Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 32
menn telja það ofmælt og álíta nær
sanni að helmíngur hafi fallið.
★
Áður var drepið á þjóðsögur þær er
mynduðust um Svartadauða. Mönnum
virðist hafa verið tamt að ímynda sér
hana í gráu nautslíki eða þá einhvers
konar mannverur eins og fram kemur
í sögninni í upphafi þessarar frásagnar.
Ein sagan segir t. a m. að þegar hann
koip að Hrútafjarðará í gráu nautslíki
og ætlaði vesturyfir, kom á móti hon-
um rautt naut og hrakti hann einatt
austuryfir, svo hann komst aldrei á
Vestfirði. Önnur saga af sama tagi skal
hér tekin upp orðrétt; hún er komin
frá séra Skúla Gíslasyni í seifn Jóns
Árnasonar og er sérkennileg eins og
fleira sem hann færði í letur.
„Þegar svartidauði geisaði á íslandi
komst hann aldrei á Vestfjörðu því tólf
galdramenn vestra tóku sig saman og
mögnuðu allir sendingu á móti honum.
En svartidauði lagði yfir landið eins og
gufa sem náði upp í miðjar hlíðar og
\ ' , '
^ \\\,1\ \ U
\
•w jr
„Nei, í kvöld er ég því miður upp-
tekinn, Arthur. En ég get vel tek-
ið við konfektkassanum fyrir því.“
32 FÁLKINN
út á mið fiskimið; réðu fyrij- gufunni
karl er fór með hlíðum og kerling er
fór með löndum fram. Gistu hjón þessi
hjá kotbónda nokkrum á Svalbarðs-
strönd; þótti taónda þau heldur ískyggi-
leg og vakti um nóttina þó hann létist
sofa; heyrði hann þá hvernig þau ráð-
gjörðu að haga ferðum sínum um dag-
inn til þess að eyða byggðina, og um
morgunin voru þau horfin. Bóndi brá
þá við og fann Grundar-Helgu er var
landsdrottinn hans og sagði henni hvers
hann hefði orðið var. Tók hún þá ráð
það að flytja sig og fólk sitt á fjöll upp
og dugði það sem kunnugt er orðið.
Þegar gufan og manndauðinn tók að
færast vestur eftir höfðu galdramenn-
irnir sendinguna tilbúna; var hún grað-
ungur mikill fleginn ofan að knjám og
dró hann húðina eftir sér; hitti hann
karl og kerlingu undir klettum í fjöru
við Gilsfjörð þar sem leiðir þeirra urðu
að liggja saman; sáu skyggnir menn
aðgang þeirra og lauk svo að uxinn kom
þeim inn undir húðina, lagði þau undir
og kramdi þau sundur. Til minningar
um morðvarga þessa var þetta ort:
Tak upp þrítenntan tannforkinn,
ét mörbjúgun þrjú hér og þar,
og með lensu uppgötva
ár þá svartidauði var.
Þrítennti forkurinn er M, mörbjúga C,
lensa L.“
MCCCL, sama sem 1350 á mátulega
við faraldurinn erlendis en kemur ekki
heim við yfirferð hans hér rúmlega
hálfri öld síðar.
Sögnin hér um Grundar-Helgu virðist
hafa verið all-útbreidd eins og fleira
sérstætt um þá skörúngskonu; en sé
hér átt við Pláguna miklu, er líklegt
að Helga sé hér heldur seint á ferli
Raunar er ekki sannað hve gömul hún
var þegar Smiður Andrésson var drep-
inn á Grund 1362, en þó er svo mikið
víst að gömul hefur hún verið um alda-
mót 1400 ef hún hefur þá verið lífs.
Að pestin hafi ekki komið á Vestfirði
á ekki við um þessa plágu, því hún herj-
aði þar sízt ótæpilegar en í öðrum
byggðarlögum.
