Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Síða 39

Fálkinn - 06.06.1962, Síða 39
öllum vökunum. Hún fór í dökkan kjól, sem hún hafði varðveitt umhyggjusam- lega síðan hún vann hjá Lieven greif- ynju. Hún hafði lagfært hann með efn- isbút, sem innanbúðarmaðurinn í kram- búðinni hafði stungið að henni. — Þetta er gott efni, rétt eins og það hafi verið búið til einmitt fyrir yður, ungfrú Katrín, hafði hann hvíslað að henni. Hann hafði horft auðmjúkur og biðj- andi á hana, en hún hafði ekki látið þau orð falla, sem hann hafði vonast eftir. Hún þakkaði aðeins fyrir sig eins vin- gjarnlega og henni var unnt. Katrín ráfaði klukktímum saman um Lundúnaborg þenna dag og sorgin yfir fráfalli móðurinnar var blandin fögnuði yfir fengnu frelsi. Það var eins og boi'g- in breyttist fyrir augum hennar, varð henni kunnuglegri með hverri mínútu sem leið. Henni fannst þetta vera sín borg. Dauft skin sólar þrengdi sér nið- ur milli húsþakanna og speglaðist í rúðum veitingahúsanna í Fleet Street. Bak við gluggana sátu menn með ölkrúsir sínar og ræddu viðburði dags- ins. Öðru hverju mætti hún fólki á leið úr vinnu sinni. Sumir ungir menn gáfu henni hýrt auga og þá kerrti hún hnakk- ann og þreytan hvarf á augabragði.. Karlmennirnir voru sjál-fum sér líkir, hugsaði hún. Þeir voru ólíkt klæddir, töluðu misjafnlega og framkoma þeirra var á marga lund. En samt var ekki mikill munur á þeim, þegar allt kom til alls. — Ég get fengið hvern sem ég vil, sagði Katrín við sjálfa sig. Hún var full bjartsýni og sigurvissu, þegar hún stóð við dyrnar á fyrirtækinu, þar sem Nellie vann. Dyrnar lukust upp og um leið heyrðist í bjöllu. Katrín beit á vör- ina af eftirvæntingu. Hún sá fyrir sér andlit Nelliar, þegar hún uppgötvaði, hver væri komin. — Hvað var það fyrir þig, ungfrú góð, sagði eldri maður og stóð upp frá skrifpúlti í litlu herbergi við hlið verzl- unarinnar. — Ég ætlaði að fá að tala við vinkonu mína, Nellie Fagg. Katrínu varð hverft við, þegar hún sá framan í manninn. — Nellie Fagg, hreytti hann út úr sér og gekk hægt nær henni. — Þetta er virðuleg verzlun. Svoleiðis götustelpa á ekki heima hér. Og ekki vinkonur hennar heldur. Katrín tók andköf af skelfingu. — Er hún hætt, gat hún loks stunið upp. — Já, það vildi ég meina. Og fyrir öryggissakir er hún flutt þaðan sem hún bjó. Er það fleira sem þú vilt vita? Katrín hrökklaðist út úr verzluninni. Skyndilega rann upp fyrir henni Ijós: Hún stóð ein uppi í heiminum. Frú Gibbs mundi aldrei taka við henni aft- ur. Móðir hennar var látin Hún átti engan að, var ekkert, átti ekkert, burt- séð frá lítilli skjóðu með nokkru smá- dóti. . . . (Famhald í næsta blaði). — Æ, ég verð að biðja yður af- sökunar. En það eru svo margir gárungar að eltast við hana dótt- ur mína. — Það er Friðrik littli sjálfur, sem í allan dag hefur verið að biðja mig að koma í Indíánaleik við sig. — Ég slcal segja ykkur, að mað- urinn minn á von á áríðandi síma- hringingu, og hann vill ekki þurfa að fara upp úr baðinu. — Ekki er nokkur vafi á, að stangaveiðin er dásamlegasta íþrótt, sem til er. — Heyrirðu ekki, að hann faðir þinn er að segja þér að vera úti í garði að leika þér? ' mL —- —- — Er það ekki dásamlegt! Mamma ætlar að flýja með okkur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.