Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 21
— Þér er vandalaust að tala um dauð- ann. En ég hef Fredu til að annast um, hrópaði Rodney. — Það varst þú einn, sem áttir þessa hugmynd, Bern. Allt gekk ágætlega hérna þangað til þú komst. Við sendum allt, sem af okkur var krafizt, geturðu neitað því? Við lögðum aldrei mikið í hættu, ef við lögðum þá nokkuð í hættu. Ég sagði þér alltaf að það mundi reynast erfitt að framkvæma þetta glæfralega áform þitt um að koma leynivopninu niður að sjó, og þaðan úr landinu. En þú vildir ekki hlusta á okkur. Það varst þú sem öllu réðir — þú varst forsprakkinn, sem var sendur hingað til þess að ganga frá öllu! — Haltu kjafti, annars skýt ég þig eins og hund! sagði Bern. Nú var hann með skammbyssu í hendinni líka. — Ég geri ráð fyrir að það væri réttast að skjóta þig, hvað sem öður líður, Dennison. Bern talaði ískyggilega rólega. —- Þú ert of óáreiðanlegur og málskrafsmikill. Það ert þú, sem hefur undirbúið þessa ferð — þetta er ein af þínum flugvélum — flugmaðurinn er starfsmaður þinn. Það er auðvelt að sanna, að þú ert pottur- inn og pannan í þessu öllu saman. — Þú gleymir mér! Það var Freda, sem sneri sér að honum. — Ég hef hatað þig, Williams, síðan ég sá þig í fyrsta skipti. Þið Stewart hafið not- að ykkur breyskleika og hégómagirnd Rodneys, þið hafið gert hann mikil- mennskubrjálaðan. En þú skalt ekki fá að skjóta hann eins og hund .... Allt í einu lagði blossann út úr skammbyss- unni, sem hún hélt á. — Hafðu þetta — og þetta! Enginn hengir mig fyrir að ég hef skotið svín og landráðamann! Bern steyptist fram yfir sig og niður á ganginn. Það fór kippur um hann — og svo var hann dauður. Kata var eins og steini lostin eftir alla geðshræringuna. Og þegar það skýrðist fyrir henni hvað orðið var, fannst henni hún vera saurguð og sjúk. Hún skammaðist sín fyrir að hafa lát- ið sér detta í hug, að hún gæti nokkurn tíma elskað þennan mann. Þetta hafði allt gerzt í einni svipan og þau tóku ekki eftir að varaflugmað- urinn var kominn til þeirra. Hann var líka vopnaður og miðaði nú byssunni á Stewart. — Leiknum er lokið, sagði hann. — Við lendum eftir stutta stund, svo það er bezt að ég fái byssuna yðar undir eins. — Komið þér þá og takið hana! sagði Stewart bandóður. — Það er einmitt það, sem ég ætla að gera, sagði flugmaðurinn hryssings- lega. — Ég er í leyniþjónustunni og ræð yður til að sýna ekki mótþróa. Þér skuluð muna, að það er tiltölulega vel farið með landráðamenn hér í landinu. Þeir eru alls ekki hengdir alltaf. Nú var komin nótt aftur. Kata lá í lítilli kompu í einum kofanum við Framh. á bls. 26. 13. VERDLAUNAKROSSGÁTA FÁLKANS FÁLKINN birtir verðlaunakrossgátu í hverju blaði. Hér birtist hin þrettánda. Verlaunin eru 100 krónur. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur. NAFN HEIMILl FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.