Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 30
FRÁ REYKJAVÍK TIL RÚSSLANDS - Framh. af bls. 7. sem biðu kaupskipanna eftir að skipa- lestinni var dreift. Er það skoðun kunn- ugustu manna, að orrustan í Barents- hafi, er Þjóðverjar sökktu hverju skip- inu á fætur öðru, eigi sér engan líka í sögu kaupsiglinga. Fyrst segir frá kaupskipinu Carlton, sem var hlaðið skriðdrekum, er fara skyldu til rússnesku vígstöðvanna. Því var sökkt af kafbáti 5. júlí, og bjarg- aði kafbáturinn flestum skipsmönnum. Reyndust þeir litlir hermenn í óvina- höndum, því að Þjóðverjar fengu hjá þeim mikilvægar upplýsingar, en eftir heimkomu sína löngu síðar dreifðu sjómenn þessir út hinum furðulegustu sögum um orrustuna. Næst má nefna Washington, hlaðið skotfærum og sprengiefni. Það hafði þegar laskazt, en hélt ferðinni áfram og lenti í ísreki og varð að breyta stefn- unni suður á bóginn. Sigldi það með- fram ísröndinni, og reyndu sjómenn- irnir að hlaða hættulegasta sprengiefn- inu (TNT) sem mest á bakborða, þar eð árásir kafbáta voru óhugsandi þeim „Gjörið þér svo vel. Matseðill næstu viku.“ „Það byriaði þannig, að hann bað mig um að passa kanarífuglinn sinn.“ 30 FÁLKINN megin, sem ísinn var, og loftskeyta- maðurinn heyrði nú hvert skipið á fæt- ur öðru senda frá sér hinzta skeytið. Hinn 4. júlí réðist þýzk flugvél á skip- ið, en tókst ekki að sökkva því. Voru nú tvö önnur skip, bæði ensk, í nágrenn- inu, og þrem stundarfjórðungum eftir fyrstu árásina komu fleiri flugvélar og sökktu þær skipunum öllum þrem. Áhöfnin af Washington, 46 manns, komst í bátana. Komst skipið Olopana þeim bráðlega til bjargar, en sjómenn- irnir í bátunum neituðu að fara um borð í það, og töldu sig óhultari í björg- unarbátunum, þótt á reginhafi væri. Þessi grunur þeirra reyndist réttur. Næsta dag var Olopana sökkt. Björgunarbátarnir af Washington stefndu í austurátt í þeirri von að ná landi í Novava Zemlya. Hinn 8. lentu þeir í hríð mikilli, sem stóð yfir átta klukkustundir, og daginn eftir skall á önnur hríð engu minni. Hinn 11. sáu þeir land og næsta dag náðu þeir til lands. Voru þeir þá mjög þjakaðir af hungri og vosbúð, en tókst að veiða einn máv og nokkra smáfugla. Gerðu þeir úr því súpu, hvíldu sig en ýttu síðan frá landi á ný og sigldu suður með strönd landsins í þeirri von að finna mannabústaði. Heppnari voru skipbrotsmenn af öðru skipi, sem komu að landi hjá byggð rússneskra frum- byggja, sem tóku vel á móti þeim. Skipbrotsmennirnir af Washington voru tvo daga enn í bátunum, en rák- ust þá á björgunarbáta hollenzka skips- ins Paulus Potter, sem einnig hafði verið sökkt. Voru nú saman komnir um 100 sjómenn og gengu þeir enn á land. Tókst þeim að veiða fjölda anda og enn gerðu þeir sér súpu. Þriðjungur þeirra var svo illa haldinn, að þeir gátu ekki einu sinni gengið. Næsta dag hófu skipbrotsmenn róð- urinn yfir að meginlandinu (en Novay Zemlya er eyland), og rákust þeir þar á skipið Winston-Salem, sem hafði komizt þangað og strandað. Fóru þeir um borð í skipið og fengu þar fyrstu máltíð sína dögum saman. Nokkru síð- ar kom rússneskt hvalveiðiskip og flutti þá alla um borð í brezka skipið Empire Tide, en þýzkir kafbátar