Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 11
Morgunspjall um fisksala og húsmæður, skort á nýjum fiski, frosinn, reyktan, fisk og sitthvað saltaðan og siginn fleira... ætti það í framtíðinni að geta sparað fisksalastéttinni mikil útgjöld. Gunnlaugur kvað mestu neyzludag- ana vera mánudaga og fimmtudaga og ef Fiskimiðstöðin hefði nóg til af nýj- um fiski væri hægt að selja 16-—18 tonn af honum á mánudegi, í hlutföllunum 14 tonn ýsa og 2 tonn borskur. — Það er hægt að segja margt og mikið um fisk, sagði Gunnlaugur, og hann lagði áherzlu á, að frosinn fiskur væri góð vara, ef hann er unninn nógu nýr í frostið. Hann sagði ennfremur, að fisksalarnir hefðu yfirleitt bætt mjög úr verzlunarmáta sínum, en það sem hann teldi vera mesta nauðsynjamálið í dag væri almenn móttöku- og dreif- ingarmiðstöð, þar sem tekið væri á móti öllum fiski og hægt væri að vinna hann jafnóðum og hann bærist á land. Eins og við sögðum áðan, var heldur dauflegt um að litast í Fiskmiðstöðinni því enginn bátur hafði verið á sjó í nokkra daga. Á gólfinu lá væn og fros- in lúða og við báðum starfsmann Fisk- miðstöðvarinnar, Skarphéðin Gíslason, að halda á henni í fanginu á með- an við tækjum mynd. Lúðan vó 28 kíló og hún var þegar frátekin fyrir Hress- ingarskálann. ★ Reykvíkingar hafa aldrei fengið ætan fisk síðan hætt var að leyfa dragnóta- veiðar, sagði einn ágætur skipstjóri hér í bæ þegar dragnótaveiðarnar voru á dagskrá. Þetta var kannski fullmikið sagt, en aftur á móti eru það afskap- lega margir, sem eru á móti fiski, af þeirri einni ástæðu, að þeir hafa aldrei bragðað hann glænýjan. En hvað um það. Við erum ekkert að setja okkur á háan hest í þessum mál- um. Sérfræðingar í fiskkaupum eru húsmæðurnar og það væri nógu gaman að heyra í þeim hljóðið. Við brugðum okkur því í aðra fisk- búð í nágrenninu til þess að ná tali af einhverri húsmóður og fá skoðun henn- ar á ástandinu í fiskmálunum. Það var troðfullt út úr dyrum í verzluninni, og þegar við spurðum fisksalann hvort það væri svona mikið að gera allan morg- uninn og það á fisklausum degi, svaraði hann: — Nei, blessaðir verið þið. Það er galtómt hjá manni allt fram undir 10. En þá fara þær að hópast. Það er engu líkara en þær sofi allar í sama bælinu, blessaðar dúfurnar. Húsmæðurnar brostu í Kampinn yfir ummælum fisksalans síns. Þær voru auðsjáanlega ýmsu vanar frá hans hendi og kipptu sér ekki upp við svona lítil- ræði. — Hann er alltaf samur við sig, þessi, sagði ein, sem hafði keypt frosinn fisk og kinkaði um leið kolli til fisksalans. Við notuðum tækifæri og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. — Þér hafið náttúrlega ekki fengið nýjan fisk? — Nei, maður er nú hættur að láta sig dreyma um svoleiðis munað. Maður verður að sætta sig við hann frosinn, reyktan, saltaðan eða siginn þessa dag- ana. — Hvernig líkar yður frosinn fiskur? — Þetta er alveg ágætis matur og fyrsta flokks vara. En hann er aldrei eins góður og nýr fiskur. Það vantar í hann þetta góða og ferska bragð. — Hvað hafið þér oft fisk í matinn? — Svona þrisvar í viku. En ég mundi hafa hann á hverjum degi, ef alltaf fengist glænýr fiskur. Nýr fiskur er bezti matur, sem við fáum á mínu heim- ili. — En það sorglega er, hélt frúin á- fram, að flestar húsmæður kunna ekki að gera sér neinn mat úr fiski — marg- ar þeirra matreiða ekki fisk á annan hátt en þann, að dýfa honum ofaní pott og færa hann svo upp aftur mauksoðinn, eða þá að þær leggja hann á pönnu og steikja hann í gegn. Það má furðu gegna hvað margar húsmæður gera sér lítið far um að gera verulega lystilega fæðu úr fiskinum, en það er vissulega hægt, ef örlítið hugarflug er fyrir hendi. Þetta sagði frúin og það með réttu. Við minnumst þess að einn víðförull út- lendur ferðamálasérfræðingur sagði eitt sinn í blaðaviðtali hér að sig furðaði á að koma hér á matsölustaði og fá aldrei fisk öðruvísi en soðinn, með kartöflum og smjörlíki. Það væri illa farið með góðan mat. ★ Já, það eru víst margir sammála hús- móðurinni um það, að nýr fiskur sé bezti matur í heimi. Það kemur vatn í munninn á okkur við allt þetta tal um nýjan fisk. Það er orðið áliðið morguns og við hröðum okkur heim í hádegis- matinn til þess að snæða að öllum lík- indum frosinn, reyktan, saltaðan eða siginn fisk. FALKINN Á gólfmu lá væn og frosin lúða og við báðum starfsmann Fiskmiðstöðv- arinnar, Skarphéðin Gíslason, að halda henni í fanginu á meðan við tækj- um mynd. Lúðan vó 28 kíló og hún var frátekin fyrir Hressingarskálann. 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.