Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 7
lýsingar hafa komið frá njósnurum á Is- landi eða annars staðar. Var það ætlun þeirra að granda þessari skipalest með öllu, og gáfu þeir undirbúningi sínum nafnið „Rösselsprung11. Var ekkert til sparað, og meðal annars ætlunin að nota hið mikla orrustuskip Tirpitz (systurskip Bismarks), orrustuskipin Scheer og Hipper og s)jö tundurspilla, auk fjölda kafbáta og flugvéla. Bandamenn höfðu mikinn viðbúnað til þess að verja hina mikilvægu skipa- lest. Létu úr höfn með kaupskipunum í Reykjavík og Hvalfirði sex tundurspill- ar, tveir kafbátar, ellefu „corvettur11 (fylgdarskip á stærð við togara), tund- urduflaslæðarar eða vopnaðir togarar, en flotadeild þessi var undir stjórn Eng- lendings á forustuskipinu H.M.S. Kepp- el. Jafnframt þessu hafði verið safnað saman á Seyðisfirði milli flotadeild. Var hún undir stjórn enska aðmírálsins L. H. K. Turner á beitiskipinu London, en auk þess voru í flotanum amerísku beitiskipin Norfolk, Wichita og Tusca- loosa, og loks tveir amerískir og sjö brezkir tundurspillar. Þessi flotadeild fór frá Seyðisfirði 1. júlí og sigldi norð- ur fyrir land til móts við sjálfa skipa- lestina. Enn er ekki upptalinn allur sá her- skipakostur, sem bandmenn tefldu fram. Hinn 29. júní sigldi frá Scapa Flow á Orkneyjum öflugur floti undir stjórn Tovey aðmíráls. Þar fór orrustu- skipið Duke of York fyrir, þar var ameríska orrustuskipið Washington, flugvélamóðurskipið Victorious, auk beitiskipa og tundurspilla. Þessum flota var ætlað að leggja til orrustu við Tir- pitz og önnur þýzk orrustuskip, ef færi gæfist og var hann á siglingu milli ís- lands og Svalbarða. Alls voru því her- skipin, sem áttu að veiya PQ-17 fleiri en kaupskipin, sem verja átti. LAGT ÚR HÖFN f REYKJAVÍK. Kaupskipaflotinn lagði, eins og áður var getið, úr höfn 27. júní. Þegar skip- in komu norður fyrir land, lentu þau í mikilli þoku og ís, og varð það til þess, að eitt skipanna strandaði, en annað laskaðist svo í ísnum, að það sneri aft- ur til Hvalfjarðar. Skömmu eftir að þau fóru framhjá Jan Mayen varð fyrst vart við þýzka kafbáta, og 1. júlí sáust fyrstu þýzku flugvélarnar. Var ein þeirra skotin niður. Næsta dag gerðu þýzku kafbátarnir fyrstu árás sína, en tundurspillar hrundu henni, áður en Iflón varð. Um skeið virðast Þjóðverjar ekki hafa áttað sig á skipan flotadeilda bandamanna, og töldu flugmenn Þjóð- verja beitiskipin vera orrustu- og flug- vélamóðurskip. Auk þess var skipa- lestin QP-13 á leiðinni til íslands og ruglaði árásarmenn enn frekar. En það greiddist úr flækjunni og þá hófust árásir Þjóðverja fyrst að marki. Fyrsta alvarlega flugvélaárás Þjóð- verja var gerð 2. júlí, er átta tundur- skeytaflugvélar réðust til atlögu. Ein þeirra var skotin niður, en þær ollu engu tjóni. Næsta dag gerðu 26 þýzkar flugvélar árás, en lágskýjað var og fór árásin út um þúfur. Hinn fjórða júlí var enn gerð árás og tókst nú Þjóðverj- um að hæfa fyrsta skipið, Christopher Newport. Laskaðist það mikið og var því sökkt. Þennan dag réðist hver flug- vélahópurinn á fætur öðrum á skipin og löskuðust fjögur þeirra en tvö gátu þó haldið áfram ferðinni. Veður var hið hentugasta til árásanna, og hvíldar- laus orrusta allan daginn. I skýrslum til þýzku flotamálastjórnarinnar segir, að vafalaust megi valda geysilegu tjóni með því að senda flugvélarnar beint inn yfir skipalestina, án tillits til þeirr- ar hættu, sem slíkt hefur í för með sér. En því miður hafi flugvélarnar ekki gert þetta þennan dag. „Sjórinn virð- ist kaldur 900 mílur frá pólnum“, seg- ir í skýrslunni, og er þar gefið í skyn, að þýzku flugmennirnir hafi óttast að hrapa í sjjóinn. Að kvöldi þessa dags, 4. júlí, bárust skipanir frá flotamálaráðuneytinu í London þess efnis, að skipalestin skyldi dreifa sér, en fylgdarskipin sigla vestur á bóginn. Höfðu borizt til London fregnir .af því, að þýzku orrustuskipin, þar á meðal Tirpitiz, hefðu látið úr höfn, og átti beitiskipadeildin að reyna að lokka þau frá kaupskipunum. Sjálf orrustuskip bandamanna voru sunnan við Svalbarða og því of langt frá til þess að geta varið skipalestina, auk þess sem yfirburðir Þjóðverja í lofti voru svo miklir, að ekki þótti ráðlegt að leggja til orrustu of nærri Noregs- ströndum. Vakti þessi fregn mikla óá- nægju meðal sjómanna, sem töldu, að flotamálaráðuneytið gerði of mikið úr árásarfyrirætlunum hinna þýzku skipa. Þegar þetta gerðist voru kaupskipin norður undir ísröndinni, því sem næst beint norður af norðurhöfða Noregs. Þau áttu eftir 450 mílur til Novaya Zemlya, en alla leiðina gátu Þýzkar flugvélar ráðizt á þau eins og þeim sýndist. ÖRLÖG KAUPSKIPANNA. Það voru sorgleg og dapurleg örlög, Frh. á bls. 30 Sjómennirnir bíSa átekta milli árása á skipalest á hafinu. Hér segir frá skipalest, sem fór frá Reykjavík til Murmansk í Rússlandi 1942. Um hana var háð ein mesta sjóorrusta allrar síðari heimsstyrjaldarinnar... FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.