Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 17
skemmtilegt að geta haldið svip fortíð- arinnar að einhverju leyti, en að öll- um Jíkindum mun framtíðin þurrka hann út. Þessi staður, sem fyrir kjör- dæmabreytinguna fleytti fleiri en ein- um frambjóðanda á þing vegna smæð- ar sinnar, fór stöðugt minnkandi í mörg ár, en er nú aftur í uppgangi. Þar hefur verið komið fyrir stórum og dýrum at- vinnutækjum, og allt bendir til þess, að gömlu húsin víki fyrir öðrum nýrri fyrr en varir. Staðurinn fékk kaupstaðarréttindi 1895. Bæjaryfírvöldin hrintu þá í fram- kvæmd margvíslegum velferðarmálum. 1898 var reist sjúkrahús er tók til starfa þremur árum síðar. Bæjarvatnsveita var lögð 1908 og rafmagnsstöð 1913. Mikill snjór hleðst í fjöllin kringum þennan stað, og snjóflóðahætta er þar mikil. Sorglegasta atvikið, sem gerzt hefur á þessum stað, var snjóflóðið mikla 1885. ★ Nánar lýsum við ekki þessum fyrsta stað getraunarinnar, en vísum til mynd- arinnar, sem ef til vill hefur hvað mest að segja. Hér hefst ný verð- launagetraun, sem reynir á þekkingu les- enda á sínu eigin landi. Hún verður í næstu sex blöðum. STAÐURINN ER 1 NAFN DG HEIMILI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.