Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 26

Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 26
Hve lengi þurfum við að sofa? Atta klukkustundir er meðaltalið, en er.gin regla er án undantekninga, svo að sumir vakna óþreyttir og endurnærðir eftir aðeins 6 stunda svefn og enn aðrir láta sér ekki nægja skemur en 10 stund- ir. Staðhæft er að stundirnar fyrir mið- nætti séu helmingi meira virði en aðrar. eitt er víst að við erum betur úthvíld, ef við höfum sofið frá klukkan 22 til kl. 6 að morgni, en frá klukkan 2 að nóttu og fram á morguninn. Athugið að viðra vel til herbergið, sem sofið er í. Sofið fyrir galopnum glugga á sumrin en minna á veturna. Lítið gagn er að rifu á glugga bak við lokuð hansagluggatjöld, sem er algeng sjón. Sofið aldrei með hita á miðstöð- inni. Margir eru þeir, sem ekki geta sofið, þótt í rúmið sé komið. Er þá gripið til ýmsra ráða, telja upp að 1000, telja kindur í haga o. s. frv.. Þetta eru mein- laus meðul, sem hjálpa ef til vill sum- um. En sé maður reglulega yfir sig þreyttur og taugaspenntur, hrökkva þær skammt. Farið heldur í heitt steypi- bað, áður en gengið er til náða, látið vatnið dynja sérstaklega vel á hálsinn að ofanverðu og hrygginn. Núið yður 26 FÁLKINN svo vel með frotti-handklæði, þar til þér eruð vel þurr. Drekkið svo glas af heitri mjólk með hunangi um leið og farið er upp í rúmið — drekkið það hægt og sé rúmið mjög kalt, er ágætt að ylja það með hitapoka. Látið fara vel um yður og reynið að slaka á öllum vöðvum. Hvernig veit maður, hvort slakað er á? Þér hafið þá fyrst slakað á, þegar allir útlimir eru þungir og máttlausir og þér eruð hættar að hugsa um eitt- hvað sérstakt. Þetta er ekki eins auðvelt eins og það hljómar, því hvíli eitthvað þungt á huganum og við höfum mikið að brjóta heilann um, er ekki svo auð- velt að má allt burt. Reynið að fara þannig að: Andið nokkrum sinnum djúpt og rólega, lyftið þvínæst vinstri handlegg og látið hann þvínæst detta máttlausan niður. Gerið það sama með þeim hægri. Beygið síðan vinstri fót, réttið alveg máttlaust úr honum á ný. Endurtakið þetta með hægra fæti. Haldið stöðugt áfram, þar til útlimirnir eru orðnir þungir sem blý. Slakið einnig á kviðarvöðvunum á þann hátt að þrýsta hendinni á mag- ann„ láta magavöðvana spennast á móti og slaka svo á. Gerið hreyfing- arnar með öxlunum og slakið síðan á þeim. Sumir róast við að tala við út- limina t d.: ,,Nú er hægri handleggur- inn máttlaus og þungur, hægri fóturinn máttlaus og þungur og sígur niður í undirsængina o. s. frv. Segið þetta hægt og rólega, eins og ætlunin sé að dáleiða sjálfa yður. Sé heppnin með og þér sofnið eftir að hafa slakað á, eru miklar líkur fyrir því, að þér hafið góða og draumalausa nótt, og vaknið því hressar og úthvíldar. Mjög mikilvægt er að rúmið og rúm- fötin í heild séu þægileg. Sængin ekki of þung, koddarnir ekki of margir og of mjúkir — þeir hindra eðlilegan andardrátt, auk þess verðið þér hrukk- óttar og pokóttar í andlitinu, sé það á kafi í koddum að næturlagi. Þegar farið er á fætur, skal þess gætt að gera það ekki of harkalega. Stökkvið ekki út úr rúminu um leið og þér losið svefninn. Gefið yður tíma til að teygja vel úr yður. Andið nokkr- um sinnum djúpt og geispið, ef þér hafið löngun til þess. Sé blóðrásin léleg í fótunum: kastið sænginni ofan af yður og hjólið rösklega upp í loftið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.