Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Qupperneq 20

Fálkinn - 07.08.1963, Qupperneq 20
H£LE£M1»EIKVI GREIIM: SVEIMIM SÆMIJIMDSSOIM TEIKIMIIMG: GGIMIMAR EYÞÓRSSOIM tfííxif&dt/ <<sr.r.‘- #m'í% Það var aflíðandi hádegi og nokkrir gamlir sjómenn stóðu undir gafli einnar verbúðarinnar og horfðu á skipið leggja frá landi. Verkamennirnir voru að koma til vinnu eftir hádegismatinn. Umræður dagsins snerust um fiskiríið og styrjaldarhorfur á Spáni og þennan sólbjarta dag mun engum hafa dottið í hug að skipið sem hér lagði frá landi, væri nú að hefja sína hinztu för. Mynd hins glæsilega skips speglað- ist í kyrrum haffletinum um leið og skipinu var snúið og það er sýnilegt að enda þótt þetta skip sé svo vel búið seglum, ætla sjómennirnir þeim ekki hlutverk fyrst um sinn, og reykháfur- inn sendir gusur af svörtum kolareyk upp í lognið. Sjómennirnir, sem standa við verbúðargaflinn, dást að glæsileik skipsins. Þeir horfa á það skríða út úr höfninni og hafnsögumennina fara frá borði og þar sem Örfirisey skyggir á sjálft skipið, er eins og möstrin og reyk- háfurinn ferðist á landi. Þá vita þeir skipið taka stefnuna út flóann og síðar taka stefnuna fyrir Garðskaga. „Það er ekki rosinn í honum í dag,“ sagði einn sjómannanna sem stóð und- ir verbúðargaflinum og horfði út á spegilslétt sundin, „en,“ bætti hann við, „ekki yrði ég hissa á því þó hann ryki upp með kvöldinu.“ Hinir litu til lofts og einn spýtti um tönn og sagði að það myndi varla dragast til kvöldsins. Og áður en menn gengu heim frá vinnu þennan septemberdag, sigldu úlf- gráir þokubakkar inn yfir landið úr suðvestri, fyrirboðar stórra tíðinda og válegra.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.