Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 25
— Hún sagði að það væri ekki rétt af mér að giftast Hugh úr því að það væri svona auðséð, að ég væri ástfangin af Grant. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, Irena .... ég var algerlega rugluð. Ég vildi bíða þangað til Hugh kæmi heim. Mér fannst að ef ég sæi hann aftur og fengi að tala við hann, mundi allt lagast aftur og ég mundi vita hvað ég ætti að gera, en Coral sagði .... Þetta var kjarninn í þessari raunasögu, hugsaði Irena með vaxandi gremju. „Coral sagði .... “ Coral hafði verið af- brýðisöm gagnvart stúlkunni, sem Hugh ætlaði að kvænast og hafði að yfirlögðu ráði tekið það í sig að koma Diönu úr spilinu með því að fá hana til að slíta trúlofuninni. Hún fékk hana til að giftast Grant Summers áður en Hugh kæmi til baka frá Englandi. — Hún var í brúðkaupinu okkar, sagði Diana. — Hún var eini gesturinn — við giftumst í flýti. Hún sagði, að bezt væri að hafa það þannig — að það væri léttara fyrir Hugh að tekið væri af skarið. Hún var einstaklega hjálpsöm og alúðleg .... Jú, ekki var að efast um það. Hversvegna skyldi hún ekki vera það? Meðan verið var að gefa Grant og Diönu saman mun hún hafa horft inn í framtíðina með sigurvissu og eftir- væntingu. Þegar Hugh kæmi aftur, nokkrum vikum síðar, vonsvikinn og dapur, mundi hann verða þakklátur fyrir alla þá huggun og skilning, sem hún — Coral — sýndi honum. Irena mundi fyrsta kvöldið, sem hún hafði séð Coral. Coral hafði staðið í dyrunum með báðar hendur framréttar .... áköf og ljómandi af ánægju. Irenu hafði ekki grunað neitt þá. Jafnvel ekki þegar andlit Coral varð eins og múmía eitt augnablik, er Hugh kynnti henni Irenu sem konuna sína. Þá hafði Irena ekki haft hug- mund um hvernig í þessu lá. Hún hafði alltaf vitað, að Coral hafði ýmigust á henni, en ekki haft grun um ástæðuna til þess. Nú hrökk hún við og komst til veruleikans aftur. Diana fór að tala aftur. Það var líkast og hún væri að leita að afsökun. — Það var ekki satt, þetta sem Grant sagði, Irena. Hann var aðeins að særa og auðmýkja mig. Það er ekkert á milli okkar Hugh —■ ég get svarið það. Þú verður að trúa mér þegar ég segi það. Ekkert annað en að Hugh var enn ástfanginn af Diönu .... og að Diana hafði fengið ráðnúm til að hugsa sig um og iðrast þess sem hún hafði gert. — Þú trúir mér, er það ekki, Irena? spurði Diana biðj- andi. — Grant velur svona orðalag þegar hann hæðist. Hann er svona — afbrýðisamur, hefnigjarn og grimmur ■— aðeins vegna þess að ég hef verið trúlofuð Hugh .... einu sinni. Þú verður að trúa mér. Irena andaði djúpt. — Já, Diana, auðvitað trúi ég þér. Hvað gat hún sagt annað? Þær gátu ekkert gert til þess að bæta úr þessu. Coral hafði gefið tóiji^n, og þau höfðu dansað eftir hennar geðþótta, öll fjögur. Og það eina, sem hægt var að gleðjast yfir í öllu þessu var: að Coral hafði ekki sigrað. Ekki ennþá .... Það voru þessi tvö orð, sem réðu ákvörðun Irenu: Coral mátti aldrei sigra! Hugh skyldi fá að vita sannleikann um hana — núna strax — áður en hún gæti gert meiri bölv- un en orðið var. — Nú verð ég að fara, sagði hún við Diönu. Við Hugh erum boðin út í kvöld. Hún leit á klukkuna og sá að fram- orðið var, áliðnara en hún hafði haldið. Hún varð að flýta sér, ef hún átti að komast heim og hafa fataskipti í tæka tíð. Diana var þrútin af gráti. — Þú verður að laga á þér andlitið, Diana, sagði Irena. — Þú kærir þig líklega ekki um að Brian sjái að þú hafir grátið. ÞÚ MÁTT EKKI SEGJA HUGH ÞAÐ! Diana gegndi