Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 22
HROGN OG LIFUR Á VETRARVERTÍÐINNI berst margt góðmetið á land og ættu þær hús- mæður, sem völ eiga á hrognum og lif- ur, ekki að láta undir höfuð leggjast að gæða heimafólki sínu á því. Bæði þorska- hrogn og lifur er mikil kostafæða. Ef við lítum á hrognin fyrst þá er orkugildi þeirra svipað og sama magn af hænu- eggjum og auk þess hafa þau að geyma vænan skammt af helztu vítamínum. Að vísu er innihald þeirra af A- og D- vítamíni lítilmótlegt í samanburði við þorsklifur, sem er einn okkar bezti A- og D-vítamíngjafi. Meira máli skiptir C-vítamínmagn hrognanna. í 100 g af hrognum eru um það bil 20 mg af C- vítamíni, eða jafnmikið og í jafnþyngd af ýmsu grænmeti. Algengast er að borða hrogn heit á- samt fiski og lifur eða bara lifur. En ekkert af þessu á samleið í suðu. Hætt er við að hrognin springi, er því ágætt að vefja þau í grisju eða plastik, setja ofan í saltað, sjóðandi vatn, setja á minnsta straum og gæta þess vel að halda við suðu í pottinum. Aldrei má bullsjóða og hlemmur ekki falla alveg að. Þau þurfa 1—3 stundarfjórðunga suðu eftir stærð. Borði maður aðeins sem svarar 25 g af lifur tvisvar í viku — hæfilegt á brauðsneið — getum við með góðri sam- vizku sleppt að taka lýsi þá vikuna. Svo mikið magn af A- og D-vítamíni er í lifur. Þorskalifrin verður að vera glœný, Þegar hún er keypt, og þess gætt, að ekkert gall sé í henni, og nýsöðin, þeg- ar hún er borin fram. Annars kemur lýs- isbragðið fram. Sjóðið hana sér í potti í léttsöltuðu vatni 10—15 mínútur, fer eftir því hversu þykk hún er. Sé ætlunin að nota hana sem álegg (rekið ekki upp stór augu) er gott að krydda suðuvatnið með lárberjalaufum, lauk og ediki. Eigi maður völ á öðru en aluminíumpotti, t. d. emaleruðum, er betra að nota ekki aluminium, því að lykt og bragð loðir svo mikið í þeim málmi. Annars er ágætt að þvo bæði pottinn og hlemminn úr ediksvatni, sem fjarlægir allt bragð. Reynið að bera lifrina fram á rúg- brauði, kryddið hana með salti og pipar og kreistið nokkra dropa af sítrónusafa yfir eða leggið kryddsíldarbita ofan á, og flestum mun finnast þetta gott. Svo við snúum okkur aftur að hrogn- unum, þá eru þau einnig ágætt álegg, þau eru svo hlutlaus á bragðið að breyta má þeim með ýmsu kryddi. Sneiðið t. d. hrognin niður, leggið þau fallega á smurða brauðsneið, setjið rönd af tómat- krafti yfir eða reisið sítrónusneið yfir. Einnig er ágætt að merja hrognin, soð- in, hræra þeim saman við smjör eða smjörlíki, siðan kryddað með rifnum lauk, enskri sósu, söxuðum, sýrðum así- um, kapers, karrý eða t. d. saxaðri kryddsíld eða gaffalbitum. Smyrjið þessu þykkt á brauðsneið eða sprautið og skreytið með einhverju grænu, ef fyrir hendi er. Flestir kannast við steikt hrogn, velt upp úr brauðmylsnum, en fáir vita að ágætt er að blanda hráum hrognum í fiskdeig. Fiskdeigið verður bragðmeira, þéttara í sér, hrognin auka einnig rammagildi fiskdeigsins, því að auk víta. mína innihalda þau járn og fosfór. Hæfi- legt er að blanda nál. % kg af hrogn- um í 1 kg af fiskdeigi. Það er auðvelt að blanda þessu saman, skafið hrogn- in úr himnunni og hrærið þeim síðan í fiskdeigið, sem síðan er matreitt á venju. legan hátt, steikt eða soðið í móti. Að lokum eru hér nokkrar uppskriftir af hrognaréttum: Steikt hrogn. V2 kg soðin hrogn Hveitijafningur eða 1 egg 4 msk brauðmylsna eða hveitiklíð 125 g smjörlíki Sítrónusneiðar Kapers, kryddsíld. Hrognin skorin í 1 cm þykkar sneiðar, sem velt er upp úr hveitijafningi og brauðmylsnu. Brúnað móbrúnt í smjör- líkinu á pönnu. Salti og pipar stráð yfir. Raða á fat, smjörinu hellt yfir. Sítrónu- sneiðarnar lagðar ofan á hrognin, en á hverri sítrónusneið er beinlaus síld og kapers raðað utan um. Gott er að borða kartöflusalat með þessu. Hrogna-eggjakaka I. Vz kg soðin hrogn 75 g smjörlíki Salt og pipar 1 laukur, lítill 3 egg 50 g rifin ostur 50 g smjör. Hrognin og laukurinn skorin í sneið- ar og brúnað ljósbrúnt á pönnu í smjör- líkinu. Salti og pipar stráð yfir. Eggin hrærð með salti og pipar. — Smjörið brúnað á pönnu. Eggjunum hellt á pönnuna og steikt við hægan eld, unz þau byrja að hlaupa saman. Þá er hrogna- og lauksneiðunum raðað á, rifna ostinum stráð yfir. Vafið saman borðað strax með græn- metisjafningi. Hrogna-eggjakaka II. 250 g soðin hrogn 2 egg Salt 50 g smjör Gr ænmetisj af ningur. Himnan tekin af hrognunum og þau marin með gaffli. Eggjarauður þeyttar með saltinu, eggjahvíturnar stífþeyttar. Öllu blandað varlega saman. Smjörið brætt á pönnu, eggjahrærunni hellt út í. Steikt við vægan hita. Eggjakökunni rennt upp á heitt fat, á annan helming- inn er hellt grænmetisjafningi, hinn helmingurinn lagður yfir. Borðað strax. HEILRÆÐI Þegar síkka þarf telpukápuna, sést oft móta fyrir faldi, Þar sem uppbrotið er oft mun dekkra á litinn en sjálf káp- an, sem hefur upplitazt. Stangið 3—4 stungur á faldinn, þá hverfur litarmis- munurinn, að minnsta kosti verður erfitt að greina hann. hvítt grátt ljósgult (2 dokkur) gult (3 dokkur) gulbrúnt (bronse), ljóst gulbrúnt gulbrúnt, dökkt brúnt fjólublátt, ljóst fjólublátt ryðrautt, ljóst ryðrautt rautt (3 dokkur) ljósgrænt skærgrænt dökkgrænt (3 dokkur).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.