höfðu hrakið það inn í Matochkinsund. Voru nú 240 manns í skipinu, en þýzkar njósnaflug- vélar stöðugt á sveimi yfir því, og mat- arbirgðir orðnar litlar. Áhöfnin á Washington fór því enn á ný í bátana og freistaði þess að bjarga sér ein síns liðs. Hinn 20. júlí hitti Empire Tide leifar af skipalestinni miklu, fimm kaup- skip (af 33), þrjú frönsk fylgdarskip, tvo rússneska tundurspilla og sex lítil fylgdarskip ensk. Náðu þau landi í Archangelsk og voru hinir særðu her- menn þar settir í sjúkrahús. Þannig mætti rekja sögu margra skipa, sem voru í þessari ógæfusömu skipalest. Á einu skipi voru skriðdrek- ar á þilfari, og braut áhöfnin þá upp, braut einnig upp skotfæri og notaði byssur skriðdrekanna gegn flugvélum. Þetta mun ve.ra eina dæmið, sem til er í sögu siglinganna, þar sem sjómenn hlutu heiðursmerki í stað strangrar refsingar fyrir farmrán. Annað atvik sýndi vel, hversu sjó- menn bandamanna notuðu hugvit sitt til að bjarga sér. Brezka fylgdarskipið Ayrshire var ásamt fjórum kaupskip- um, tveim brezkum, einu amerísku og einu panamísku, statt skammt frá ís- röndinni. Datt þá skipstjóra panamíska skipsins, sem hét Salvesen og var van- ur íshafssiglingum, í hug að mála skip sitt alhvítt öðrum megin og sigla inn í ísinn. Gerðu allar skipshafnirnar þetta, máluðu skipin hvít annars vegar, hengdu rúmföt fyrir kýraugun og sigldu 20 míl- ur inn í ísinn, en sneru hvítu hliðunum til sjávar. Þar biðu þau þar til árás- unum á skipalestina lauk. Nokkru síðar komu tvö skip til viðbótar og gerðu hið sama. Þannig voru skip þessi falin í þrjár vikur, og flaug þýzk flugvél yf- ir þau, án þess að sjá þau. í lok júlí sigldu þau út úr ísnum og komust heilu og höldnu til Archangelsk. GEYSILEGT SKIPATJÓN. í þessari ógæfusömu skipalest, PQ-17, voru 33 kaupskip, þegar hún lagði af stað frá Reykjavík og Hvalfirði, en 22 þeirra var sökkt á leiðinni. Aðeins þriðj- ungurinn, 11 skip, komust til Rússlands. Þegar skipin létu úr höfn á íslandi, höfðu þau meðferðis 188 000 smálestir af hvers kyns vopnum og varningi, sem Rússa vanhagaði mjög um. Af þessu mikla vörumagni lentu 123 000 lestir á hafsbotni með sökktum skipum. í byrjun ágúst þetta ár voru í rússnesk- um höfnum við íshafið 1300 skipbrots menn úr þessari einu skipalest. Bandamenn lærðu mikið af þess- ari dýrkeyptu reynslu um yfirburði flugvéla yfir kaupskip, nema loftvarn- ir séu því betri á þeim. Þeir gættu þess eftir þetta að senda aðeins sérstaklega vígbúin skip þessa leið, og síðar urðu aðflutningar til Rússa eftir öðrum leið- um, aðallega um Persaflóa. Þjóðverjar voru að vonum hreyknir af þessum mikla sigri, enda unnu þeir ekki aðra meiri sigra á sjó í allri styrj- öldinni. Þeir gáfu út bækling um „Slátr- un skipalestarinnar í Norðurhöfum“, en gættu þess að minnast ekki á ferð Tir- pitz. Slík örlög sem þessi biðu stundum sjómanna hinna ýmsu þjóða, sem ráf- uðu um götur Reykjavíkur og annarra kaupstaða á íslandi á styrjaldarárunum. Slíkir viðburðir sýndu, hvílíka þýðingu fsland hafði fyrir siglingar á Atlants- hafi, er þar var önnur aðalbækistöð bandamanna í svo mikilli og einstæðri orrustu. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.