samt upp skynsam- lega. Hún var glöð og sæl og allt virtist leika í lyndi. KOMDU BRÁÐUM AFTUR! Pia vissi að móðir hennar varð oftar og oftar að fara i ferðalög vegna starfs síns. Og þegar hún fór til Ítalíu til að leika i kvikmyndinni „Stromboli“ hjá Rosselini, var Pia ekkert liissa á því. Hún var orðin tólf ára. — Kemurðu ekki bráðum aftur, mamma? spurði hún. — Jú, vitanlega, Pia mín. Undir eins og myndin er búin! Hún vissi það ekki sjálf þá, að hún mundi aldrei koma til baka. En nú liðu mánuðir án þess að mamma kæmi, og Pia varð meira og meira óþolinmóð. Og faðir hennar varð dapur og þegjandalegur. Loks þraut Lindström þolinmæð- ina og hann fór til Ítalíu. Hann hótaði Ingrid því að hún skyldi aldrei fá að sjá Piu, ef lnin kæmi ekki með lionum heim. — Þú skalt aldrei fá liana, aldrei á ævi þinni, sagði Iúndström læknir er þau voru að semja með sér á Sikiley. — Þú mátt ekki gera henni svo illt, sagði Ingrid í öngum sínum. 'Þá vissi liún sjálf að liún var með barni — sem Roberto Rosselini átti. En Peter Lindström var ósveigjan- legur. í Ameríku komust nú lineykslis- fréttirnar á kreik og nú gengu blöð- in í skrokk á Ingrid Bergman, sem þau höfðu lofað mest áður. Og þau settu það ekki fyrir sig að þetta bakaði saklausu barni hörmulegustu raunir. MAMMA ÞÍN ER YOND! Pia litla var alltaf að vonast eftir mönnnu sinni og spyrja um hana. En hún fékk ekki svar. Lindström hafði tekið hana úr skólanum og sent hana til kunningja uppi i sveit, undir eins og fréttist um hneykslið. En það stoðaði ekki. Blaðamenn og ljós- myndarar eltu Piu litlu á röndum. Hvar sem hún kom var forvilið fólk á gægjum og spurði hana og dylgj- aði. — Látið þið mig í friði. Mamma, hjálpaðu mér. Komdu! hrópaði Pia í örvæntingu einu sinni þegar ein- hver óþokki hafði laumað að henni blaði. Á því stóð: „Hún mamma þin er vond manneskja“. Þó að málaflutningsmaður Lind- ströms gerði það sem í lians valdi stóð til að hlífa telpunni gat hann ekki afstýrt þvi að hún fengi tauga- áfall. Blöðin, útvarpið og helgislepju- kvenfélög höfðu sest að henni eins og gannnar. Ingrid Bergman var ekki mönnum sinnandi: — Farið þið með mig eins og ykkur sýnist, en lofið barninu að vera i friði. En engar bænir stoðuðu, enginn sýndi henni eða barni hennar vægð. Og smám saman fór grunsemd að vakna í hug telpunnar. Var það kannske satt þetta, sem allir sögðu? Og nú sá hún allt í einu móður sína með, sömu augum og faðir lienn- ar gerði. Síú fór henni að íinnast að móðir hcnnar hafði leikið hana illa. Hún var móðguð, lienni liafði verið útskúfað. Mamma hafði eign- ast annað barn og kærði sig ekkert um hana framar ....... Lindström gerði sitt ítrasta til að styrkja hana í þeirri trú. Þegar Pia spurði: — Er það satt sem fólk segir, að hún mama komi aldrei aftur? Þykir henni vænna um litla strák- inn en mig? Þá svaraði faðirinn engu, og hann leyfði meira að segja Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.