Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Page 23

Fálkinn - 26.06.1963, Page 23
Brátt var allt tilbúið, og við yfirgáf- um flugvöllinn, enn umkringd ljós- myndurum og fréttamönnum, sem nú voru alveg óðir og tautuðu ruddalegar athugasemdir. Ég vissi, hvernig Thanos hefði tekið á móti þeim og hann hefði látið þá hafa nóg af svörum og gaman- sögum til að fylla dálka sína án þess að þeir tækju eftir, að þeim var ekki sagt neitt, sem þeir hefðu ekki getað fengið hjá einkaritara hans. „Hvar er herra Kyrilis?" spurði ég af engu tilefni. „Hans er von á hverju augnabliki, frú.“ „Segið þeim það. Segið þeim að bíða eftir honum.“ „J—á, frú.“ „Hvernig líður?“ „Það líður vel, frú. Dimitri litli yðar hefur misst fyrstu tönnina og —“ „Strax? Jæja, já ég gerði ráð fyrir. að það ætti að fara að byrja núna.“ „Já, frú, Irena er nýbúin að eignast þríbura." Irena var eftirlætis loðhund- urinn minn og þetta var í fyrsta sinn, sem hún gaut. Ég minntist þess að ég hafði áhyggjur út af henni, áður en ég fór. „Er allt í lagi með þá?“ „Já, frú. Þeir eru alveg eins og hún .. . Þeir eru blindir ennþá.“ Hún hélt áfram að segja mér smáfréttir af þess- ari tegund og mér fannst það sefandi að ræða öll þessi mál, sem voru kunnug- leg og höfðu ekkert tilfinningalegt gildi. Ég var einmitt að fara úr hraðbátn- um við sumarbústað okkar, þegar Denny missti skyndilega stjórn á sér og hrópaði æst: „Sjáið frú, þyrluna! Það hlýtur að vera herra Kyrilis. Hann vissi, hvernig hann átti að forðast þessa náunga!“ Hún hló stolt og æst og er ég leit á hið rjóða andlit hennar, komst ég að því, að hún var sennilega ástfangin af Thanosi. Meðaumkunar- alda fór um mig og ég kom við hand- legg hennar. „Hvar lendir hann?“ spurði ég. „Hérna, býst ég við,“ svaraði hún og í óðagotinu gleymdi hún að vera stima- mjúk. Ég horfði á þyrluna, sem nálgaðist og það var óttalegur hávaði í henni Það var erfitt að sjá hana skýrt, því að hana bar í skæra morgunsólina og augu mín blinduðust næstum af birt- unni. Ég gat ekki annað en dáðst að því, hvernig Thanos valdi komutíma sinn og hvernig hann gerði það áhrifamikið á þennan hátt. Hann var maður hinnar glæsilegu framkomu fortíðarinnar. Með liárkollu og fellingakraga og í þröng- um buxum hefði hann getað verið fyrsta flokks sjóræningi. Ég gekk í átt að þyrlunni og mætti Thanosi við endann á stiganum. Hann faðmaði mig hjartanlega og græðgislega á sama dramatíska háttinn og hafði sett svip sinn á komu hans. Ég svaraði hinum kraftmiklu faðmlögum hans hlý- lega. Hann hélt höfði mínu milli lófa sinna og horfði augnablik í augu mín. Ég leit undan órólega vegna hins gegn- umlýsandi augnaráðs hans. „Þú ert þreytt, Phaedra. Var flugið slæmt? Hvernig var París?“ „Ó, ágæt. Ég er þreytt. Við skulum fara inn.“ Á meðan við gengum inn, fór hann að segja mér frá hinu mikla, nýja gróðabragði. Það kom í Ijós, að honum hafði tekizt að ná mikilvægum samn- ingi við olíusamsteypu og var nú ekki aðeins eini útgerðarmaður þeirra held- ur einnig hluthafi. Þetta færði honum nægilegt vald í samsteypunni og hafði jafnframt mikið að segja, hvað skatta snerti. Þetta hafði bersýnilega blessun ríkisstjórnarinnar og veitti honum þá aðstöðu, sem hann hafði alltaf viljað fá á sviði alþjóðaviðskifta. Ég hlustaði á hann um leið og ég fór úr þvældum ferðafötunum og í slopp og leiðbeindi Önnu við að taka upp farangurinn. Hann gekk fram og aftur um herbergið, var óðamála og pataði með höndunum. Ég heyrði ekki allt, sem hann sagði né reyndi að skilja það, sem ég heyrði. Löngu seinna hafði ég ástæðu til að harma, hvað ég var viðutan. Loks fannst mér ég vera nógu sterk til að vera ein. Ég sagði Thanosi að ég vildi hvílast, og er hann yfirgaf her- bergið, sagði ég Önnu að fara líka. Hún stóð kyrr og horfði á mig. „Heyrðirðu ekki, hvað ég sagði? Ég vil hvílast." „Hvað er að, Phaedra? Við erum einar núna. Talaðu við mig.“ Er ég leit á hana föla og svartklædda í miðju herbergi mínu kenndi ég þess verks, sem ég óttaðist allan morgun- inn. Ég sneri mér frá. „Það er ekkert til að tala um. Farðu núna.“ Hljóðlaust yfirgaf hún herbergið. Ég var alein. Ennþá var ég kvalin og næst- um ófær um að draga andann í hryggð minni. Ég gekk að glugganum og horfði út yfir sjóinn. Ég óskaði að herbergi mitt sneri að hæðinni með sínum gráu og grænu olívutrjám og kýpurtrjám sem stóðu eins og þögulir varðmenn Framh. á bls. 29. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.