Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 33
en önnur hallæri; og ávallt þegar svarta- dauða getur á íslandi er átt við árin 1402—1404. Sögur hafa geingið um sveitir sem að fullu og öllu lögðust í auðn í Svarta- dauða og vitnar nú ekkert þar um forna byggð annað en þúfnakollar sem eitt sinn kunna að hafa verið veggir sæmi- legra híbýla. Þetta er t. d. sagt um Lángavatnsdal. Margt af þessu hefur vafalaust við rök að styðjast. Svo víst sé, hefur pestin ekki komið híngað oftar en í þessi tvö skipti, þótt möguleikar séu á að ýmsir þeirra sótt- arfaraldra er sí og æ píndu þjóðina næstu aldirnar hafi verið hún. Skæðir og bráðdrepandi faraldrar sem geingu á árunum 1541, 1546, 1648—50 og 1680—82 virðast t. d. hafa borið grunsamlega Jjós einkenni pestarinnar, þótt um það verði ekkert sannað framar. ★ Á Svartadauðatímunum lagðist nið- ur að mestu sú forna mennt að skrá arfsagnir og skáldskap, enda hefur saga þessa tímabils goldið þess. Hún er óljós um margt. En þá eru menn hinsvegar teknir að yrkja og raula lítil og létt stef, dansana. Þrátt fyrir 'erlend áhrif í þessum kveðskap, sem ekki komst á pappírinn fyrr en fyrir tiltölulega skömmu, er hann víða merkur aldar- farsspegill. Ekki er ósennilegt að til pestaráranna eigi feigðarandi sumra viðkvæðanna rót sína að rekja: dimmt er í heiminum drottinn minn; lángt er síðan mitt var yndið lagt í mold — og guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól. (Heimildir: Annálar: Nýi annáll, Skarðslárannáll, Vatnsfjarðarannáll elzti, Grímsstaðaannáll, Fitjaannáll; Árbækur Espólíns; Þjóðsögur Jóns Árnasonar; Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar; Sóttarfar og sjúk- dómar á íslandi 1400—1800, eftir Sigur- jón Jónsson lækni; Þorkell Jóhannes- son: Plágan mikla, Skírnir 1928; o. fl.) FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Mig langar til að vita ráð- leggingar yðar frá „Sjónarhóli St j örnuspekinnar ‘ ‘. Eg er fædd í N.-Múlasýslu þann 3. janúar 1923 í ljósa- skiptum á þeim degi að því er ég bezt veit. Eftir tvítugt fór ég að vinna af og til utan heimilis, seinna fór ég á skóla og lærði til á- kveðins starfs. Vann að því í nokkur ár, en varð að hætta vegna heilsubrests. Ég hef átt í erfiðleikum með að fá vinnu, sem ég þoli síðan. Ég er ógift, hef orðið hrifin af mönnum; en það hefur aldrei orðið gagnkvæmt, eins hefur það verið með þá karl- menn, sem óskað hafa eftir að giftast mér. Ég hef verið gjörsneydd áhuga fyrir þeim. Ég lifi mjög reglusömu lífi. Skemmti mér sjaldan af áður- greindum ástæðum. Með fyrirfram þökk, Tanna. Svar til Jönnu. Það var leitt að þú skyldir ekki geta gefið mér nákvæm- lega fæðingarstundina, því mér hefði verið kleift að gefa mikið fyllri upplýsingar ef svo hefði verið. Afstöðurnar í korti þínu eru mjög óhagstæðar með tilliti til hjúskapar. Þessar afstöður hafa einnig áhrif á heilsuna. Ég mundi segja að þú ættir alls ekki að hugsa um giftingu því það verður aldrei sam- komulag. Þú gætir hins vegar reynt að laga fyrir þér með því að temja þér góða um- gengni, því kortið sýnir að þú sér ekki sem beztur félagi. En þér er margt annað til lista lagt heldur en dýrkun guðsins Amors, sem ávallt mun reyn- ast þér fallvaltur förunautur. Til dæmis er plánetan Ven- us í Bogmannsmerkinu, en það táknar að þér mundi sækjast mjög létt að tileinka þér trúarbrögð og heimspeki, sem hvort tveggja er góður grundvöllur í lífinu. Sérhverj- um manni er nauðsynlegt að tileinka sér æðri hugsjónir til að lyfta sér upp úr hversdags- leikanum og geta þannig dæmt eigin gerðir í þeim til- gangi að bæta sig. Þú hefur einnig mjög sterkar afstöður í hinum svokölluðu Vatns- merkjum, en það táknar að þú sért mjög dulin fyrir öðr- um, það er að segja einræn, svo mjög að þú hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hegðun þína. En fyrst þú ert svona í eðli þínu skaltu bara hagnýta þér það eftir beztu getu. T. d. Júpiter í Sporð- drekamerkinu mundi meðal annars merkja að þú hafir mikinn áhuga á dulfræðum, öllu sem kallað er hjátrú og hindurvitni. í hjátrú og hind- urvitni álít ég mig hafa sótt meiri vizku heldur en ég hefði nokkurn tíma haft möguleika á í efnisvísindum nútímans, sem tiltölulega eru skammt á veg komin enn, sé miðað við þá möguleika, sem eru fyrir hendi. Hinar sterku afstöður í Vatnsmerkjunum, gera þig veikbyggða og til viðbótar af- stöðu Sólar, Mána og Satúrn- usar, sem teljast verða mjög veikjandi fyrir lífsorkima. Þú ræðir um að þú hafir átt erfitt með að fá þér starf við þitt hæfi, en ég vildi benda þér á þann möguleika sem fylgir sterkum afstöðum í Vatnsmerkjunum en það er hið ríka ímyndunarafl. Fólk með þessar afstöður hefur oft reynzt hinir beztu rithöf- undar. Sérgrein þeirra hafa verið hin dramatísku verk. Sólin í Steingeitarmerkinu, veldur því að þú ert leitinn á sannleikann, og reynir stöðugt að komast lengra og lengra upp eftir einstigi þekkingar- innar og þú hefur einnig vit á að hagnýta þér reynslu þeirra sem þegar hafa náð á tindinn. Þér er einnig tíðrætt um þessi efni við þá fáu, sem trúnað þinn eiga, þar sem Merkúr er í sama merki, Steingeitarmerk- inu. Þú ert með öðrum orðum manneskja, sem býrð yfir mikilli fýsn til að vita innri hlið hlutanna, og einmitt í þessari jarðvist hefurðu prýði- legt tækifæri til að svala þorsta þínum að miklu leyti. ★ Ef lesendur laiigar til að vita, hvað stjörnurnar segja um örlög þeirra og vatidamál, þá er auðvelt að verða við þefrri ósk: ASTRÓ spáir í stjörnurnar fyrir lesendur FÁLKANS Bréf til hans sendist til Fálkans, pósth. 1411 - merkt ASTRÓ FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.