Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 28
Undir fölsku Framh. af bls. 9. blöðunum, sem hún seldi í búðinni hjá sér, en hún hafði aldrei sjálf orðið ást- fangin og trúði því þess vegna ekki. Æskan var orðin svo eirðarlaus og spillt. Kannski var það stríðinu að kenna .. . Upp frá þessu var Rósa með Pétri Kliifer á hverjum einasta degi og dag nokkurn sagði hún við systur sína: — í kvöld fer Pétur út í heiminn til þess að þéna peninga. Hann kemur aft- ur eftir þrjú ár og þá giftum við okkur. Það er afráðið og ég er í sjöunda himni af gleði og hamingju. Hann ætlar að skrifa mér í hverri viku, svo að við sé- um í stöðugu sambandi hvort við ann- að. Þá verður tíminn ekki eins lengi að líða hjá okkur. Þú verður að sjá um, að ég fái bréfin strax og þau koma. Þegar ég fæ atvinnu og bréfin koma, þegar ég er ekki heima, þá verðurðu að hringja strax til mín, svo ég geti skot- izt bg sótt þau í kaffitímanum. — Það var leiðinlegt, að þú skulir ekki vita hvernig er að vera ástfangin, Agatha mín, bætti hún við eftir litla þögn og brosti lítið eitt. — Það er eins og að vera í Paradís. Agatha vissi ekki, hvað hún ætti að segja við þessu. Hún þekkti ekki þessa tilfinningu, en hún reyndi samt að taka þátt í gleði systur sinnar og sagði: — Ég vildi óska að þú yrðir ham- ingjusöm. Þetta kvöld fór Pétur Klufer með vöruflutningaskipi til Suður-Afríku. Rósa stóð á bryggjunni og veifaði, þar til skipið hvarf úr augsýn. ★ Pétur Klúfer hafði aldrei komið í tóbaksbúðina við höfnina. Þau höfðu alltaf verið saman í bænum. Þau lifðu aðeins fyrir hvort annað, og höfðu ekki tíma til að hugsa um neitt. En Pétur „Vessgú, nœsti.“ 28 FÁLKINN flaggi - hafði að sjálfsögðu fengið heimilisfang Rósu og hann vissi einnig að hún bjó með systur ,sinni, sem hafði gengið henni í móður stað. Stuttu síðar fékk Rósa bréf frá fyrir- tæki, þar sem henni var boðin atvinna. Nú var laus staða fyrir hana og hún var beðin um að mæta sama dag á skrif- stofunni klukkan 18 eftir hádegi. Hún ræddi við tilvonandi húsbændur sína og það samtal ,stóð yfir í lengri tíma en hún hafði búizt við. Til þess að spara sér tíma fór hún þvert yfir höfnina á heimleiðinni, en höfnina þekkti hún út og inn. Þetta voru jú bernskuslóðir hennar. En höfnin var orðin allt öðru vísi, en hún hafði verið fyrir stríð. Rúst- ir voru á mörgum stöðum. Hvert sem litið var blöstu við gapandi rústir, skot á skot ofan og múrsteinahrúgur alls staðar. Það var ekki eins auðvelt að stytta sér leið gegnum höfnina eins og það hafði verið á æskudögum Rósu. Rósu var þetta ekki ljóst, þar sem hún var áköf í að komast heim til þess að segja systur sinni frá nýjum gleði- tíðindum: Hún var búin að fá góða og vel launaða stöðu. Nú gat hún unnið sér inn peninga á sama hátt og Pétur. Ekki var vanþörf á því. Það mundi kosta skilding að setja nýtt heimili á stofn. Til að byrja með raulaði hún glaðlega fyrir munni sér, en smátt og smátt fór hún að bíta saman tönnunum og gretta sig, því að hún óð þarna í möl og múr- steinabrotum. Það var farið að dimma og auk þess var rigning. Ef til vill var hugur hennar bundinn við Suður-Af- ríku. Ef til vill var hún að hugsa um fyrsta bréfið, sem hún ætlaði að skrifa elskhuga sínum. Það mun aldrei koma í ljós. Hin eina, sem vitað er, er að Rósa steyptist nfan í vatnsþró, sem varð á vegi hennar, og drukknaði. Engin heyrði hana hrópa á hjálp, því að allri vinnu við höfnina var lokið þennan dag og allir forðuðust að vera