Irenu og fór með henni inn í svefnherberg- ið. Nú var hún orðin róleg og stillileg og skammaðist sín fyrir hvernig hún hafði látið geðshræringuna hlaupa með sig í gönur. — Þetta var auma heimsóknin fyrir þig, Irena. Þú verð- ur að afsaka þetta. Þú óskar auðvitað, að þú hefðir aldrei komið. — Þvert á móti, mér finnst gott að ég kom, sagði Irena. Þegar Diana settist við snyrtiborðið til að laga á sér and- litið, datt henni í hug að enn væri eitt eftir, sem hún var í vafa um. — Hvernig stóð á að Grant sagði þetta allt áðan, Diana? Hefur eitthvað gerzt milli ykkar, sem knúði hann til þess? Diana hristi höfuðið. — Nei, ekkert. Ekkert nema þetta venjulega, meina ég. Ég sagði honum að þú ætlaðir að koma og hann .... ja, hann varð dálítið storkandi, en því er ég vön. Mér datt ekki í hug að hann mundi leyfa sér að gera svona uppþot. Raunaleg augu hennar mættu augum Irenu í speglinum. — Hann hefur vitað lengi, að ég er ekki ham- ingjusöm í sambúðinni við hann, — mér er ekki lagið að dylja tilfinningar mínar — og það hefur auðvitað sært metn- aðargirnd hans. Hann er hræðilega hégómagjarn — og hræði- lega afbrýðisamur. Ég uppgötvaði það þarna um kvöldið í samkvæminu hjá Coral — kvöldið sem við hittum þig og Coral í fyrsta skipti. Mér varð dálítið órótt þegar ég sá Hugh, og það sá Grant. Á heimleiðinni vítti hann mig fyrir að ég væri ástfangin af Hugh ennþá og vildi ekki trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri það ekki — að Hugh væri giftur .... Hún þagnaði og hló uppgerðarhlátri. — Það er fráleitt að vera að tala við þig um þetta? Ég veit ekki hvað þú heldur um mig? Irena bandaði höndunum. — Hversvegna skyldir þú ekki vera hreinskilin við mig? Við erum siðað fólk, hvað sem öðru líður. Hún mundi, að Grant hafði sagt sömu orðin. — Hversvegna ferðu ekki frá honum, ef þér liður illa? spurði hún og horfði á andlit Diönu í speglinum. Diana var að nudda smyrslum á andlitið, en hætti snöggvast og hnyklaði brúnirnar. — Ég veit ekki. Það er líklega stolt. — Stolt? — Já, það eru ekki fullir þrír mánuðir síðan ég sleit trú- lofuninni við Hugh til þess að giftast Grant, sagði Diana. — Enginn sagði neitt, en ég veit að öllum fannst ég hafa hagað mér lúalega við Hugh .... og þegar hann kom aftur og var giftur annarri, fór fólk að tala um þetta aftur .... og ef ég færi frá Grant núna, yrði ég að viðurkenna að ég hefði ekki getað haldizt við hjá honum nema þrjá mánuði .... Það var óþarfi að ljúka setningunni. Irena skildi, að Diana var ein af þeim, sem lagði mikið upp úr hvað fólk sagði. — Og auk þess mundi hann aldrei fallast á skilnað, bætti Diana við. Þau höfðu þá talað um það. ■—- Hefur hann sagt það? Diana hristi höfuðið. — Ekki berum orðum. En það var það, sem hann átti við í dag, er hann sagðist ætla að halda því, sem hann ætti. Hún hélt áfram að snyrta andlitið og fór vandlega að öllu: — smyrsl, andlitsduft .... og ofur- lítinn roða í kinnarnar. Um leið og hún rétti út höndina eftir vararoðanum, sagði hún: — Þú getur ekkert við þessu gert. Enginn getur við þessu gert nema .... Hún sneri sér á stóln- um og leit biðjandi á Irenu. — Þú mátt ekki segja Hugh þetta, Irena. Þú mátt ekki segja honum neitt af því sem ég hef sagt. — En .... — Nei, þú verður að lofa mér að segja ekki neitt. Frh. Fyrir aðeins tíu mínútum hafði allt verið rólegt og eðlilegt. Hún hafði verið að drekka te með Díönu og talað um daginn og veginn. Eit allt í einu hafði orðið sprenging... FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.