Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 24
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP Irena mundi, að hann var stór og samanrekinn. Þarna í stofunni sýndist hann enn tröllslegri — risi í skyrtu, sem var opin í hálsinn, og í khakíbuxum með leðurbelti. Yelkt vindlingabréf stóð upp úr skyrtuvasa hans, og um leið og hann kom inn í stofuna, nam hann staðar til að slökkva í hálfreyktum vindlingi, um leið og hann fleygði frá sér flókahattinum, sem hann hafði haft á höfðinu. Hann heilsaði Irenu kurteislega og bað afsökunar á að hann hefði ekki getað verið viðstaddur, þegar hún kom. — Ég fer til Buenos Aires á morgun, og það er ýmislegt, sem ég þarf að ganga frá áður en ég fer. Irena var hissa á, hve rödd hans var lág og mjúk — alger andstæða við útlitið. — Viltu biðja hana Rósu um að koma með meira te, Grant, sagði Diana, en hann hristi höfuðið. — Ég vií ekki te, þökk fyrir. Ég vil heldur glas af sérríi. Hann gekk um þvera stofuna og hellti í glas handa sér. Og svo hlammaði hann sér í stól með glasið í hendinni. — Jæja, þér komuð til að hressa upp á Diönu í einver- unni, sagði hann við Irenu. — Það var fallega gert af yður að slíta yður frá öllu samkvæmislífinu í Copacabana og koma með sólskin svolitla stund hingað í frumskóginn. Orðin virtust saklaus og blátt áfram, en einhverra hluta vegna kipptist Diana við, eins og hún vildi verjast einhverri leyndri hótun, sem hún ein skildi í þessum orðum. — Þetta er kannske út úr, en hér er mjög fallegt, sagði Irena létt. Svo sneri hún sér að Diönu og bætti við, brosandi: — Og ég er hrifin af heimilinu þínu. Það er ljómandi fallegt. Hún mundi, að Coral hafði einhvern tíma sagt, að Diana hefði glöggt auga fyrir herbergjaskipun. Það var það fyrsta, sem Coral hafði sagt henni um Diönu. Grant sagði, eins og hann hefði lesið hugsanir hennar: — Já, hún Diana hefur auga fyrir slíku. En það vitið þér sjálf- sagt áður .... eða hafið þér ekki gert yður ljóst, að heimilið yðar er sköpunarverk hins góða smekks konunnar minnar? — Grant! sagði Diana hvasst, en hann lét sem hann heyrði það ekki. Góða mín, það er ástæðulaust að skammast sín fyrir það. Ég er viss um að frú Congreve veit ofurvel, að bæði hún og ég höfum höndlað hamingjuna og komizt í gott hjóna- band út af einum riðandi stiga. Hefði þessi stigi ekki dottið, meðan fallegu fæturnir á þér stóðu í honum, mundir þú ekki hafa verið í Rio með brotinn handlegg. Og þá hefðum við ekki hitzt kvöldið sæla hjá Coral. Og þar af leiðandi hefðir þú ekki verið hérna núna .... og iðrast eftir að þú sleizt trúlofuninni við Hugh Congreve. Hann hafði ekki brýnt raustina. Hann brosti enn. En brodd- urinn bak við þessi hógværu orð, var ekki leyndur framar. Hann var greinilegur núna — hræðilegur og vafalaus. Diana varð náföl og lyfti annarri hendinni upp að titradi vörunum. — Mér finnst réttast að hreinsa loftið, sagði Grant við Irenu áður en hún gat sagt nokkuð. — Þá vitum við hvar við stöndum. Diana hefur alltaf vanizt því að dekrað væri við hana. Það er meinið. Hún átti ástríkan föður, sem gaf henni allt sem hún óskaði sér, og henni finnst enn, að hún eigi að fá allt, sem hún óskar sér. Það er allt í lagi, svo lengi sem hún óskar sér ekki að vera gift öðrum manni. Þér eruð vafalaust sammála mér um það. Og án þess að gefa Irenu tíma til að svara, sneri hann sér að Diönu og sagði: — Það er ástæðulaust, að vera svona kvíðin, góða mín. Við erum siðað fólk, og allur er varinn góður! Dauðaþögn varð í stofunni og hann tæmdi glasið sitt, setti það á borðið og 24 FALKINN stóð hægt upp. Eitt augnablik stóð hann við hlið konu sinn- ar og horfði á hana með byrstum svip. — Ég nota enga tæpitungu um það, Diana, sagði