í námunda við þessar hvimleiðu rústir. Snemma næsta morgun fannst unga stúlkan drukknuð og í einum af sjúkra- börum slökkviliðsins var hún borin sveipuð teppi í litla húsið. Það var eins og Agatha yrði að steini, þar sem hún stóð yfir líki systur sinnar. Það var eins og eitthvað brotnaði innra með henni. Hún mælti ekki orð frá vör- um, en varð öskugrá í framan. Upp frá þessu var hún þögulli og innilokaðri en hún hafði áður verið. Hún fann að hún hafði ekki framar neitt til þess að lifa fyrir. Hún hafði svo til aldrei látið sjá sig utan hafnarhverfisins. Nú fór hún oft í kirkjugarðinn. Á meðan var verzl- unin lokuð tímunum saman og þegar hún kom aftur heilsaði hún óþolinmóð- um viðskiptavinum sínum með þögn- inni einni saman. Bréfið frá Afríku. Dag nokkurn kom loksins fyrsta bréf- ið frá Afríku. Utan á því stóð Rósa Dorn- berg. Þá nótt lá Agatha andvaka í rúmi sínu og starði með stórum og uppglent- um augunum upp í loftið. Lokað bréfið lá á náttborðinu hennar og hún átti í miklu sálarstríði. Ég get ekki skrifað honum, að Rósa sé látin. Ég get alls ekki orðað slíkt bréf, hugsaði hún með sér. Hann er einn í framandi landi og á þar enga vini. Ef hann fær að vita, að stúlkan, sem hann elskar sé ekki lengur á lífi, mun hann missa allan kjark. Það ríður honum að fullu.'Rósa hafði sagt, að báðir foreldr- ar hans hefðu látizt í loftárás í stríðinu. Hann stóð einn uppi í veröldinni og átti engan að, nema Rósu. Það væri blátt áfram grimmdarlegt af henni, að segja honum að Rósa hefði far- izt á sviplegan hátt af slysförum, ör- skömmu eftir að hann fór til Suður-Af- ríku. Svo grimm og ómannúðleg get ég ekki verið, hugsaði hún. Það verður að bíða þar til síðar, þegar hann er búinn að koma sér fyrir og eignast nýja vini. Eitthvað í líkingu við þetta voru hugsanirnar, sem flugu um huga Ag- öthu Dornberg eins og leiftur. í morg- unsárið stóð hún á fætur og opnaði bréfið: — Elskan mín. Ég er kominn hingað heilu og höldnu. Eftir nokkra daga fer ég lengra inn í landið. Hvað ég er ham- ingjusamur yfir því að hafa hitt þig. Hugur minn er hverja stund hjá þér . . . Bréfið var allt í þessum dúr, þrjár þéttskrifaðar blaðsíður. Ástin sat vissu- lega í fyrirrúmi og skaut upp kollinum, þótt hann skrifaði henni um allt annað. Á því andartaki, sem Agatha lauk lestri bréfsins, tók hún ákvörðun, sem nefna mætti miskunnsama lygi eða hvíta lygi: Hún settist við skrifborðið og svaraði bréfinu á þann hátt sem hún gat ímynd- að sér, að Rósa hefði svarað því. Og undirskriftin: —• Þín elskandi Rósa. Bréfaskriftirnar voru hafnar. Þær héldu áfram í þrjú ár. Gamla fröken Dornberg hafði aldrei skrifað eitt einasta ástarbréf undir eigin nafni, en núna, þegar hún skrifaði fyrir hönd hinnar látnu systur sinnar, var eins og brytist fram ást, sem ef til vill hafði leynzt innra með henni, og sem hún hafði alltaf þráð. Þetta olli henni erfið- leikum til að byrja með, en smátt og smátt varð henni þetta eðlilegt, því að hún lifði sig inn í það hlutverk, sem hún hafði tekið að sér . . . tilneydd vegna hinna illu örlaga, sagði hún öðru hverju við sjálfa sig. Pétur Klúfer verkfræðingur í Afríku, gat ekki trúað öðru en bréfin kæmu í raun og veru frá stúlkunni, sem hann hafði orðið ástfanginn af á svo skjót- an hátt síðustu vikuna, sem hann dvald- ist í Hamborg. Hann þekkti ekki rithönd Rósu, — til þess hafði kunningsskapur þeirra verið of stuttur. En í gegnum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.