Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 27
Hádegisblöðin fluttu fregnina: Mill- jónamæingurinn Ellington Breese hefur verið myrtur. Óðagotsfólkið í New York hrifsaði blöðin af sölumönnunum og þessi gífurfregn var umtalsefnið að minnsta kosti til kvölds þennan dag. Undir stórletruðum fyrirsögnum var sagt frá því, að gamli maðurinn hefði verið drepinn á eitri. Þegar þjónninn kom inn í svefnherbergið um morgun- inn lagði á móti honum sætkenndan þef, svo að hann tók andköf. Hann staul- aðist inn í herbergið, hélt um nefið og barðist við ógleðina þangað til hann hafði opnað gluggann. Þegar hann hafði andað að sér hreinu lofti, flýtti hann sér að rúmi gamla mannsins. Hann hörf- aði til 'baka, þegar hann sá hvernig ástatt var: Breese gamli lá steindauð- ur í rúminu. Lögreglunni var gert aðvart og húsið afgirt. Þeir tæknifróðu könnuðu hvern krók og kima. Blossarnir frá ljósmynda- vélunum gerðu samfellda ofbirtu í svefn- herberginu og hinum megin við gang- inn sat lögreglufulltrúinn og yfirheyrði nánustu ættingja og heimafólkið. Allir virtust vera steini lostnir og harmandi út af því, sem gerzt hafði. í dánarherberginu fannst glas, sem vafalaust var utan af vökvanum, sem hafði valdið eiturloftframleiðslunni. Gúmmítappi var skammt frá glasinu. Þetta hafði verið mjög einfalt. Morð- inginn hafði falið sig í svefnherberg- inu um kvöldið og þegar Breese var sofnaður, hafði hann tekið tappann úr glasinu og laumazt út. Svo hafði gasið streymt út í herbergið og gamli mað- urinn sálazt þjáningalaust. Morðinginn hafði farið lævíslega að. Valið einfaldan hátt til að myrða gamla manninn. Engin fingraför voru á glas- inu, né neinstaðar í herberginu. Ekkert hafðist upp úr yfirheyrslunum. Allt var í röð og reglu í herberginu. Kanarífugl- inn lá dauður í búrinu og eiturgasið hafði líka drepið nokkrar flugur, sem lágu í gluggakistunni. Ransóknin hélt áfram, og lögreglan varð þess vísari, að það voru einkum tveir menn, sem gátu haft hagnað af dauða Breese gamla. Walter Breese, bróðursonur gamla mannsins, er átti heima í húsinu. Hann var erfingi gamla mannsins að hálfu. En hinn helminginn átti Addy Boardman, einkaritari gamla Breese, að erfa. Þeir voru kvaddir fyrir rétt á ný og gengið stranglega á þá. En þeir þverneituðu að þekkja nokkuð til morðsins. Báðir höfðu þeir verið í húsinu umrædda nótt. Ráðskonan hafði rekizt á einkritarann skömmu eftir mið- nætti. Þá var hann á leið inn til sín, en var að koma úr svefnherbergi gamla Breese. Boardman staðfesti þetta. Sagð- ist hafa verið að skrifa nokkur bréf, sem auðmaðurinn hafði lesið honum fyrir áður en hann fór að hátta. Það var framorðið þegar þessu lauk. Ráðskonan, sem þjáðist af svefnleysi, gat líka gefið ýmsar upplýsingar við- víkjandi bráðursyninum, Walter Breese. Kl. rúmlega 1 hafði hún séð hann í ársalnum niðri. Hann var þá á leið inn. Walter játaði að hafa komið heim um líkt leyti. Hann sagðist hafa farið beint í háttinn og sagðist ekkert um morð- ið vita. Lögreglan hugsaði málið. Ef einkarit- arinn var sekur, þá hlaut gamli Breese að hafa verið myrtur fyrir miðnætti, en ef Walter var sekur, dó gamli mað- urinn eftir þann tíma. Þetta átti að vera ofureinfalt mál — alltaf hægt að láta lækni segja hvenær maðurinn hefði dáið .... En þetta var ekki svona ein- falt. Læknarnir sögðu, að ekki væri hægt að segja með vissu hvenær maðurinn hefði dáið. Það gat hafa gerzt frá 10 til 4 tímum áður en hann fannst........ Fulltrúinn var stundum að líta inn í dánarherbergið. Athugaði allt smáveg- is einu sinni enn, rifjaði allt upp. Nú var hann orðinn sannfærður um hvor þessara tveggja hafði myrt manninn. En hvar gat hann náð í sönnunina? Átti þetta allt að renna út í sandinn? Lögreglan hafði sterkar líkur, en þó ekki nógu sterkar til að leggja fyrir dómstól. Fulltrúinn stóð við gluggann og horfði á umferðina og lætin á götunni. Hann ýtti af fikti frá sér dauðri flugu, sem lá í gluggakistunni. En svo kippti hann að sér hendinni, eins og hann hefði brennt sig. Stóð hugsandi nokkrar sek- úndur. Svo rauk hann í símann. Með titrandi fingri valdi hann númer alkunns skordýrafræðings. Samtalið varð stutt. Það var ánægjusvipur á full- trúanum þegar hann sleit því og valdi aftur númer — lögreglustöðvarinnar. — Nú veit ég það, sagði hann. Breese Frh. á bls. 31 FLUGUR SEM VITNI FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.