Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 19

Fálkinn - 28.03.1962, Qupperneq 19
FYRSTA ÓPERETTAN LEIKIN Á ÍSLANDI: LAGLEG STÚLKA GEFINS Jólasýning Leikfélagsins í ár var nýmæli í íslenzkri leiklist. Var þá sýnd í fyrsta skipti hér á landi óperetta og hafði leikfélagið valið þýzkan leik, sem á íslenzku er kallaður: Lagleg stúlka gefins. Þó að hér vanti flest það, sem þarf til þess að sýna svona leik, sem sé gott söngfólk, stóra hljómsveit og íburðarmikið leiksvið, tókst þó sýn- ingin svo, að mikill sómi var að, og i áhorfendur skemmtu sér prýðilega. Hefir hingað til ávallt verið fullt hús á sýninguna. Hér á myndinni sést dans- meyjaflokkurinn, sem stjórnað var af Heklu og Sögu Jósefsson. Sjást þær sitjandi hér á myndinni. (1931). II' mm ■ STRÆTBSYAGNAR HEFJA GÖNGU SÍNA Félag hefir verið stofnað í þeim tilgangi að starfrækja reglubundnar ferðir fyrir al- menning um borgina og ná- grennið. Er þegar tekið til starfa á leiðinni milli Lækj- artorgs og Klepps og ferðir um það bil að hefjast milli Lækjartorgs og Grímsstaða- holts og Skildinganess. — Næst verða teknar upp ferðir milli Elliðaár og um Lækjar- torg í Kaplaskjól. Til áður- nefndra ferða verða fjórar bifreiðar, en auk þess er í ráði að hefja ferðir innan- bæjar, einkum til þess að samband náist við áðurnefnd- ar aðalleiðir sem víðast úr bænum. Félagið ætlar að nota átta stórar bifreiðar til ferð- anna, 14 manna og stærri. Eru það Studebaker-bifreiðar, en yfirbyggingin er gerð hér. Einn af þessum nýju og stór- glæsilegu farkostum sjást á myndinni hér til vinstri. (1931). LAUSAR SKRÚFUR REYKJAVÍKUR- ANNÁLSENS Lausar skrúfur heitir skop- leikur hf. Reykjavíkurannáls, sem sýndur er í höfuðstaðn- um um þessar mundir og er helzta hláturlind bæjarbúa eins og raunar alltaf þegar revíurnar eru á ferðinni. A myndinni sem hér birtist sjást allir leikendurnir í lokaatriðinu, meðal annarra Gunnþórunn Halldórsdóttir, Friðfinnur Guðjónsson, Guð- laugur Guðmundsson, Har- aldur Á. Sigurðsson, Soffía Kvaran, Tryggvi Magnússon og fleiri. (1929).

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.