Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 5
að kaffið sem neyzluvara er
orðið 1000 ára gamalt?
Sagan segir, að nokkrar
soltnar geitur, sem nörtuðu
í nokkrar fagurgrænar plönt-
ur í fjallahlíðum í Abbesíníu,
hafi skyndilega orðið bráð-
fjörugar og hressar. Plantan
sem þær átu af var einmitt
kaffiplantan og hegðun geit-
anna leiddi athygli manna
að hinum hressandi áhrifum
kaffisins.
Fyrsta opinbera kaffihúsið
í Evrópu var opnað í Kon-
stantínopel 1554.
★
vísindamanna hafið kerfis-
bundnar rannsóknir á hin-
um dýpri orsökum slysanna.
Rannsóknir fara fram með
aðstoð lögreglu og tækni-
menntaðra manna og eru
menn vongóðir um árangur
af þeim.
-x
★ Albert Zubrinski heitir
kaupmaður nokkur í Los
Angeles. Hann hefur verið í
þungu skapi að undanförnu
og hefur vissulega ástæðu til
þess. Bófar heimsóttu hann
nýlega, rændu af honum
900 dollurum og kvöddu með
þessum kuldalegu orðum:
— Þetta er hreint engin
umsetning hjá þér, góði.
Viku seinna komu þeir aft-
ur og fundu þá 4500 dollara,
sem þeir hirtu með þessum
orðum:
— Þetta er að koma hjá
þér, góði!
að farið er að reyna að fœkka
umferðarslysum með aðstoð
sálfrœðilegra rannsókna?
I flestum dæmum er sál-
rænt ástand bílstjóra megin-
orsök umferðaslysa. í trausti
þessa hefur hópur amerískra
★ Eiginkona, sem ekki hef-
ur stjórn á skapi sínu, hefur
1 flestum tilfellum fullkomna
stjórn á mannaumingjanum
sínum.
★ Adam og Eva nutu margs
konar hlunninda, en öfunds-
verðust voru þau af því að
losna við að taka tennur.
Mark Twain.
★ Þótt kvenfólkið sé sjaldn-
ast handsterkt, tekst því
samt alltaf einhvern veginn
að skrúfa lokið þannig á nið-
ursuðuglasið, að hver með-
alsterkur karlmaður sé
minnst 20 mínútur að ná því
af.
★ Herbergisþjónninn þinn
er aldrei ókurteis, því að án
góðs uppeldis getur enginn
verið herbergisþjónn.
,Lord Chesterfield.
if Rannsóknir hafa sýnt, að
menn eru skapmestir, rétt áð-
ur en kallað er til máltíða.
Á hinn bóginn eru menn
aldrei bónbetri en þegar þeir
eru nýbúnir að borða.
★ Karlmenn vita venjulega
hvenær Þeir eru ókurteisir,
en kvenfólk veit það aldrei.
Samuel Butler.
★ Ókurteisi er það að þekkja
ekki takmörk sín
Jean Cocteau.
/
1893 bárust þær fregnir frá
Ameríku, að karlmenn þar 1
landi hefðu stofnað „And-
spyrnuhreyfingu gegn krino-
lini“. Takmark félagsins var
að berjast með öllum ráðum
gegn því, að kvenfólk gengi
í þessum viðamiklu krinolin-
um, sem þá voru í tízku. —
Karlmennirnir skrifuðu heil-
mikið skjal, þar sem þeir
færðu rök fyrir sínu máli.
Þeir bentu meðal annars á,
að það væri ekkert smávegis
fyrirtæki að fara með dömu í
krinolini á dansleik og hrein-
asti tortúr að dansa við hana.
Hver sú stúlka, sem mætti á
opinberum dansleik án krin-
olins, var gerð að heiðursfé-
laga í hreyfingunni og hlaut
skrautritað skjal.
1766 háði kvennagullið Casa-
nova einvígi við ofurstann og
greifann Branicki. Casanova
kom í stutta heimsókn til
Varsjár og var að sjálfsögðu
flæktur í ástarævintýri fyrr
en varði. Málinu lyktaði á
þann veg, að greifinn skoraði
kvennagullið á hólm og und-
an því gat hann ekki skor-
azt. Greifinn særðist hættu-
lega og Casanova einnig, en
miklu minna. Casanova flýði,
því að það gat dregið dilk á
eftir sér að lifláta svo tiginn
mann, þótt í einvígi væri.
Greifinn komst þó lífs af, en
þeir keppinautarnir sáust
aldrei eftir þetta. Nokkurn
tíma eftir viðureignina gekk
Casanova með aðra hönd í
fatla, og gaf ævinlega þá
skýringu, að hann væri með
heiftarlega gigt í handieggn-
um!