Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Page 20

Fálkinn - 27.06.1962, Page 20
Þeir sem liafa átt leið um miðbæ inn í vor og eiga ekki svo annríkt, að þeir gefi sér ofurlítinn tíma til þess að Iíta á fólkið í kringum sig, — kannski fyrst og fremst kvenfólkið, — hafa án efa tekið eftir Týrólahöttun- um. Þeir eru nýjasta nýtt í heimi tízk- unnar hér á landi, þessir litríku og skemmtilegu hattar með stuttum börð- um og löngum, fjöðrum. Það eru aðal- lega ungar stúlkur, sem bera þessa hatta, en nokkru áður voru karlmenn á öllum aldri farnir að setja upp Týr- ólahatta, en reyndar nokkuð frá- brugðna kvenhöttunum. Tízkan lætur ekki að sér hæða, og hún verður oft til á undarlegan hátt. Þannig eru þessir nýju og vinsælu Týrólahattar brot úr þjóðbúningi hinna glaðlyndu Týrólbúa, — en hins vegar eru hattarnir framleiddir í Dan- nvörku! Dönsku Týrólahattarnir fást aðeins á einum stað hér í Reykjavík. Það er í verzluninni Geysi, og verðið á þeim er krónur 239.50. Sala þeirra hef- ur verið geysilega mikil að undanförnu og farið stöðugt vaxandi. Nýr faraldur er sem sagt kominn upp í heimi tízkunnar. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.