★
En árið 1493, þegar liðin voru 90 ár
frá Plágunni miklu, komu enskir kaup-
menn í Hafnarfjörð. Þeir lágu bar sem
kallaðar voru Fornubúðir. Hófst þá á
ný sótt mikil. Hér var pestin svarta
komin á nýjan leik og var ærið mann-
skæð sem fyrr. Manndauði hófst veru-
lega um alþíngistíma um sumarið og
stóð yfir á Suðurlandi til hausts. Eydd-
ust nú bæir meira og minna í öllum
sveitum vestur til Gilsfjarðar; sums
staðar lifðu eftir úngbörn ein, segja
annálarnir, og sugu brjóst mæðra sinna
dauðra. Frá Botnsá að Hvammi í Kjós
lifðu eftir tveir piltar 11 vetra og áttu
eingan jafnaldra í Kjalarnessþíngi. Þeir
hétu Jón Oddsson og Björn Ólafsson.
Jón bjó síðar í Njarðvík en Björn varð
prestur í Krýsuvík og urðu báðir tíræð-
ir. — Við kirkjur voru oft grafnir þrír
eða fjórir í senn, og oft kom aðeins
helmíngur líkfylgdarinnar heim aftur;
margur hlaut leg í þeirri gröf er hann
hafði sjálfur grafið ættíngja sínum.
Konur sátu dauðar undir kúm á stöðl-
um eða í búrum sínum. í Árnessýslu
eru til nefndir fjórir bæir þar sem
plágan kom ekki: Hamarsholt, Ás hjá
Hruna, Kaldárhöfði og Þórisstaðir efri.
1494 og ’95 óð pestin um Norðurland
og aleyddi suma hreppa. Af prestum
lifðu þar tuttugu eftir.
En þessi pest, Plágan síðari, sem köll-
uð var, kom aldrei á Vestfirði. „Það
var síðar af hinum óvitrari mönnum
eignað fjölkynngi Vestfirðínga ... Eft-
ir það fór margt fátækt barnafólk vest-
an að og settist í algjört bú sumsstaðar
nyrðra; auðgaðist það skjótt og byggði
upp aftur sumar sveitir“, segir Espólín.
Verða þá skiljanlegri sagnirnar hér að
framan um heppni Vestfirðinga.
Ekki varð manndauði í þessari plágu
nándar nærri eins mikill og í hinni fyrri,
en þó hafði pestin hreinsað rækilega til.
_En þetta var ekki fyrsta blóðtakan eftir
Pláguna miklu. Hver neyðin rak aðra á
milli pestarfaraldranna: ægileg bólusótt
geisaði 1431 og síðan bæði 1462 og 1472.
Því verða seint gerð nægileg skil hve
þessar ógnir skóku þrótt úr landslýðn-
um.
Frá þessum píslartímum koma allar
sögurnar um jarðir sem seldar voru við
gjafverði útúr sulti og neyð, seldar fyr-
ir kjötbita, sauðarbóg eða því um líkt,
eins og sagt er m. a. um Grund og Kaup-
áng í Eyjafirði. Fólk mátti trútt um
tala: eftir þetta svalt þjóðin í hartnær
fimm aldir. Áhrif harðæranna voru á-
takanleg eins og þau birtust í hátterni
og hugarfari manna; eftir siðaskiptin
kvað fyrst verulega að þeim — þá
stækkuðu þau í sama hlutfalli og reiði
guðs og flugnahöfðíngjans. Sálsýki og
ofsóknarbrjálæði tók að dafna, þótt við
hefðum minna af slíku að segja en aðr-
ar þjóðir. Um þær mundir komust
galdrabrennurnar í algleymíng í Evrópu.
★
Úr seinni plágunni er sögð sú þjóð-
saga að hinn nafnkunni höfðingi Torfi
Jónsson í Klofa, sem réð af dögum Lén-
harð fógeta, hafi, er hann vissi drep-
sóttina_ nálgast, flutt búslóð sína og
hyski allt í dal einn í Torfajökli og lif-
að þar góðu lífi unz „gufumóðan bláa“
hvarf. Svipuð saga er sögð um Þorstein
jökul á Brú í Jökuldal; hann á að hafa
flutt sig að Dýngju á Arnardal með allt
sitt og verið þar unz plágunni létti.
Sagt var að kerling ein á Brú, sem Þor-
steinn varð að skilja eftir, hafi verið
lífs er hann kom aftur; hafði hún lifað
þar á skyrámu og smértunnu sem eftir
urðu. Til Þorsteins rekja margir kyn
sitt, sérstaklega Austfirðíngar. Sumir
sagnamenn virðast ránglega heimfæra
Þorstein til fyrri plágunnar, enda hefur
hún jafnan ógnað hugum manna meira