Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 35
Það var ekki fyrr en seint um kvöldið,
að hann vék sér að mér. Um leið og
hann fór framhjá mér sagði hann
„Mademoiselle“, og konan hans fræddi
mig á því, að þetta væri eina orðið, sem
hann kynni í frönsku.
Seinna fékk ég oftar en einu sinni
tækifæri til þess að tala við Stalin á
rússnesku. f fyrsta skiptið var það sam-
tal um Vassili, en hann hafði miklar á-
hyggjur af honum. Stalin boðaði mig
kvöld nokkurt eina niður í dagstofuna.
— Árig 1903, sagði hann við mig, —
fæddi fyrsta eiginkona mín, Katarina,
elzta son minn. Ég hafði þá verið flutt-
ur til Solvitchgesk í Mið-Rússlandi.
Drengurinn heitir Yasha og er ónytj-
ungur.
Stalin hafði raunar enn þá sterkari
orð um son sinn. í þá ellefu mánuði,
sem ég dvaldist í villunni, sást Yasha
aðeins einu sinni. Hann var þá að ljúka
námi í handverksskóla og seinna fór
hann til Kákasus til þess að iðka vetr-
aríþróttir. Þannig hljóðaði að minnsta
kosti hin opinbera tilkynning um brott-
för hans, en hún varð tilefni ýmissa
sögusagna.
— Ég get ekki þolað pabbadrengi eða
ungt menntafólk, hélt Stalin áfram. —
Þér megið samt ekki misskilja mig
þannig, að ég sé að ráðast á menntun-
ina og bóklega vitneskju yfirleitt. En
ég kæri mig ekki um, að unga fólkinu
sé innprentuð of mikil vitneskja. Vassili
hefur áhuga á sínum fyrirmyndarbú-
garði, og það er eins og það á að vera.
Hann bauð mér sígarettu af sérstakri
tegund með pappamunnstykki, sem á
var þrykkt lítil gullstjarna. Hann reykti
fjörutíu af þessum sígarettum á dag.
Læknir hans sagði mér, að tóbaksnotk-
un Stalins væri sjálfsmorð fyrir hann,
jafn veikur og hann væri. Þegar ég fór,
var hann búinn að minnka reykingarn-
ar niður í 20 sígarettur á dag.
— Síðan ég var fimmtán ára, útskýrði
hann fyrir mér, — allt frá þeim degi
sem ég hætti í skólanum, þá hef ég
aldrei nokkru sinni leitað neinnar að-
stoðar hjá neinum kennara, en eingöngu
aflað mér vitneskju úr bókum. Það, sem
ég vil biðja yður um er, að minnka
hvert einstakt lestrarefni eins og hægt
er. Enga sígilda höfunda! Engan Corn-
eille! Engan Shakespeare! Þér segið
mér, að Svetlana sé sérstaklega gáfuð
— gott og vel: kennið henni þá að iaga
mat!
Hann hló sjálfur að þessu spaugi sínu.
Hann leit mjög elskulega til mín og full-
yrti, að hann væri ánægður með starf
mitt, og þegar við gengum út úr dag-
stofunni, gekk hann eitt skref aftur á
bak og sagði:
— Pojalouista (Eftir yður!) Þetta var
í fyrsta skiptið, sem ég sá Stalin víkja
fyrir konu og ég er enn þeirrar skoð-
unar, að hans álit á konum hafi verið
það, að æðsta hlutverk þeirra væri að
gæta heimilisins. Nadia Allelievna,
Sjá næstu blaðsíðu.
Endurminningar eina núlifandi farandsveinsins á
íslandi. Smiðsins sem ferðaðist um Evrópu með
smíðatólin á bakinu, og varð stðan kennari við
Iðnskólann í Reykjavík í ncestum hólfa öld.
Meðal kaflaheita eru þessi:
Æsku- og unglingsár. — Um Ara afa minn og syst-
kini mín. — Til útróðra. — Snemma beygist krókur-
inn. — Til náms í Reykjavík. — Iðnskólinn 1904—
1905. — Heima á bernskuslóðum. — Til Kaup-
mannahafnar í skóla. — Smiður í Danmörku. —
Aftur í skólann. — Farandsveinn í Þýzkalandi. —
Farandsveinn í Sviss. — Kennari við Iðnskólann. —
A gömlum slóðum og nýjum.
BÓKAÚTGÁFAN LOG/
Sími 3 82 70