hann og ógnandi undirtónn var í röddinni. — Enginn skal gera mig að fífli, og sleppa frá því óskaddaður. Ég hef hugsað mér að sleppa ekki því, sem ég á. Hann þagnaði augnablik og sneri sér svo að Irenu og kinkaði kolli. — Verið þér sælar, frú Congreve. Því mið- ur get ég ekki talað við yður lengur, ég hef svo margt að hugsa í dag. Um leið og hurðin lokaðist á eftir honum, fór Diana að gráta. Irena reyndi að hugga hana, en fannst líkast og hún hefði stigið á sprengju. Eina stundina — fyrir aðeins tíu mínútum — hafði allt verið rólegt og eðlilegt; hún hafði verið að drekka te með Diönu í skemmtilegu stofunni hennar og þær talað um dag- inn og veginn. En allt í einu og formálalaust hafði orðið sprenging undir fótunum á þeim og allt hafði komizt á ringul- reið. Ef Grant hefði reiðst og haft í frammi háreysti, hefði þetta allt verið skiljanlegra. En þessi hógværa rödd hans hafði gert orð hans miklu áhrifameiri en ella mundi. Ef hann hefði verið drukkinn .... En hann var ekki drukkinn .... og hann hafði varla brýnt röddina. Jafnvel hótunin, sem hann hafði um orð, var sögð með lágri röddu. „Það er ekki það sem hann segir,“ hafði Brian einhverntíma sagt um hann, „heldur hvernig hann segir það .... og hvernig hann lítur á menn. Ég held hann dáleiði þá.“ Irena fór að skilja hvað hann hafði átt við. Grant hafði í rauninni dáleitt bæði Diönu og hana sjálfa. Að undan- teknu því eina orði — Grant! sem Diana hafði hrópað upp, hafði hvorug þeirra sagt aukatekið orð meðan hann var að rausa. Þær hefðu eins vel getið verið lafhræddar skóla- telpur eins og fullorðnar manneskjur. — Hann er brjálaður, Irena, sagði Diana, — Ég sver þér að hann er brjálaður. Þú veizt ekki .... Aðeins af því að ég sagði að .... Niðurlag setningarinnar drukknaði í gráti. Hvað hafði hún sagt? Irena fór að velta því fyrir sér. Hvað hafði valdið því að hann sleppti sér svona? Hvað hafði hann uppgötvað .... eða hélt sig haft uppgötvað — sem gat kom- ið honum til að láta svona? CORAL MÁTTI EKKI SIGRA. Diana hætti smámsaman að gráta, en hún hafði orðið fyrir auðmýkingu og rangsleitni og varð að svala sér. — Hann hatar mig, Irena, hann gerir það. Þú veizt ekkert. Eng- inn veit neitt. Þetta er eins og martröð .... Ég vissi ekki •— ég skildi ekki .... Coral sagði ekkert .... ég get ekki hald- ið áfram svona .... ekki eftir þetta .... Hugur Irenu festist við nafnið Coral. Hversvegna Coral? Grant hafði nefnt hana líka. Hversvegna? Ekki var sjáanlegt að neitt samband væri þar á milli .... En þetta skýrðist allt fyrir henni smám saman. Það fór að taka á sig mynd meðan Diana var að veina. Samhengis- laus orð og hálfar setningar runnu saman í heild: Diana hafði þráð Hugh og gekk með handlegginn í gipsi .... hún tók feginsamlega tilboði Coral um hjálp. Hún heimsótti Coral og þar kynntist hún Grant .... og hann hafði orðið ástfang- inn og dáðst að henni: — Hann getur verið mjög heillandi, þegar hann vill, Irena .... Og Coral hafði fundist ég vera einmana án Hughs .... Coral hafði notað sér að Diana var ein, hugsaði Irena með sér meðan Diana var að segja frá, með grátstafinn í kverk- unum. Og hafi Diönu sjálfri ekki fundizt hún vera einmana, mun Coral vafalaust hafa talið henni trú um að hún væri það. Coral var sýnt um að telja fólki hughvarf og fá það til að trúa því, sem hún vildi láta það trúa .... og Diana var laus í rásinni, eins og Valerie hafði einhverntíma sagt. For- tölur Coral .... og þokki Grants .... og Hugh, sem var þúsundir mílna í burtu. Diana hafði ekki átt sér undankomu auðið, hugsaði Irena raunamædd með sér. Nafn Coral var eins og rauður þráður gegnum alla söguna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.