Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Side 28

Fálkinn - 16.01.1963, Side 28
Líiið cr lunga Framhald af bls. 13. málið fast og dæmdi Oddur lögmaður Gottskálksson í málinu og féll dómur hans Páli í vil. Var nú málinu þokað áleiðis, en ekki til fulls, því að Páll varð að leggja málið undir konung og fá staðfestu hans. Samsumars sigldi Páll til Kaup- mannahafnar til að leggja málið fyrir konung. Sótti hann málið fast eins og áður. Sú er sögn, að þegar hann krypi konungi hafi hann aðeins kropið á ann- að kné og mælt: „Ég lýt hátigninni, en stend á réttlætinu.“ Djarflega er þetta mælt, og lýsir Páli vel, hinni stórbrotnu skapgerð hans og einurð. Páll afflutti mjög andstæðinga sína í konungsgarði, en sérstaklega Martein biskup, Daða í Snóksdal og Pétur Ein- arsson. Var það í fyrsta sinn, að nokk- ur íslenzkur maður gerðist svo djarfur að gagnrýna gjörðir þeirra í eyru valds- manna í Danmörku. Sumt af því, sem Páll taldi þeim til vansa reyndist rétt síðar,, og brann þeim mjög á baki máls- meðferð hans í Staðarhólsmáli. Þannig gat Páll komið fram tvíþættri hefnd á andstæðingum sínum og höfuðóvinum ástmeyjar sinnar, og varð honum á- byggilega mikil svölun af, og vissi ör- ugg laun, þegar hann leitaði meyjar- málanna, þegar hann kæmi aftur heim í Eyjafjörð. Árið 1554 fékk Páll með konungsbréfi eignarhald á Staðarhóli og jafnframt veitingu fyrir Þingeyjarsýslu. En ekki var Staðarhóllinn laus að heldur, Daði í Snóksdal hélt honum enn þá um nokkur ár fyrir Páli og urðu enn þrætur og rekistefnur út af honum. Páll galt Steinunni systur sinni vel fyrir jörðina og kom í alla staði vel fram við hana. 4. Eftir að Páll kom heim úr sigling- unni, fór hann að leita eftir að fá Helgu Aradóttur. Hann sneri sér til föðursyst- kina hennar og fékk Þórunni á Grund og síra Sigurð Jónsson á Grenjaðar- stöðum í lið með sér. En ekki dugði að heldur. Giftingarmaður Helgu Aradótt- ur, var Þorleifur Grímsson á Möðru- völlum, móðurfaðir hennar. Hann synj- aði Páli meyjarinnar, þrátt fyrir það, að Helga Aradóttir væri fús ráðsins. Sennilegt er, að hér hafi komið til mis- klíð milli Þorleifs og föður Páls, líklega út af erfðamálum. Jón á Svalbarði var kvæntur öðru sinni Guðnýju, systur Þorleifs. Þrátt fyrir það, að Páll fengi til liðs við sig Jón föður sinn, Helgu Sigurðardóttur, ekkju Jóns Arasonar biskups og Þórunni á Grund og síra Sigurð á Grenjaðarstöðum, var Þorleif- ur gamli á Möðruvöllum óbifanlegur um synjun ráðsins. Gekk svo fram um hríð. En Páll gafst ekki upp. Hann vissi hug Helgu Aradóttur og að hann yrði að sækja meyjarmálin fast og af kappi. Hann var búinn að vinna til fylgis við sig frændur Helgu og með tilstyrk þeirra lagði hann málið í dóm. Dómur var kveðinn upp í þessu óvenjulega kvon- armáli í héraði árið 1556 og þar dæmt, að þau síra Sigurður á Grenjaðarstöð- um og Þórunn á Grund, væru skyld að leita þessa máls við Þorleif Gríms- son á Möðruvöllum, að vilja Helgu. En skyldi hann enn standa á móti gifting- unni, mætti Þóunn með beztu manna ráði gifta Helgu. Enn stóð málið í stappi um hríð, því að Þorleifur gamli á Möðruvöllum, var ekki fús að láta undan að heldur. En þar kom að lokum að hann gaf samþykki sitt. 13. janúar árið 1558 var gerður kaupmáli Helgu og Páls á Grund. En ekki fékkst Þorleif- ur til að vera viðstaddur, og sendi eng- an í sinn