Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 29
bréfaskriftirnar tengdust þau sterkum böndum, þótt órafjarlægð væri á milli þeirra. Peter Kliifer varð stöðugt sann- færðari um, að aðeins væri til ein kona í þessum heimi, sem væri honum nokk- urs virði — og það væri einmitt Rósa. Hann beið með óþreyju eftir hverju bréfi frá henni, sem Agatha skrifaði, og hann þráði stöðugt heitar að sjá þessa stúlku, sem þegar hafði hvílt lengi í gröf sinni. Öll þau bréf, sem Agatha meðtók frá Pétri, geymdi hún vandlega í efsu kommóðuskúffunni. í fyrstu var hún staðráðin í, að hún mundi einhvern tíma segja honum allt af létta. En hún sló því æ ofan í æ á frest og loks hætti hún með öllu að hugsa um það. Vissulega fann hún til sektarkennd- ar, en það varð æ erfiðara að binda endi á þennan leik eftir því sem tím- inn leið. Oft stóð hú við gröf systur sinnar og bað hana fyrirgefningar. Með kvíða og angist hugsaði hún til þess dags, er Peter Klufer mundi snúa aftur heim. Þegar hann boðaði loks komu sína, vissi hún, að öllu var lokið. KveÖjan. Daginn, sem hún tók ákvörðunina, gekk hún hægt og rólega heim á leið frá kirkjugarðinum. Aldrei þessu vant kastaði hún vinalega kveðju á nágranna sína og viðskiptavini, sem hún mætti á götunni. Hún gekk jafnvel svo langt að tala hlýlega til barna, sem voru að leik á gangstéttinni. Við einn nágranna sinn, sem hún hitti af tilviljun, talaði hún góða stund um daginn og veginn. Hún gekk hægt, — skref fyrir skref — niður eftir götunni. Nágrannarnir urðu undrandi yfir því, hversu glöð og alúð- leg hún var allt í einu orðin. Síðan ypptu þeir öxlum og hugsuðu með sér: Þetta hlýtur að vera merki þess, að hún sé gengin í barndóm. Engum kom til hugar, að hún hefði ákveðið að svipta sig lífi . . . Heimkoman. Pétur Klúfer kom heim til Hamborg- ar og hraðaði sér í land. Hann slapp fljótt í gegnum vegabréfs- og tollskoð- un, og samt fannst honum það taka óratíma. I þrjú löng ár hafði hann beð- ið eftir þessari stundu, — stund endur- fundanna. Hann svipaðist um eftir Rósu. Hann leit í allar áttir, en gat hvergi komið auga á hana og undraðist það. Um leið og hann var kominn út úr tollbyggingunni, komu tveir lögreglu- þjónar til hans . . . Á lögreglustöðinni fékk hann að heyra alla söguna. Það þarf ekki að lýsa með orðum vonbrigðum hans og harmi. Hann sat lengi hreyfingarlaus, en sagði loks: — Hún lifir samt. Hún mun alltaf lifa í huga mér . . . En hann tók ekki fram, hvor mundi lifa, hvort það yrði Agatha eða Rósa Dornberg. ; | * Mtl GERISTI USn VIKH? i já .. 11: u. J ni H 'i II * 311 ! STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið. Þér munuð eiga mjög annríkt í þessari viku, en það annríki ber vissulega ávöxt: Fleira en eitt erfitt verkefni verður leyst af hendi með prýði. Um helgina fáið þér verð- uga hvíld með ofurlítlum glaumi að sjálfsögðu, en næsta vika bíður og stritið heldur áfram. Nautsmerlcið. Þér eruð dálítið óstyrkur og kvíðafullur út af einkamál- um yðar og það mun koma talsvert. niður á vinnu yðar. Reynið að láta ekki á því bera, að þér eigið í sálarstríði og reynið bera