Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 31
SAPPHO - Frh. af bls. 15 sem leikur aðalhlutverkið, og það má ganga frá því sem vísu, að ástarævintýr- ið um Sappho og Phaon verði megin- efni þeirrar myndar. 1 raun og veru er ekkert vitað um dauða Sappho, en í ljóðum hennar kem- ur fram vottur af sorg út af ellinni, sem er að nálgast, og það gæti bent til þess, að hún hefði sjálf náð háum aldri. PAPYRUS Ljóð Sapphos hafa mörg hver varð- veitzt á þann hátt, að önnur skáld hafa vitnað í þau. Skáldið Tullius Laureca segir, að verk hennar séu alls níu bindi. Annar rithöfundur segir, að bindin níu hafi eingöngu verið ljóð, en að auki hefði verið flokkur spak- mæla og sitthvað fleira. Sappho fann sjálf upp nýjan hátt, sem kenndur er við hana og nefndur „sapphiski háttur- inn“. Málið, sem Sappho orti á, var gríska þeirra tíma, en snilld hennar var í því fólgin, að hún gat tjáð tilfinningar sín- ar á mjög jöfnu og einföldu máli. Þetta er ástæðan til þess, að þýðendur, sem reynt hafa að túlka ljóð hennar, hafa oft komizt í vanda. Jafnvel Englend- ingurinn Swinburn, sem er meistari í grískri tungu, átti mjög erfitt með að þýða Sappho á ensku. Á þessari öld hefur tala þeirra ljóða, sem til eru eftir Sappho, aukizt, þar sem fundizt hafa papýrusrúllur aðallega í Egyptalandi. Það hefur komið í ljós, að rúllurnar hafa að geyma afskriftir af áður óþekktum ljóðum frá sjöundu öld eftir Krists burð. Handrit þessi eru nú varðveitt í söfnum í Oxford, Berlín, Lon- don og víðar. Að öllum líkindum hafa kvikmynda- höfundarnir, sem nú hafa samið mynd um ævi Sappho, ekki ómakað sig við handritarannsóknir, heldur einbeitt sér að sögusögnum, sem kunnar eru um skáldkonuna. RÓMANTÍK OG RAUNVERULEIKI Þýzka skáldið Grillparzer hefur sam- ið sögu um Sappho. Hann segir þar, að hún hafi fellt ákafan ástarhug til ungs sjómanns, sem hét Phaon. Það var ekki að undra, þótt hún yrði ástfangin af honum, því að sjálfur ástarguðinn hafði veitt þessum unga manni ómótstæðilega fegurð, og auk þess hafði hann fengið smyrsl, sem gerði það að verkum, að hann eltist aldrei ef hann bar það á sig öðru hverju. Því miður fór svo, að Phaon smánaði ást Sappho og tók stofustúlku hennar, Melitte í staðinn. Endirinn varð sá, að Sappho svipti sig lífi. Þessi útgáfa af sögunni er miklu róm- antískari en fræðimenn telja sanni næst. Hið sama má raunar segja um allar sagnir um Sappho, því að nú er því haldið fram, að hún hafi verið skynsöm, borgaraleg kona, sem hafi gifzt og eignazt eina dóttur, og hús- ið hennar á Lesbos hafi verið eins konar kvennaskóli, þar sem strangur agi var við hafður. Ella hefðu virðulegir for- eldrar aldrei sent dætur sínar til henn- ar. Hún kenndi stúlkunum fagrar listir og þroskaði með þeim góðan smekk. Sappho á að hafa verið lítil vexti, dökk á brún og brá, en ekki sérlega falleg. Varðveizt hafa líkön og brjóst- myndir af henni, og einnig myndir af henni málaðar á skrautvasa. En þessar myndir eru svo frábrugðnar hver ann- arri, að ekki er gott að átta sig á hvern- ig hún hefur verið útlits. Ovid lætur hana segja: „Lítil er ég að vísu, en ég ber nafn, sem fyllir heiminn.