stað. Sigurður prestur á Grenj- aðarstöðum, föðurbróðir Helgu, varð því að taka að sér að vera giftingar- maður hennar. Brúðkaup Helgu og Páls hefur verið rausnarmikið og fögur veizla haldin, því að nægur auður var í garði. Höfðu þau að lokum náð langþráðu takmarki og urðu ástir þeirra og ástafar með miklum óhemjuskap í fyrstu svo ó- venjulegt þótti. Kunnu þau sér lítt hóf í þeim sökum eins og svo mörgum áður og síðar. Mælt er, að þau hafi ekki risið úr rekkju fyrstu sex vikurnar eftir brúðkaupsnóttina. Næsta vor reistu þau bú að Eyrar- landi í Eyjafirði en fluttu svo að Einars- stöðum í Reykjadal, eignarjörð Helgu. í fyrstu var allt áferðarlítið um sam- farir þeirra, enda hafa þau verið mjög hrifin hvort af öðru, þegar þau gengu í hjónaband. En brátt kom þar, að ástar- glóðin fölnaði og úfar fóru að rísa með þeim. Bæði voru með afbrigðum stór- lynd og stórgeðja, Páll stórorður og hispurslaus, en Helga drambsöm og duttlungafull. Uppeldisáhrifin frá Grund sög^u fljótt til sín og lýstu sér í hroka, sjálfræði og ráðríki. Mælt er að eitt sinn eftir orðasennu milli þeirra, hafi Páll brugðið henni um miður virðulegt orð- færi og ort til hennar: Lítið er lunga í lóuþræls unga, þó er mun minna mannvitið kvinna. (Heim.: Sýslumannaævir, Menn og menntir, ísl. fornbr.s. Alþingisbækur íslands, ísl. æviskrár, Om digtningen pá Island, Safn til sögu íslands, ýms skjöl í Landsbóka- og Þjóðskjalasafni o. fl.). Kamt unga íólkiA Framhald af bls. 11. — Ég er í iðnnámi. — Og áhugamálin? — íþróttir og spil. — Hvaða spil? — Bridge. Þeir kenndu mér það í vinnunni og við spilum það stundum í kaffitímanum, þegar hann fer ekki í umræður um trúmál. — í hvaða íþróttum ertu? — Ég hef verið í frjálsum íþróttum, svona aðallega til að leika mér, en ekki keppa. Ertu frá einhverju blaði? — Já. — Heldurðu að þú komir því ekki á framfæri hvort ekki væri heppilegt að stofna klúbb í sambandi við þetta hús. — En ef það yrði stofnaður klúbb- ur, yrði þá ekki klíkuskapur? — Það getur verið, en það er kannski hægt að komast fyrir það. Klukkan á eftir nokkrar mínútur í tvö, og þær mínútur notum við til að spyrja menn um áhugamálin. Af um tíu strákum eru íþróttir aðaláhugamál- ið hjá sjö, frímerki hjá einum, flug hjá einum og tónlist hjá einum. Það lítur því úr fyrir að þessi staður sé vel sóttur af verðandi íþróttastjörnum. Af fimm stúlkum, isem við spurðum, höfðu tvær áhuga á íþróttum, ein leiklist, ein bók- menntum, og sú fimmta sagðist hafa hug á að verða góð húsmóðir. Þegar hljómsveitin er hætt að leika, spyrjum við Svavar Gests hvernig hann kunni við að leika þarna. — Ég kann því vel, segir hann. — Þetta er ungt fólk, sem kemur hér til að skemmta sér og ég held að því tak- ist það. Að minnsta kosti hefur mér virzt það. Það getur stundum verið daga- munur á aðsókninni. Við leggjum nokkrar spurningar fyrir umsjónarmanninn með keiluspilinu, — Er þetta vinsælt? — Já, það er vinsælt. Að vísu er þetta spil frekar lítið þekkt hér, að minnsta kosti ekki eins og í Banda- ríkjunum, þar sem segja má að öll fjöl- skyldan spili það. CLOROX Fjólubláa blævatnið „CLOROX“ inniheldur ekk- ert klórkalk né önnur brenniefni og fer því vel með þvottmn. „CLOROX“ er einnig óviSjafnan- legt viS bremgermngar og til sótthreinsunar. Efnagerð Austurlands h.f. 28 fálkinn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.