Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 16
UM HELGA SÆM. OG FLEIRA FÓLK Nýlega hittust þeir á förnum vegi hér í bænum Helgi Sæmundsson og Leifur Haraldsson. — Sæll vert þú, litli skratti, sagði Helgi. Leifur svaraði um hæl: — S-s-s-att er það: L-l-l-ítill er ég. En 1-1-1-ljótur er ég ekki. ★ Hinn stolti faðir var að kynna undra- barnið sitt fyrir gestum. — Ég er sannfærður um, að hann verður mikill náttúrufræðingur, sagði hann. — Hann þekkir svo gott sem öll dýrin í dýrabókinni. Nú skulum þið bara sjá. Hann sótti bókina og setti hana á borðið, tók undrabarnið, sem ekki var nema rétt tveggja ára, í fang sér og tók að fletta bókinni. Fyrsta myndin var af gíraffa. — Hvaða dýr er nú þetta? spurði faðirinn og brosti sínu gleiðasta. — Hestur, sagði undrabarnið. Næst kom röðin að tígrisdýrinu. — Köttur, sagði undrabarnið. Og við næstu mynd, sem var af ljóni, svaraði það: — Hundur! — Þau koma hérna rétt á eftir, sagði faðirinn afsakandi. Hann er bara allt of fljótur á sér. En við skulum nú sjá. Hann stanzaði við heilsíðumynd af órangútangapa, og undrabarnið hróp- aði himinlifandi: — Pabbi! ★ Á sínum tíma, þegar hinn frægi rithöfundur, Erich Maria Remarque, var að hefja frægðarferli sinn á rit- höfundarbrautinni, bjó hann í Evrópu og lét sig ekki dreyma um að ferðast til Ameríku. Dag nokkurn heimsótti amerískur blaðamaður hann og bauð honum fyrir hönd blaðs síns í fyrirlestraferð um Bandaríkin. — Kærar þakkir, sagði Remarque, •— en enskan mín er mjög slæm. — O, þér hljótið að geta eitihvað í henni, sagði blaðamaðurinn. — Jú, reyndar get ég eitthvað. Ég skal bara lofa yður að heyra það sem ég kann. Viljið þér það? — Já, takk. Og síðan bunaði Remarque út úr sér 16 FALKINN öllum orðaforða sínum á enska tungu, og hann hljóðaði svo, í íslenzkri þýð- ingu: — Góðan daginn. Ég elska þig. Fyr- irgefðu mér. Svínasteik og spælt egg. Bless. — Herra Remarque, sagði blaða- maðurinn himinlifandi. — Með þess- um setningum getið þér bjargað yður hvar sem er í Bandaríkjunum. Þér skuluð bara koma. Remarque fylgdi ráðum blaðamanns- ins, og nú býr hann í Kaliforníu og er kvæntur kvikmyndaleikkonunni Paulette Goddard. ★ Greta litla var fimm ára og hafði í fyrsta skipti farið með foreldrum sínum til kirkju um jólin bæði á að- fangadag og jóladag. Hún hafði dengt spurningunum yfir foreldra sína í til- efni af öllum þessum undarlegu hlut- um í kirkjunni, og hún hafði fengið skjót og greið svör. Á annan í jólum tóku foreldrar henn- ar hana með sér í sjúkrahúsið, til þess að heimsækja frænda, sem þar lá. Strax og Greta sá töflu fyrir ofan rúm sjúklingsins og töluna 37.6 á henni, hrópaði hún upp yfir sig: — Ég veit líka hvaða sálm á að syngja núna, frændi. Það er sálmur- inn númer 37.6! ★ Eftirfarfandi skopsaga frá írlandi gæti vissulega hafa gerzt hér á Islandi: íri kom heim til konu sinnar og sagði: — Nú erum við ofan á. Nú verð- um við rík. — Hvernig þá? spurði konan. — Jú, sjáðu til. Ríkisstjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þjóðin sé svona fátæk, af því að kartöflurn- ar séu of ódýrar. — Já, ég hef lesið um það í blöð- unum, sagði konan snúðugt. — Nú hafa þeir ákveðið að skera niður kartöfluuppskeruna. Þá verða kartöflurnar færri og verðið hækkar. — Já, þetta er ósköp skiljanlegt. En hvað svo? spurði konan og var nú orðin óþolinmóð. — Nú, við græðum peninga á tá og fingri, kona góð — því að ég set helm- ingi fleiri kartöflur niður en ég er vanur! Utanfarir hafa verið tíðar með íslend- ingum undanfarin ár, og nú orðið þyk- ir enginn maður með mönnum nema hann hafi brugðið sér út fyrir pollinn. Þess eru fjölmörg dæmi, að menn hafi farið til útlanda í sumarleyfi sínu á fína staði eins og Mallorka og St. Pauli, — án þess að hafa komið á helztu staði síns eigin lands. ★ FÁLKINN hleypir nú af stokkunum nýrri getraun sem reynir á þekkingu manna á stöðum hér innanlands. Verð- launin eru í samræmi við efni getraun- arinnar, en þau eru hringferð kringum landið með Esjunni, hinum glœsilega farkosti Skipaútgerðar ríkisins. Getraunin verður í sex þáttum og til- högun hennar er í stuttu máli þessi: Birt er hverju sinni mynd og lýsing á einum stað á landinu. Þátttakendur eiga að skrifa nafn staðarins á með- fylgjandi eyðublað, geyma það unz keppninni lýkur og senda þá öll blöð- in í einu til Fálkans. ★ Og þá kemur lýsing á fyrsta staðnum: Bærinn stendur í skeifu við fjarðar- botn. Að baki honum gnæfa við himin tveir tindar, báðir meira en 1000 m yfir sjávarmáli. Fjörðurinn er fjöllum girtur. Meðfram ströndinni er yfirleitt aðdjúpt og höfnin er mjög góð frá nátt- úrunnar hendi. Ásgeir Sigurðsson, skip- stjóri á Esju, hefur látið svo ummælt um þessa höfn: — Með hafnir á Islandi í huga, þá hika ég eigi við að segja það, að þessi höfn er ein af góðhöfnum landsins, sann. kölluð guðsgjöf, en sem mennirnir, er þennan landshluta byggja, ennþá, því miður, hafa eigi til fulls komið auga á . . . ★ Bærinn er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann ber greinileg ummerki athafna hins liðna tíma. Flest húsin eru komin töluvert til ára sinna, og sum býsna virðuleg i elli sinni. Á sín- um tíma hafa þau verið gerð úr traust- um viðum af ýmsum athafnamönnum, sem risu upp í einu vetfangi eins og gorkúlur, en fóru síðan á hausinn jafn- skjótt. Bærinn er gamall að undanteknum nokkrum byggingum, eins og síldarverk- smiðju, fiskiveri, skipaverzlun kaupfé- lagsins, félagsheimili og nokkrum íbúð- arhúsum. Þrátt fyrir það er skemmti- legt að ganga um þennan bæ. Hann hefur yfir sér einhvern svip, sem ekki sést lengur annars staðar. Víst er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.