“ Hér á eftir birtum við sýnishorn af ljóðum Sappho. Ljóðið þýddi Bjarni Thorarensen: Goða það líkast unun er andspænis sitja á móti þér og stjörnu sjá, þá birtu ber, á brúna himni tindra. Hefi ég þá í huga mér svo harla margt að segja Þér, en orð frá vörum ekkert fer, því eitthvað málið hindrar. Mjúksár um limu logi mér læsir sig fast og dreifir sér, þungt fyrir brjósti æ mér er, en öndin blaktir á skari. Sem blossa nálgast flugan fer, mig færa vil ég nærri þér, brátt hitinn vex, en böl ei þver, eg brenn fyrr en mig varir. Flugur sem vitni - Frh. af bls. 27 var myrtur eftir kl. 5 að morgni. Hand- takið Walter Breese. Nú skal hann ekki sleppa .... Þegar Walter Breese varð þess vís, að lögreglunni hafði tekizt að finna hve- nær morðið hafði verið framið, þrætti hann ekki lengur. Vonin um að geta skellt skuldinni á annan var horfin. Hann guggnaði og meðgekk. Hann hafði myrt gamla manninn til þess að fá arf- inn, sem gat bjargað honum úr botn- lausum skuldum. Fulltrúinn hló. Þetta var svo einfalt .... og þó flókið. Dauðu flugurnar í gluggakistunni? Hver tók mark á þeim? Og þó urðu þær til þess að Walter Breese lenti í rafmagnsstólnum. Þær sögðu frá því, að morðið hefði ekki verið framið fyrr en fór að birta. Þegar morgunbirt- una leggur inn í herbergið, leita flug- urnar út í gluggann. Og þar höfðu þær drepizt. Ef þær hefðu lent í gasinu áð- ur, mundu þær hafa fundizt dauðar á víð og dreif í herberginu. Svartidauði - Framh. af bls. 13. 1404, eyddist Skálholtstaður enn þrisv- ar að þjónustufólki en tveir prestar lifðu eftir. En í öllu biskupsdæminu lifðu eftir 50 prestar. Þá óð plágan yfir Norðurland og var þar mun skæðari: í Hólastifti lifðu eftir 6 prestar, að mælt er. Um páskaleytið þetta vor tók plág- unni loks að létta. En hér var ekki bit- ið úr nálinni. Næsti vetur, 1404—1405, var hinn mesti snjóavetur með hrossa- og sauðfjárfelli á Suðurlandi, svo annað eins hafði ekki skeð í manna minnum. Við árið 1407 getur Vatnsfjarðarann- áll elzti þess að Einar Herjólfsson hafi geingið til Róms. Er líklegt að erindið hafi verið að fá aflausn páfa fyrir að hafa flutt pestina híngað til lands. Af- drif Einars urðu þau að á uppstigning- ardag 1412 var hann stúnginn til dauðs í kirkjugarðinum á Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum. Þar var kaup- mannakirkja. Um nánari atvik að þess- um atburði er ekkert vitað. ★ Jón Espólín lýsir í meginatriðum því ástandi er af plágunni leiddi. „Féll þá allur forn dugnaður og allt atferli af fólksfæð, en sumir menn urðu svo auð- ugir, að þeirra gætti einna saman í landinu, og þurfti ei að ástunda fornra manna iðn, þó mannfólkið fjölgaði nokkuð aftur, því féð vann fyrir. Við það aflagðist allur áhugi til annars frama en auðs, og gjörðist vanþekkíng mikil um allt það er áður var og hirðu- leysi á því að teikna upp það er á þeirra dögum skeði, og hverskyns lær- dómsleysi, en róstur urðu þá að eins, er ríkismönnum, frændum eða mágum bar saman um fjár- eður arfadeilur, og efld- ust þær því meira, sem þeir fjölguðu meira og urðu fjarskyldari. Tókst þá og af allur norrænn háttur í landi hér, því norræna siglíngu þraut, og voru þá fyrst enskir með gripdeildum hér við land en seinna tíðkuðust kaupfarir Hansastaða er kallaðir voru .... “ Hér mætti ýmsu við bæta, t. d. því hversu kirkjuvaldið óx í styrk sínum við fé- gjafir vegna áheita, verzlun minnkaði sakir lítils afla til lands og sjávar o. fl. o. fl. Og oft fer svo að hið stærsta er ótalið. Hér var pestin kölluð plágan mikla, en síðar Svartidauði. Það nafn var upp- runalega haft um faraldurinn 1348— 1353, en hefur á seinni öldum komið híngað frá Danmörku eða Þýzkalandi (þ. Das grosse Sterben). En nafnið Svartidauði (Mors nigra) kemur fyrir þegar á dögum faraldursins, um 1350, hjá rithöfundinum Símon von Covino. Fyrrum var álitið að ca. tveir þriðju hlutar þjóðarinnar hafi fallið í plág- unni 1402—1404, en seinni tíma fræði- FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.