Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 26
BRÚÐURLEITIN - Framh. af bls. 21. Kangaroo Fields. Hún hafði hvílzt, en henni var ómögulegt að sofa. Bern var dauður — og hún var sárhrygg. Hann hafði ekki verið illmenni, hélt hún. En hann hafði verið ofstækismaður, sem trúði á eilífan frið. Og svo hafði hann leiðzt út á hættulega braut — lífshættu- lega braut. Ég elskaði hann alls ekki, sagði hún við sjálfa sig. Ég reyndi að halda að ég elskaði hann, af því að ég vildi slökkva ást mína til Adrians. En nú langaði hana ekkert til að slökkva þá ást. Hún var hans — hvers svo sem hann óskaði og krafðist. Hún beið og vonaði, að hann mundi koma. Hún hafði ekki þurft að nota byss- una, sem hann léði henni. Þjónustumað- urinn hafði yfirbugað Stewart, og Rod- ney Dennison hafði gefizt upp sam- stundis og boðizt til að vera vitni. Það varð ekki betur séð en að Freda hefði unnið með Adrian — á móti mannin- um sínum. Hin svokölluðu ástamál þeirra höfðu verið feluleikur. Adrian hafði lent við Kangaro Fields og þoturnar komu á eftir. Leyniþjón- ustumaðurinn hafði opnað dyrnar. Allir í vélinni voru handteknir nema Kata og Adrian, og lík Berns var borið burt. Nú lá Kata þarna og beið eftir Ad- rian, hún vissi að hann hlaut að koma. Og hún vissi að þegar hann kæmi, kynni hann frá mörgu að segja. Hún gat ekki legið lengur, en fór á fætur, klæddi sig og setti fram tebolla og setti vatn á gastækið. Allt í einu kom hann. Þau föðmuð- ust, alveg eins og það væri sjálfsagt. — Elskan mín! sagði hann. Og þau kysstust. Svo hélt hann henni svolítið frá sér og spurði lágt: — Elskaðir þú hann, Kata? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég elskaði hann ekki, en mér þótti vænt um hann. Ég dáðist að honum. Ekki vissi ég að ... — Líklega var hann ekki illmenni, sagði Adrian. — En á villigötum. Hann hélt að heimsfriður gæti komizt á, ef allar þjóðir ættu sama leynivopnið. Því miður eru margir með því markinu brenndir. Þeir notuðu hann í Englandi, og þegar hann var sendur hingað til þess að vinna með Stewart, sem lengi hafði verið verkfæri þeirra, varð ekki á betra kosið fyrir þá. Það var Stewart, sem bróðir þinn átti að hafa gát á hérna. Og svo kom Dennison í spilið, vitanlega. Hann fær fangelsi, en ég hugsa að mér takist að bjarga henni — hún hefur hjálpað mér mjög vel. Hún var ástfangin af þér — var það ekki, Adrian? Framh. Þeir voru mættir meira en stundvís- lega, klæddir í sunnudagafötin sín og vel greiddir. Þeir voru auðsjáanlega dálítið spenntir, enda enginn daglegur viðburður á ferð: Það átti að taka af þeim mynd og birta hana á prenti og auk þess afhenda þeim fimm hundr- uð króna peningaverðlaun fyrir dugn- að við blaðasölu. Og hér er hún komin, myndin af þeim, — blaðsöludrengjunum, sem selt hafa mest af Fálkanum frá því að hann hóf göngu sína í nýrri og breyttri mynd. Jóhann Lilo (til vinstri á mynd- inni) er 9 ára gamall og er í Austur- bæjarskólanum. Hann hefur selt blöð í svona 2—3 ár og selur mest vikublöð- in, Fálkann og Vikuna. — Er ekki erfitt að selja? — Nei, nei. Það er ekkert þreytandi. Bara stundum. Þá verður manni illt í fótunum. — Hvað þénarðu mikið á mánuði? — Svona 1200 krónur, býst ég við. — Og hvað gerirðu svo við pening- ana? 26 FALKINN —• Ég kaupi mér föt, maður. Og svo læt ég mömmu líka hafa þá. — Ætlarðu í sveit í sumar? — Nei, ertu vitlaus, maður. Þá gæti ég ekkert selt. Gylfi Sveinsson (til hægri á mynd- inni) er 12 ára gamall og er nemandi í Kópavogsskóla. Hann segist selja ein- göngu Fálkann nú orðið og aðeins í Kópavoginum. —• Það er stytzt fyrir mig að fara og svo er oft sama fólkið, sem kaupir aftur og aftur. — Erfitt? — Nei, ekkert mjög, — stundum, en ekki alltaf. Gylfi segist ætla að halda áfram að selja Fálkann í allt sumar alveg eins og Jóhann. Við afhendum þeim verðlaunin glaðir í bragði yfir því, að eiga ekki á hættu að missa þá í sveit- ina í sumar. — Hvenær kemur þetta í blaðinu, spyr Jóhann. •— 8. marz. — Þá skal ég nú selja, maður. Og það er engin hætta á að hann standi ekki við það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.