Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Page 34

Fálkinn - 16.01.1963, Page 34
3 mcnii í stcttiniú Framhald af bls. 29. — Mér skilst að til þess að stéttar- félag geti starfað sé nauðsynlegt að að stéttin sé það fjölmenn að hægt væri að kjósa stjórn, en svo er ekki. Ég held að fyrir utan bróður minn og mig sé aðeins einn lærður stein- smiður. Svo eru nokkrir sem vinna við steinsmíði án þess að vera lærðir til þess. — Og þið látið það afskiptalaust? — Við höfum ekkert að því að finna. Við höfum alveg nóg að gera. — Og þú ert allur í starfinu, ertu hættur að leika eða semja lög? Það verður stundar þögn áður en Knútur svarar. — Hvar er maður allur og hvar er maður ekki allur? Ég vil lítið ræða áhugamálin, það er betra heldur en að segja eitt og annað sem svo kann- ski verður aldrei. Ég slysaðist til að gera lag sem varð vinsælt. Ég segi slys því það hafa sennilega jafn- margir haft af því leiðindi og hinir sem höfðu af því ánægju. — En leiklistin? — Ég er að byrja að æfa í Iðnó. — Þú hefur ferðast talsvert út um land að skemmta. — Já við vorum þrír saman og skemmtum á mótum hjá Sjálfstæðis- mönnum og það var ekki síður skemmtilegt fólk, sem þangað sótti en annað. Þá var ég með í leikflokkn- um sem sýndi Tveir í skógi. Þetta eru erfiðar ferðir þótt þær séu skemmtilegar. Það eru kannske 34 sýningar á 30 dögum.. Maður er rétt kominn á sýningarstað þegar sýning á að hefjast og þá á eftir að koma öllu fyrir og erfið dagleið að baki. Hinn næsta dag er líka löng leið fyrir höndum. En það er gaman að kynnast fólkinu. — Koma ekki brosleg atvik fyrir í svona ferðum? — Jú það eru oft atvik sem hægt er að brosa að. Stundum voru húsin svo lítil, að maður þurfti að fara fram í sal til að geta sýnt sig allan og staðið uppréttur, en svo voru líka hús sem voru hallir. Glæsileg og góð hús eins og okkur í Leikfélaginu langar til að eignast. — Og þú kannt vel við steinsmiðs- starfið? — Já, ég mundi segja það. Að vísu er alltaf eitthvað sem mann mundi heldur langa til að gera, en menn verða að hugsa um brauðið og mag- ann. Menn verða að halda lífi. ★ Á þeim dögum__ Frh. af bls. 17. um. Daglega fór ég svo í þýzkutíma til konu einnar sem kenndi við verzlunarskólann og kenndi auk þess útlend- ingum þýzku. Hún hafði kennt mörgum íslendingum og sagði að bezti skólinn sem ég gæti farið í væri leikhúsin því þar væri hið lifandi mál talað. — Hefur þú farið utan aftur? — Já, ég fór fyrir tveim árum á þessar sömu slóðir, en það var margt breytt og ég kannaðist litið við mig. En það var gaman samt. Bezti skóli sem maður getur gengið í er að fara nógu oft í leikhús. — Ef ég spyrði þig, hvaða lag þér þætti vænst um af þeim, sem þú hefur samið, hvert heldur þú að .svarið yrði? Það verður stundarþögn. — Án efa held ég það yrði „Nóttin með lokkinn Ijósa“. Mér er það lag sérstaklega hugleikið, því það varð til við sérstakar aðstæður. Ég held, að flest fólk viti að svona nokk- uð verður ekki til nema góð stemning sé fyrir hendi. Ég var hér verzlunarmaður í um tuttugu ár hjá Kristjáni Gísla- syni, föður Björns er ég gat um áðan. Á þessum árum voru dagblöð notuð til að pakka inn vörunum. Ég man, að t. d. var Politiken mikið notuð til innpökkunar. Nú er það einn daginn að ég er að pakka inn og að þes,su sinni með Lesbók Morgunblaðsins. Þá verður fyrir mér kvæði eftir Jóhann frá Flögu, sem hét þessu nafni,, Nóttin með lokkinn ljósa“. Ég leit aðeins á það og varð strax hrifinn af því og lagði blaðið til hliðar og tók það svo með mér heim um kvöldið og lagði það orgelið mitt og hugsaði ég skyldi athuga þetta síðar í góðu tómi. Svo leið vikan, og næstu helgi á eftir ætl- aði ég ásamt fleira fólki í reiðtúr hér fram í sveit. Það átti að leggja af stað klukkan sex á .sunnudagsmorguninn, en ég vaknaði klukkan fjögur og fór á fætur. Úti var ein- stakt veður. Sumardýrð og sólin nýkomin upp yfir austur- fjöllin, og ég komst í einhverja sérstaka stemningu, og þá varð þetta lag til. Ég settist niður við hljóðfærið og punkt- aði það niður. Ég var í þessu sérstaka skapi allan daginn og ferðin var mjög ánægjuleg, og alla leiðina heyrði ég þetta lag. Þegar ég kom heim um kvöldið, gekk ég frá því áður en ég sofnaði til að halda þessari dásamlegu stemningu. Þetta er það lag mitt, sem mér þykir vænst um. Ég veit ekki hvort þetta er bezta lagið mitt, en mér hefur alltaf fundizt einhver sérstök birta yfir þessu lagi. — Hefur það komið út á plötu? — Nei, það hefur ekki komið út á plötu, en ég held að það sé til í útvarpinu. Hún söng það einu sinni hún Guð- rún Á. Símonar. — Hvað heldurðu, að sé vinsælasta lagið þitt? — Ætli það sé ekki Lindin, mér finnst ég heyra það oft- ast. Um tíma varð ég hræddur um að þeir mundu eyði- leggja hana, svo hún var spiluð .svo oft. — Hvort á meiri ítök í þér leiklistin eða tónlistin? — Tónlistin hefur alltaf átt miklu meiri tök í mér. — Og að endingu: Ef þú værir ungur maður í dag og hefðir ö.ll þau tækifæri sem ungum mönnum bjóðast, — hvað þá? — Þessi spurning hefur stundum vaknað hjá mér, og þá um leið hvort maður væri nokkuð meira en gengur og ger- ist. Ég veit ekki. En hitt veit ég, að það eru meiri tækifæri í dag heldur en þegar ég var ungur. Fyrir þann, sem vildi sækja á brattann voru flestar dyr lokaðar, en nú eru þær opnar. Já, sá sem vill sækja á brattann í dag og er nógu ákveðinn og staðfastur, hann hefur mikla möguleika.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.