yður karlmannlega. Allt fer þetta einhvern veginn — og vel eftir á að hyggja. Tvíburamerkið. Þetta verður sérlega góð vika. Ýmsir erfiðleikar verða raunar á vegi yðar, en þér munuð sigrast á þeim um leið og koma hlutunum í farsælt horf. I einkamálunum búið þér við mikla hamingju um þessar mundir og kannski ein- mitt þess vegna gengur yður svona vel. Krabbamerkið. Vikan byrjar heldur leiðinlega. Þér lendið í slæmri klípu vegna eigin klaufaskapar, en bjargið yður út úr henni á mjög slunginn hátt. Þetta gefur yður byr undir báða vængi. Þér fáið aukið sjálfstraust og vikan endar 1 einum allsherjar glaumi og gleðskap. Ljónsmerkið. Það verður mikið að gera hjá yður í þessari viku, og þér fáið óvænt tilboð og tækifæri, sem þér eigið gott með að hagnýta yður. Samt skuluð þér vera varkár gagnvart gylliboðum. Að minnsta kosti er yður ráðlagt að rannsaka þau gaumgæfilega áður en þér leggið í áhættu. J ómfrúarmerkið. Þér eruð orðinn talsvert lífsleiður og þreytandi í seinni tíð. Sérstaklega eru vinir yðar farnir að fara í taugarnar á yður. Eina ráðið er að fá sér nýja vini. Það eykur á tilbreytnina í lífi yðar og hefur góð áhrif á skap yðar og heimilislíf. Vocjarskálarmerkið. I þessari viku skuluð þér sýna fyllstu varkárni í pen- ingamálunum og forðast alla eyðslu umfram hið bráðnauð- synlegasta. Ef þér eruð með snjallar hugmyndir á prjón- unum, þá skuluð þér umfram allt ekki sitja einn að þeim, heldur fá vini yðar og kunningja í lið með yður. Sporðdrekamerkið. Vikan mun hafa upp á ýmis tækifæri að bjóða, en hins vegar verða erfiðleikar á vegi yðar á sviði einkalífsins. Þér verðið fyrir ómaklegri öfund og nánasarskap nokkurra ætt- ingja yðar og að öllum líkindum verður yður sýnd lítilsvirð- ing í fjölskylduboði. Bogmannsmerkið. Þetta verður róleg og þægileg vika, fátt stórtíðinda. Það mun réttast fyrir yður að undirbúa yður og hvíla vel fyrir væntanleg átök, því að lognið helzt ekki lengi. Fyrr en varir verður komið hávaðarok, og þá er eins gott að vera við öllu búinn. En sem sagt: Róleg vika framundan. Steingeitarmerkið. Stjörurnar segja, að bér fáið óvæntar gjafir í þessari viku, eða vinning í happdrætti. En það sem meira er: Ekki er loku fyrir það skotið, að þér hljótið líka vinning í happ- drætti ástarinnar. Kannski kemur hún nú loksins, þessi lang- þráða stund. Vatnsberamerkið. Það er heldur bjart. yfir næstu viku, nema hvað þér skyld- uð varast að taka of mikinn þátt í samkvæmislífinu. Það er vissulega hollt og gott og hverjum manni nauðslnlegt að skemmta sér, en bezt er að eitthvert tilefni sé til þess. Þér skuluð krossa við föstudaginn. Þá gerist óvæntur at- burður. Fiskamerkið. Þér munuð ná ríkulegum árangri í þessari viku, bara ef þér haldið á spöðunum og látið hendur standa fram úr ermum. Það er að vísu margt, sem glepur frá starfinu, en nú reynir á skapgerð yðar og manndóm. Tækifæri, sem gefst á föstudag eða laugardag, getur verið mjög hentugt. 21. MARZ — 20. APRÍL 21. APRlL — 21. MAÍ 22. MAl — 21. IÚNÍ 22. JÚNl — 22. JÚLl 23. JÚLl — 23. AGÚST 24. ÁGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.