Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 8
Xjctin er cinkcnni Suðurlandabúa Þau heita Pétur Hafstein Skaftason og Elín Hafstein Skaftadóttir. Bæði eru innan við tvítugt, en senni- lega víðförulli en nokkrir aðrir íslendingar á þeirra reki. Fyrir nokkrum árum var Pétur sendill á Fálk- anum. Þau hafa dvalizt í Indlandi og Suður Ameríku og komið bæði til Evrópu og Afríku. Faðir þeirra hefur dvalizt í Indlandi og Suður Ameríku og kennt þarlendum mönnum nýtizku fiskveiðar. Indland, Suður Ameríka, nöfnin sjálf vekja for- vitni. Mönnum dettur ýmsar sagnir í hug um þessi lönd. En þekkingin er ósköp lítil. Þeir vita jú, að Indlandi stjórnar karl, sem nefndur er Nehru og í Suður Ameríku ríkir skríllinn. Um trúarbrögð vita menn næsta lítið. Að vísu rámar menn í að í Ind- landi ægi öllum mögulegum trúarbrögðum saman og sumir muna ef til vill eftir því, að Suður Ameríku- menn séu kaþólskir. Yfirleitt er vitneskja manna um þessi lönd af mjög skornum skammti. í þessum lönd- um hafa fáir menn dvalizt, enda þótt nokkrir hafi ferðast þar um. Fyrir nokkru komu systkinin, Pétur Hafstein Skaftason, og Elín Skaftadóttir til landsins. Þau áttu því láni að fagna að geta dvalizt í þessum fjarlægu löndum um nokkurra ára hríð og átti blaðið samtal við þau. — Hvað voruð þið lengi í Indlandi? — Ég var í rúmt ár, segir Elin, en Pétur var lengur. — Já, svaraði Pétur, ég var um það bil 3 ár. •— Hvernig líkaði ykkur við Indverja? — Okkur líkaði alveg prýðilega. Það langar alla fjölskylduna þangað aftur. — Hvernig gekk föður ykkar að kenna Indverjum? — Vel, þeir voru námfúsir, en það var bara hitinn, sem háði þeim. Það var eitthvað annað en að kenna FÁLKINN ræðir við systkini, sem verið hafa í Indlandi og Suður-Ameríku 8 FÁLKINN í Suður Ameríku. Þeir voru ógurlega latir, Suður Ameríkumenn og vildu fresta öllu til morguns. — Ykkur líkaði vel í Indlandi. Hvar voruð þið helzt? — Við dvöldum í Bombay og stað, sem kallast Pajkost Saurastra. Það var eini staðurinn á öllu Indlandi, sem ljón var að finna. — Var hægt að fá góðan mat þarna? — Já, það var hægt, en mjólkin var vond. Hún var blá á litinn, enda höfðu sumir það þannig, að þeir létu Indverjana koma með kýrnar heim að húsdyrun- um og mjólka þær þar. Þeir áttu nefnilega til, Ind- verjarnir að blanda saman við hana vatni. — Kýr, voru þær ekki alls staðar og mátti nokkurn tíma stugga við þeim? — Nei, það mátti ekki stugga við þeim, að drepa kú var eins og að drepa mann, svarar Pétur. — Manstu, segir Elín við Pétur, eftir landbúnaðar- ráðunautnum, sem kenna átti Indverjum að nýta land- ið. Hann var staðsettur í einu fylkinu og eitt af því fyrsta, sem hann gerði var að lýsa því yfir, að í þessu fylki væri um 25 milljónum of mikið af kúm. — Já, og hann var rekinn á stundinni. — Bar nokkuð óvenjulegt fyrir, meðan þið dvöld- ust í Indlandi? — Pétur, segðu frá slöngunni, segir Elín. — Hvernig slanga var það, var það gleraugna- slanga? — Nei, segir Pétur, það var stór kyrkislanga. Ég fór inn í bílskúr og þá lá hún þar og hringaði sig. Ég kallaði auðvitað á þjóna og allt þjónustuliðið kom hlaupandi með kústa, prik og alls konar vopn. Með þessu barði það slönguna og hélt því áfram hálftíma eftir að helvítis slangan var dauð. — Hvað var það, sem ykkur féll verst við í Ind- landi? — Bölvaðar Moskitoflugurnar, segir Pétur. — Það var nú ekki svo mikið af þeim í Bombay, en mikið í Saurastra, þar var votlendara. — Þær sóttu nú aðallega á Pétur, segir Elín. — Hvernig stóð á því? — Ég þylti mér anzi mikið á nóttunni og þá fór netið ofan af mér. Eins var ég líka afleitur með að klóra mér, það fylgir bitunum nefnilega kláði og ef maður klóraði sér, þá hljóp þetta upp og varð að sári. — Var mikil fátækt í Bombay? — Nokkuð bar á henni. Maður sá víða betlara. — Hvað um trúarbrögð? — Þeim ægði öllum saman. Mér fannst skemmti- legast, að í Bombay var svo margt að heyra og sjá, að manni leiddist aldrei að reika um borgina. — Fóruð þið til Suður Ameríku eftir að þið höfðuð verið í Indlandi? — Já, við fórum til Argentínu en síðan til Uru- guway. — Eru þetta ekki ánægju- leg og sérstæð lönd að mörgu leyti? — Ekki geta þáu kallast ánægjuleg, en ströndin er alveg dásamleg, segir Elín.' Ég held, að það, sem verst ætti við okkur íslendinga er flatneskjan, þarna sér ekki í fjöll á mörg þúsund kílómetra svæði. Og alltaf stöðugur vindur. Að vísu var fjall eitt nálægt Mont- evideo, höfuðborginni í Uruguway, enda þýðir nafn- ið, fjallið sem ég sé. Ef farið var þangað mátti sjá um alla sléttuna. Aftur á móti sást ekki til fjallsins úr borg- inni, nema í góðu veðri. — Hvar dvöldust þið helzt í Argentínu? — Það var í borginni, Mar del Plata. Hún er svona 400 km. frá Buenos Aires. Það var mikill ferðamanna- bær, þangað kom fólk á sumrin og undi sér á bað- ströndinni. Ég held að ég sakni mest strandarinnar, segir Elín. Annars var leiðin- legt þarna í Argentínu. — Hvernig var maturinn þarna? — íslendingum mundi ekki geðjast neitt sérlega vel að honum. Argentínubúar eta aðallega nautakjöt, en þó var hægt að fá þar kinda- kjöt stöku sinnum. Svo bjargaði það líka miklu að pabbi kom oft með nýjan fisk í soðið. Fiskur, sem keyptur var í búðum var óætur, svarar Elín. — Já, segir Pétur, það var hátíð, þegar við fengum eitt sinn norskan saltfisk. Frh. á bls. 29 FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.